Færsluflokkur: Bloggar
Kjánahrollur
16.10.2007 | 20:07
og sá ég þá ekki nema smá hluta af umræðum í borgarstjórn í dag. Ég heyrði í tveimur sjálfstæðiskonum og önnur sagði með hálfbrostinni röddu ; Við söknum þín ekki Björn Ingi !! Á bekknum sá ég Björn Inga og Björk stinga saman nefjum. Þetta kom einhvernveginn þannig út að ég fékk kjánahroll.
Annað sem ég vildi koma á framfæri hérna er færsla vinar míns Magnúsar Korntop . Hann er ansi duglegur að vekja athygli á ýmsu sem betur mætti fara í sambandi við málefni fatlaðra. Hann hefur líka tekið óhræddur gagnrýni eins og orrahríðinni sem dundi yfir þegar misþroska maður var sýknaður af nauðgun á dögunum. Magnús fyllir sjálfur flokk fatlaðra en þess sér nánast engin merki á bloggsíðu hans sem er ansi góð. Ég les hana nánast daglega og stundum oftar.
Nú er Kastljós að fjalla um áfengisfrumvarpið sem liggur fyrir nú. Það er verið að tala við Sigurð Kára og forstjóra lýðheilsustöðvar. Áðan var talað við mann sem er í einhverjum nefndum og ráðum...m.a. alþjóða heilbrigðisstofnuninni og myndin sem hann dró upp af áfengi var ansi dökk. Þetta liggur nær mínum skoðunum á áfengi en ég hef áður séð í almennri umræðu. Ég fagna þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Öfugt við það sem bloggheimur hélt
16.10.2007 | 14:42
en............................
"Portúgalinn kominn í steininn
Portúgalskur karlmaður á fertugsaldri sem Hæstiréttur dæmdi í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, er byrjaður að afplána refsingu sína. Maðurinn var í farbanni en eftir að það rann út fór hann til útlanda. Hann kom hingað til lands aftur fyrir nokkrum dögum og mætti síðan í afplánun í gær á tilsettum tíma. "
Annars er einhver lumbra að hrjá mig og stefnan er sett upp í rúm eða sófa til að sjá hvort þetta mjálgrast úr með góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sem betur fer
16.10.2007 | 09:53
er það ekki oft sem maður þarf að henda öllu frá sér og hringja í ofboði á lögreglu fyrir þá en það kemur þó fyrir. Dagfarsprúðasta fólk verður stundum hálfgalið ef áfengismagnið er orðið of mikið. Það er samt ágætt að menn eru að læra samningatækni, ekki veitir nú af.
Góðan daginn elskurnar.
Hin fréttin sem mér fannst athyglisverð og hálfsorgleg á netmogganum var ályktun frjálslyndra kvenna sem afneita Margréti Sverrisdóttir. Eins og það gangi ekki nóg á með minnislausan Villann og þrefaldan Binga....Dæs.
![]() |
Leigubílstjórar lærðu samningatækni FBI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Komin heim
16.10.2007 | 00:29
en aðeins seinna ef efni stóðu til. Annarra vesen bitnar stundum á manni og það er ekkert skemmtilegt.
Bubbi söng fyrir mig á heimleiðinni, sem farin var á gamla höfðingjanum sem ekinn er aðeins 430.000 kílómetra. Það er ekkert lát á þessum eðalvagni. Hann hefur nú lokið sínum ferli sem leigubifreið með glans en er einkabifreið frú Ragnheiðar þegar eðalvagnadeildin er forfölluð.
en þetta söng Bubbi fyrir mig nú og ég varð svolítið lítil innan í mér..
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum,lifum í trú.
Að ljósið bjarta skæra.
Veki þig með sól að morgni.
Veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss.
Lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert,mín lífsins rós.
Tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól.
Lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta.
Vekja hann með sól að morgni.
Vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál.
Svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál.
Slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Ég sakna Hilmars mest á kvöldin, þegar myrkur er komið og ég sé jafnvel stjörnurnar. Þá horfi ég á þær og hugsa ; hvar er strákanginn minn sem vildi öllum vel ? Hvar er barnið mitt ?
Það er erfitt.
Ljós fyrir stúlkurnar mínar, Gíslínu, Þórdísi Tinnu og Þuríði Örnu. Ljós fyrir englastrákinn minn Hilmar.
Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
enn og aftur
15.10.2007 | 22:59
svíður undan óviðeigandi myndbirtingum. Núna á stöð 2 skandalinn...mynd á visi.is og í fréttum stöðvarinnar í kvöld af hjóli unga mannsins sem lést í dag. Allir hjólamenn þekkja svona hjól á löngu færi, allir aðstandendur þekkja hjól ástvinar síns.
Enn og aftur, þetta eru óþarfar myndbirtingar og þær gera ekkert nema særa þá sem eiga skilið virðingu og tillitssemi í sinni sorg og sínum missi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Æj Æj
15.10.2007 | 17:09
mér líður nú alltaf illa þegar ég horfi upp eftir þessu húsi enda skelfilega lofthrædd. Horfið endilega á myndbrotið sem fylgir með þessari frétt.
Vitiði hvenær næsta Mannlíf kemur út ? er sko orðin meira en leið á að glápa á trýnið á mér í verslunum !!
![]() |
Á efstu hæð á hæsta húsi landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
ég hef ekki í hyggju að vera á
15.10.2007 | 16:10
dómaravaktinni.
Ég les oft ýmsa dóma mér til fróðleiks og fletti undantekingarlaust upp dómum sem fólk er að fjalla um á bloggsíðum. Sjaldnast sé ég ástæðu til að blogga um dóma enda margt sem veldur því að dómar séu felldir með þeim hætti sem dæmin sanna. Ég hef þó viljað fá þyngri dóma gegn þeim sem brjóta gegn fólki s.s. líkamsárásir og nauðganir. Hilmar minn fékk sjaldnast neinn afslátt af sínu enda um það að ræða að hann hafði stolið einhverju eða átti ekki peninga til að greiða sektir sem hann fékk fyrir umferðarlagabrot.
Þessi dómur sló mig í dag. Dómurinn er hérna .
Fyrir aðra nörda eins og mig þá er hægt að fylgjast með dómum á (www.domstolar.is) og líka (www.haestirettur.is)
Annars er ég að hlusta á Ögmund Jónasson, það er verið að fjalla um frumvarp um sölu áfengis og tóbaks. Frumvarp 17 þingmanna um að koma vínsölu í matvöruverslanir. Ögmundur er eins og ég, alfarið á móti. Klapp fyrir VG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
hugsað til baka
15.10.2007 | 14:11
Ég er alin upp inn í Laugarnesi,rétt hjá þessari fallegu Laugarneskirkju. Það var oft gaman hjá okkur krökkunum þar. Við lékum okkur á kirkjutúninu og það var allur aldur í hrúgu þar. Oft var með okkur ein nokkuð mikið eldri stúlka. Hún hafði veikst sem smábarn og var nokkuð mikið þroskahömluð eftir það. Hún mátti vísast þakka fyrir að hafa haldið lífi.Hún bjó alla tíð með móður sinni sem var hæglát og prúð kona.
Við krakkarnir sáum ekkert athugavert við hana. Við vorum ekki með fordóma fyrir nokkrum sköpuðum hlut í þá daga. Stundum fórum við öll í fótbolta á kirkjutúninu. Þá bættist oft við ungur maður sem bjó líka á Hofteignum, hann var samt eldgamall í samanburði við okkur krakkaskarann. Honum fannst bara gaman í fótbolta með okkur og þá var hann með, einfalt mál. Við þekktum alla íbúana þarna í kring, líka gamla fólkið. Á horni Hrísateigs og Hraunteigs var svakalegur garður...þrælgirtur af. Þar máttum við ekki fara inn og við virtum það. Það er stutt síðan sá íbúi féll frá og nú er búið að rífa upp einhvern hluta af þessum garði og byggja þarna nýtt hús. Ég held að gamli íbúinn hafi verið garðyrkjustjóri og þess vegna hefur hann ekki viljað okkur krakkastóðið trampandi allt niður.
Það var fiskabúð þar rétt hjá..með ótrúlega miklu og fallegu úrvali af fiskum. Við reyndum að halda lífi í gullfiskum heima en það gekk ekki vel. Það gekk miklu betur með finkurnar,hamsturinn og skjaldbökurnar svo maður minnist ekki á Kidda kisu sem varð fjörgamall köttur. Hann var síðasti köttur sem við áttum á Hrísateignum og flutti í Mosó með foreldrum mínum og lést í hárri elli.
Við systur deildum herbergi lengi framan af með ýmsum árekstrum sem fylgdu því. Ég man aldrei eftir að draslaralegt hafi verið í herbergi okkar enda mamma afskaplega húsleg...strauaði nærbuxur og borðtuskur allan sinn búskap.
Löngu hef ég týnt öllum vinunum úr Laugarnesi bernskunnar. Þannig er lífið. Fólk flutti og svo endaði með að ég flutti sjálf burt. Þá seldu foreldrarnir íbúðina og fluttu sjálf burt.
Oft hef ég í seinni tíð dáðst að sr. Garðari sóknarpresti. Við krakkarnir vissum að ef við bönkuðum upp á heima hjá honum þá fengum við kex eða nammi. Af okkur var örugglega heilmikið ónæði en öllu tekið með jafnaðargeði. Alla sunnudaga fór maður í sunnudagaskólann og lagði grunn að þeirri trú sem hjálpar í dag í verstu aðstæðum lífs míns. Kirkjuvörðurinn var líka afskaplega þolinmóður við okkur krakkana. Þeir sem þekkja Laugarneskirkju vita að það eru stallar á hliðum hennar. Þarna festust boltarnir okkar ár eftir ár, sumar eftir sumar. Hann kom röltandi með okkur, fór og sótti stigann og sótti boltana fyrir okkur. Ásdís kennari bjó svo á Silfurteig, fyrir ofan kirkjuna. Hún var nokkuð strangur kennari af gamla skólanum en brást ævinlega vel við þegar maður mundi ekki hvað hafði verið sett fyrir að læra næsta dag. Hún fór vel yfir það með manni og laumaði svo nammi í munninn um leið og hún sendi nemandann sinn heim með vitneskjuna.
Það var gott að vera krakki í Laugarnesinu.
Nóg komið af nostalgíu þessa dags...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Rasismi eða ?
15.10.2007 | 12:54
Ég skrapp yfir til hennar Heiðu, þar vísar hún í myndband sem er mikið í umræðunni í USA. Þar hafa menn oft sett met í einkennilegum hugsanagangi. Þetta slær þó flestu við...þarna verður stúlkukindinni á að glopra út úr sér óheppilegum ummælum sem falla undir kynþáttafordóma í miðjum hmmm...klíðum. Og það fer allt á hliðina...þarna standa karlar í verslunum (klámverslunum) alveg ferlega hneykslaðir á ummælum stúlkunnar. Þeim finnst ekkert að því að standa í slíkri sérverslun, það er greinilega aukaatriði í málinu. Það stendur þarna meira að segja einn á sprellanum og tuðar yfir að kynlífsiðnaðurinn sé settur niður með þessum ummælum.
Myndbandið kemur hér á eftir. Það er EKKI fyrir viðkvæma og EKKI fyrir börn. Vinsamlega hafið það í huga ef þið ákveðið á ýta á play.
Use Of 'N-Word' May End Porn Star's Career
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Veit ekki alveg
15.10.2007 | 12:04
upp á hvað ég ætla að bjóða núna en ákvað að opna gluggann og sjá hvað kemur. Fékk áðan ágæta skýringu á því hvers vegna mín kæra Jenný flaug ekki af hankanum í gær þegar einhver sérfræðingur í dónaskap tautaði um BDSM. Hún hafði náttlega ekki grun um hvur röndóttur þetta var. Eðlilega. Það voru áreiðanlega margar virðulegar húsmæður sem höfðu ekki um þetta hugmynd fyrr en þetta kom upp í sambandi við Guðmund í Byrginu. Það mál er nú á leið fyrir dóm og umfjöllun um það frestast þar með hérna allaveganna.
Þau ykkar sem lituð yfir á síðu systur minnar hafið eflaust velt fyrir ykkur hversu svipaðar skoðanir við höfum á þessu tabú máli sem neikvæð umfjöllun um áfengi er. Það má kannski rekja það til þess að við erum að sjálfsögðu aldar upp við það sama og það var ekki jákvæð upplifun af víni. Vín var nánast aldrei haft um hönd hjá foreldrum okkar, þetta var ekki á því heimili. En hitt er aftur staðreynd að með árunum þá höfum við systur reynst hafa svipaðar lífsskoðanir og svipaða trú. Stundum finnst mér við vera sitthvor hliðin á sama peningnum. Við erum ekki áberandi líkar í útliti en þó nokkuð sterkur svipur. Hvorug okkar hefur fengið nokkuð ókeypis í lífinu og þurft að klífa stundum heilu hamrabeltin til að komast áfram í lífinu. Þá höfum við bara gert það enda glymur sífellt í höfði okkar ráðlegging mömmu heitinar ; þú getur það sem þú vilt. Systir mín er ein af mínum uppáhaldsmanneskjum og henni treysti ég betur en flestum öðrum. Hún er engillinn minn
Ég er ekki að hugsa mér að best sé að banna áfengi. Það held ég að myndi seint virka. Hinsvegar finnst mér að við (þessi fullorðnu) eigum sjálf að leggja línuna í þessu og ganga á undan með góðu fordæmi. Hver maður hefur vald til að breyta hjá sér sjálfum en vald yfir öðrum á enginn að hafa.
Ég var að komast að því í þessum töluðu orðum að ein bloggvinkona mín síðan frá fornu fari er að aðstoðarverslunarstjóri í versluninni sem Björn þrammar um í á nóttunni . Kveðja til baka mín kæra.
Nú held ég að ég hafi ekki meira að segja í bili enda komin með Björn hér mér til selskaps.....best að fara bloggrúntinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)