Ég læt sko ekki ljúga að mér !
16.6.2008 | 23:30
og ég hef lengi unnið á karlavinnustað, þeir hafa gaman af því að narra mann þar og afleiðing áranna allra á stöðinni er einfaldlega sú að ég trúi ekki orði sem mér er sagt.
Í dag reyndu þeir allt hvað af tók að sannfæra mig um að annar hvítabjörn hefði gengið á land. Ég hélt nú ekki hahahaha meiri aularnir sem þið eruð þaddna kallar. Svo missti ég snyrtilega af öllum fréttatímum fram á kvöldið...
Já já sæll, eigum við að ræða það eitthvað frekar eða ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég á Björn -ekki ís, bara venjulegan tvífættan
16.6.2008 | 22:40
Hún Milla mín bendir á þetta og ég vil vekja meiri athygli á þessu. Svo er Öldureikningurinn í höfundarboxinu. Margt smátt er rétti andinn í þessu...knús á línuna, ég er ekki í..neinu stuði eiginlega og skrifa seinna einhverja vitleysu sem endar á Landsbókasafninu...með öllu hinu ruglinu. DÆS !
Kæru landsmenn!
Fyrir svefninn að þessu sinni er
styrktarbeiðni til handa Andra Smárasyni!
Andri er 18 ára drengur sonur Smára Kárasonar og
Stefaníu Gylfadóttur í Breiðuvík á Tjörnesi.
Andri hefur í rúmt ár átt í hattrammri baráttu við
krabbamein.
Í dag standa málin þannig að Andri þarf að fara í
mergskiptingu til Svíþjóðar, og svo vel vill til að Sóley
systir hans er hinn rétti merggjafi.
Gert er ráð fyrir því að þau fari út í lok júní.
Ljóst er að þau þurfa að minnsta kosti þrjú að fara úr
fjölskyldunni út, vegna þessa. Búast má við að Andri og
móðir hans þurfi síðan að dvelja úti í 3 mánuði, allt eftir
hvernig meðferðin mun ganga.
Töluverður kostnaður er óhjákvæmilegur, sem fjölskyldan
er illa í stakk búin að mæta.
vegna þess hafa frænkur Andra, þær Sesselja Árnadóttir og
kolbrún Guðmundsdóttir opnað bankareikning til styrktar Andra
og fjölskyldu hans.
Reiknisnúmerið er 1153-15-201049
Kennitala " 190267-5049.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Búinn !
16.6.2008 | 11:46
Munið þið eftir þessum ? Nú kemur auðvitað skýringin á því hversu langan tíma þetta tók, dóninn neitaði að hvolfa í sig laxerolíu. Hann hefur kannski haldið að löggan myndi gefast upp á biðinni og senda hann heim með dópið....öhhh...nei.
Átta hundruð grömm af kóki komu úr iðrum Hollendings
Hollendingurinn, sem hefur setið sveittur undanfarnar tvær vikur við að losa smokka fulla af kókaíni úr iðrum sínum, hefur lokið sér af. Og afraksturinn er rétt tæp 800 grömm af kókaíni. Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Vísi.
Hollendingurinn, sem er rúmlega fertugur, var gripinn á leiðinni inn í landið fyrir rúmum tveimur vikum og kom í ljós við röntgenmyndatöku að hann hafði gleypt smokka sem grunur lék á að innihéldu eiturlyf. Illa gekk að koma smokkunum niður og hjálpaði ekki að hann neitaði að taka hægðalosandi lyf. Nú hefur hann hins vegar lokið sér af og situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hrmpf
15.6.2008 | 19:05
Iss...á þessa Makedóna, senda þá alla úr landi nú þegar og pólsku dómarana út í Surtsey...oj hvað það munaði smánarlega litlu.
Bíladagar á Akureyri og allt í fári. Synir mínir, Hilmar og Hjalti, fóru á bíladaga í fyrra. Hilmar hringdi með öndina í hálsinum, Hjalti slasaður og kominn á sjúkrahúsið á Akureyri. Löggan klippti af bílnum og allt í fári. Ég reddaði aurum svo Himmi kæmist í bæinn og svo lögðum við Steinar land undir fót, með bíl og bílakerru. Sóttum strákanga á hækjum og númerslausan bíl. Ég held að Hjalti hafi aldrei verið eins feginn að sjá hana mömmu sína og daginn sem mamma sótti hann norður. Ferðin heim gekk áfallalaust og allir sáttir. Hjalti sór þess eið að fara aldrei á Bíladaga aftur, Hilmar minntist hinsvegar ekki á það en getur af greinilegum ástæðum ekki farið þangað aftur. Lögreglan á Akureyri gat ekki upplýst hver stóð að árásinni á Hjalta sem endaði með tvíbrotnum ökkla. Stundum eru málin bara þannig.
Bíladagar minna mig á Himma.
Annars kom Hjalli minn með gleðifréttir í dag. Hann fær samfélagsþjónustu og þeir taka tillit til ástands hjá honum þannig að hann er ekki settur í erfiðis vinnu. Hann þarf að komast til bæklunarlæknis og láta skoða skakka hálsinn sinn sem kvelur hann sífellt meira. Það er til mannlegur þáttur í fangelsismálastofnun, ég er gríðarlega þakklát og ánægð með þetta. Nú þarf Hjalli minn bara að spjara sig í þessu og halda áfram að standa sig vel. Hann er með eitt alveg á hreinu um þessar mundir, mamma hans er í horninu hans og styður hann af mætti til góðra verka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Smá lífsmark
15.6.2008 | 13:57
Var að vinna til fimm í morgun og vaknaði um ellefu leytið
Samt búin að afreka að fara með Steinari og kaupa rör og beygjur og gúmmí og allskonar dæmi til að tengja þvottavélaraffall og svoleiðis. Snilldarstrákur í Byko með þetta allt á hreinu.
Ég ætla að slaka á í dag, horfa á helling af íþróttum, bæði hand og fót...verð örugglega komin með svo mikið karlhormón í mig um kvöldmat að ég þarf að raka mig.
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að gera eitt á kostnað annars
14.6.2008 | 12:06
ég var að lesa hjá einni -hún er að fjalla um úrræðaleysi í sambandi við fatlaða en nefnir í því sambandi að hægt sé að minnka fjárfjarlög annarsstaðar á móti. Hún talar um að minnka fjárveitingar til áfengismeðferða en sinna þess í stað (fötluðum) þeim hóp sem kann betur að meta hjálpina.
Ég er ekki alki (nei og ekki í afneitun heldur) en ég geri mér fyllilega grein fyrir að óhófleg áfengisneysla hefur mikil áhrif á þann sem neytir og nánustu aðstandendur. Þetta er dauðans alvara og fólk deyr vegna þessa, í stórum stíl.
Sumir ná að rísa upp og verða eins og stjörnur á himinhvolfinu, lýsa upp allt sitt umhverfi og sýna öðrum með kjarki og þor að það er til leið út. Ein þessara er Jenný Anna (www.jenfo.blog.is)
En að atriðinu sem ég var að velta fyrir mér.
Afhverju gerum við þetta ? Afhverju stillum við alltaf upp einhverju sem okkur finnst minna virði og viljum láta taka peningana nákvæmlega úr þeim málaflokki? Afhverju ætlumst við ekki til í okkar velferðarþjóðfélagi að séð sé um alla þessa pósta, og ekki á kostnað neins annars ?
Ég tel að á meðan við þvælum þessu svona fyrir okkur, má ekki gera A þá vantar pening í B, þá náum við ekki árangri. Við eigum ekki að sortéra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Við eigum að sjá um þetta allt.
----------------------------------
Alda fór í gær og það var settur upp lyfjabrunnur í bringuna, til að sleppa við að alltaf sé verið að stinga hana. Ástandið er svipað, hún er búin að fara tvisvar í lyfjagjöf. Það verður myndað aftur seinna í sumar og á meðan eru í raun engar þannig fréttir af henni. Eins og maður segir, allt við það sama bara. Hún er samt manna duglegust, bjartsýn og glaðvær, enda er hún þannig persóna, það vita þeir sem þekkja hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
dagur að kveldi kominn
13.6.2008 | 00:08
og ég gleymdi að segja í síðustu færslu að ég er sjálf skotfljót að blogga, það virkaði vel að læra fingrasetninguna í gamla daga, á handsnúna ritvél. Hehe
Samtal við Björn síðan í gær.
Móðir ; ég er búin að lána rúmið þitt !
Björn með spurnaraugu ; ha , nú ? hverjum ?
Móðir með einbeittan brotavilja ; Öldu, hún þarf að mæta svo snemma á spítalann
Björn alls hugar feginn ; Já ok ekkert mál.
Hvað hélt hann ? Að ég væri búin að bjóða Bin Laden uppí hans rúm ?
Nú er komið nýtt patent hjá glæpamönnum þessa lands og það var reynt á Skaganum í dag. Flýja í ofboði eitthvað út í loftið í þeirri von um að löggan verði bensínlaus. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur ?
Hehe ...kva..maður verður að finna skemmtilegheitin við þessa kreppu.
--------------------------------------------------------------------------
Ég hef hinsvegar sjaldan séð aðra eins ös í vörslusviptingum ökutækja og undanfarna daga. Kranabílar eru eins og þeytispjöld, hirðandi upp bílana sem fólk hvorki losnar við né getur borgað af. Bílarnir eru líklega það fyrsta sem fólk hættir að borga af. Eðlilega, maður getur hvorki búið í né borðað bíl. Hef prufað annað en ekki hitt, virkaði illa.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ætlaði að skrifa langloku
12.6.2008 | 20:24
um efnahagsástandið, vaxandi vörslusviptingar og almenna óáran en rakst inn á bloggið hennar Önnu -þar var svo gríðarlega skemmtilegt að efnahagspælingarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hrönn langflottust missir sig alltaf í spurningakeppnum og það er bara snilld að fylgjast með...hehe
Lov jú tó görls.
Einhver missti sig smá yfir færslum Jennýar, dauðstressaður yfir að hún ætti að nota tímann í annað og þá er ég með spurningu til ykkar
Hvað eruð þið lengi að pikka inn eitt blogg ? Svona meðallangt með passlega fáum flóknum orðum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Jæja
12.6.2008 | 10:06
nú er þetta allt að lagast, morgunstund með kallinum (bara kaffi dónarnir ykkar) og ég er bara mun hressari.
Stórlega stressuð yfir henni Hrönn sem auglýsir eftir dökkhærðum draumaprinsi á meðan heimspressan logar af fréttum yfir að Clooney sé aftur laus og liðugur. Ég er hrædd um að Hrönn verði fyrir vonbrigðum ef hann bankar upp á hjá henni enda virðist kallinn ekki ráða við nema einhver smáatriði. Á honum sést berlega að það er ekki nóg að vera krútt, eitthvað meira þarf í súpuna.
Tengdasonurinn slapp við sex and the city og fór á Indiana Jones. Smámorrinn heima hjá mér belgdist allur út og þóttist þar með betri en mágurinn, ég fór þó á þetta sagði hann nánast með tárin í augunum af endurminningunni einni saman.
Ég las moggann áðan yfir kaffinu og íhugaði aðstöðu eldri borgara í Hollandi. Eitthvað hlýtur pottur að vera brotinn þar, nýjasti ferðamaðurinn kom með fullan bíl að hassi hingað, á vegum ferðafélags eldri borgara þar. Ég flissa nú oft að þessum útlensku smyglurum. Sé þá fyrir mér sitja með hnöttinn að reyna að finna hvert er hægt að fara með óþverrann og finna þar Ísland. ,,Hey drífum okkur þangað, þetta er svo lítið land að þeir fatta ekkert hvað við erum með, örugglega bara ein sveitalögga á vakt" Svo þramma aularnir í land og lenda beint á GAS GAS og félögum hans. Djö held ég að það sé mikil niðurlæging að vera tekinn fyrir smygl á svona smáskeri. Sitja svo inn á Hrauni með öllum hinum plebbunum sem héldu að þetta væri minna mál en að drekka vatn.
Ég hef takmarkaða samúð með þeim en ég hinsvegar nota allt sem ég get til að hlæja að.
Kallinn kom seint heim í gær og missti af snáðanum litla og öllum fótboltanum. Ég fór að reyna að segja honum fótboltafréttir og sagði að einn fékk gat á hausinn. ,,nú ? í hvaða liði var hann" ? Þá stóð auðvitað upplýsingafulltrúinn að gati og vissi ekki meir, vorkenndi bara fótboltakallinum að hafa meitt sig svona. Hverjir voru í hvítum búning í seinni leiknum í gærkvöldi ? HELP...hehe
En undarlegast var að hann var ekkert hissa á að ég hefði séð brot úr leik. Hann fattaði auðvitað ekki að ég var að bíða eftir þætti þarna á Rúv sem er á miðvikudögum ....nú heldur hann áreiðanlega að ég sé að breytast í fótboltabullu. Sem minnir mig á það, hér um árið ætlaði ég að horfa á úrslitaleik. Brunaði heim, bjó þá í Keflavík. Óð í alla vasa og fann enga húslykla. Fyrri hálfleikur þann daginn fór í sólbað meðan ég beið eftir að Steinar hleypti mér inn í kofann að sjá fótboltann.
Jæja ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Takk fyrir kveðjurnar (smámynd til skrauts)
11.6.2008 | 20:38
en kvöldinu hef ég eytt með nýjasta manninum í mínu lífi. Hann er smástrákur og heitir Hilmar. Foreldrarnir fóru í bíó, ég er tilbúin með skítuga hlírabolinn og bjórdósina ef tengdasonurinn verður dreginn á sex and the city.
Ég ætlaði að skrifa komment hjá Jennýu áðan og þá teygði sá stutti sig í tölvuna hennar ömmu og smelli caps lock á. Amma leyfði því að standa enda ágætt að vera dyggur lesandi og kommentari á moggabloggi 6 mánaða.
Best að snúa sér aftur af nýjustu ástinni í mínu lífi. Þessi sem síðasta færsla fjallar um er að vinna frameftir en búinn að hringja nokkrum sinnum í dag í sína konu,minnugur þess hvaða dagur er í dag.
Amma lánaði snáða plastflösku að skoða og hann steinsofnaði við það. Ég vona að þessi hegðun hafi ekkert forspárgildi, flaska, flatur og passed out ....
Amma gaf að borða og pelann og bjargaði tveimur voðableyjum, amma hefur sloppið við svoleis bleyjur í 17-18 ár. (man ekkert hvenær B óx upp úr svoleiðis veseni)
Með mynd af litlu "byttunni" býð ég góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)