Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
Hvert stefnum við ?
28.1.2021 | 19:06
Þegar við erum komin á þann stað að skotið er á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og núna á bifreið borgarstjóra. Það er algerlega mannlegt að vera ósammála stjórnmálamönnum, ég geri það iðulega og er í raun oftar ósammála heldur en hitt. En svona aðfarir eru ofar mínum skilningi. Hvert er þá næsta skref ? Skjóta fólk ? Mér blöskrar oft orðræðan sem ég les og hef til dæmis gætt mín á að lesa aldrei eða sem allra sjaldnast komment undir fréttum. Það vellur út oft mesti viðbjóður og engum til skammar öðrum en þeim sem þar skrifa.
Síðast skrifaði ég hér 2018. Ég bendi áhugasömum á hliðarblogg hér sem heitir Bók Hilmars. Þar eru allar upprunalegar færslur. Þetta blogg var öflugast eftir andlát sonar míns, Hilmars Más.
Nú eru liðin rösk 13 ár síðan. Ansi mörg hafa fallið fyrir eigin hendi síðan. Blessuð sé minning þeirra allra. Allra sárt saknað.
„Hingað og ekki lengra“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)