Bloggfærslur mánaðarins, október 2018
lífið heldur áfram
6.10.2018 | 21:04
Óneitanlega heldur nöturleg fyrirsögn og undarleg en það hefði mér þó ekki dottið í hug fyrir þessum rúmu ellefu árum sem liðin eru. Hér var þéttur hópur bloggvina á þeim tíma, margir þeirra eru mér kærir vinir á öðrum vettvangi. Mörg hafa þó látist og það er afskaplega mikill missir, auðvitað mest fyrir aðstandendur þeirra en við hin - á kantinum - söknum þeirra líka.
Nú hefur verið tekið í gangið Pieta hús. Það styður við bakið á aðstandendum sem missa í sjálfsvígum og það sem betra er. Þau styðja vel við fólk sem íhugar sjálfsvíg. Hver einn sem bjargast er mikil gjöf.
Við misstum að mestu af hruninu. Vorum með hugann allt annarsstaðar. Sluppum við að missa ofan af okkur en margir stóðu í þeim sporum, það er erfitt. Slíku má þó vinna sig upp úr en mikið hlýtur að vera erfitt að reyna að treysta fjármálastofnunum og ríkisvaldinu á eftir.
Það er svosem líka hægt að vinna sig í gegnum barnsmissi en lífið verður aldrei neitt líkt því sem áður var. Það er bara fastur við mann skuggi sem eltir mann út um allt. Sá er hvorki lítill né skrýtinn. Bara þreytandi og kjánalegur.
Ég hef þetta ekkert meira í bili. Alveg dottin úr æfingu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)