Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Mikið um að hugsa

Það stefnir í spennandi vetur, fyrir þá sem hafa gaman af stjórnmálum. Jóhanna ætlar að hætta, það finnst mér rétt hjá henni.

Ýmsir aðrir þingmenn hafa sagst ætla að hætta en af þeim mun ég helst sjá eftir dugnaðarforkinum henni Siv. Ég hlustaði á þingforseta lesa upp framlögð mál um daginn og Siv var flutningsmaður flestra þeirra. Ótrúlega vinnusöm kona og stóð sig frábærlega í erfiðum persónulegum aðstæðum fyrir nokkru. Ég hef samt aldrei kosið hennar flokk en ég má alveg vera ánægð með hana samt. Hún hefur unnið fyrir alla, ekki bara framsóknarmenn.

Talandi um framsókn, formannsflækingurinn á nú eftir að valda flokknum tjóni að mínu mati. Höskuldur getur ekki verið slík ógn við Sigmund að hann þurfi að fara gegn honum með þessum hætti.

Ég horfi aldrei á Silfrið en sá í auglýsingu um daginn að Sighvatur sneiddi að Vigdísi Hauksdóttur með að hann vildi þingmann sem væru kurteisir og kynnu íslensku. Beittur karlinn.

Vigdís er karakter. Það verður gaman að sjá hvernig raðast á bekkina að loknum kosningum. Mér sýnist hilla undir stórsigur sjálfstæðismanna. Sé ekki alveg framsóknarfylgið en samfylking og vinstri græn tapa örugglega fylgi.

Nú er best að ég fari að pússa kristalskúluna mína :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband