Fyrir nokkrum dögum

átti maður afmæli, hann varð fertugur. Hans minnisstæðasta gjöf var hugrekki og kjarkur eiginkonu hans, sem dauðveik reyndi sitt ítrasta til að gleðja hann þennan dag. Þetta var síðastliðinn skírdag.

Snemma að morgni föstudagsins langa fór hann með hana inn á sjúkrahúsið, þá gat hún ekki meira. Baráttan við krabbameinið hafði staðið síðan í maí á síðasta ári. En frá upphafi var við mikið ofurefli að etja. Í hennar huga var þó ekki til nokkur uppgjöf nú frekar en fyrr á hennar æfi.

Hún kannaðist aldrei við að geta ekki eitthvað.

Fólkið hennar kom í bæinn á laugardaginn, óku frá Höfn og frá Grenivík. Ég er ekki viss um að hún hafi orðið vör við þau með meðvitund en við sögðum henni að þau væru komin. Ég var á morgunvöktum þessa helgi í vinnunni.

Í gær fór ég heim áður en ég fór til hennar. Fólkið hennar birtist allt hér stuttu seinna, ég gaf þeim að borða og svo fórum við niður á spítala.

Breytingin til hins verra mjög afgerandi.

Við skiptumst á að vera hjá henni, ég náði að standa ein hjá henni nokkurn tíma og ég notaði hann til að rifja upp eitthvað sem við bara tvær vissum...svo láku tárin, á sængina hennar og fölu hendurnar.

Smátt og smátt fækkaði fólki. Þær á spítalanum gátu ekki alveg sagt til um hversu langan tíma þetta tæki. Um miðnætti vorum við Steinar og Bjössi ein eftir, auðvitað fyrir utan Lalla. Lalli orðinn svo þreyttur.

Við ákváðum að skreppa aðeins heim og sjá hvort Lalla tækist að sofa aðeins, við komum aftur eftir 2-3 tíma sögðum við. Bjössi beið aðeins hjá Öldu meðan Lalli skrapp aðeins....örstutt..innan við hálftíma.

Svo labbaði Björn heim.

Þá var klukkan um eitt....

Heima bylti ég mér...en hrökk upp rétt fyrir 3.

Var að hugsa um að ýta við Steinari til að keyra mig niðureftir..en þá hringdi Lalli.

Rétt fyrir 3 vöktu hjúkrunarkonurnar hann.

Alda var að fara

Hálfu öðru ári eftir að hún fylgdi Himma sínum til grafar þá deyr hún sjálf, 34 ára gömul..

Kærar þakkir þið- fyrir fyrirbænir og aðrar góðar hugsanir til hennar og hennar fjölskyldu.

Guð geymi hana Öldu mína


Bloggfærslur 13. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband