Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Hvað er normal og hvað ekki ?
29.6.2011 | 21:11
Hver myndi treysta sér til að dæma um slíkt ...
nútíminn er trunta - og ætlast er til að allir smelli í sama formið. Það virkar auðvitað ekki. Fyrir þá sem trúa að slíkt sé hægt þá ætti að vera nóg að setjast á bekk og horfa á fólkið ganga hjá. Fólk er nefnilega jafnmismunandi að innan og það er að utan.
Sum okkar verðum við einhverskonar skaða sem börn, sá skaði getur valdið veseni alla æfina. Sumt virðist samt bara vera skrifað í genamengið okkar. Við fáum ákveðna hluti í nokkurskonar arf.
Sumt sem hét bara eitthvað ómerkilegt í gamla daga hefur nú voða fínt nafn og jafnvel fallega litar pillur til að vinna bug á því. Til að sveiga einstaklinginn nær einhverju fyrirframskilgreindu normi. Enginn þorir í raun að vera annað en einhver gríma, fólk vill ekki láta sjást í sitt eiginlega andlit...alltaf að þykjast.
Eitthvað fengi ég nú á baukinn færi ég í það að láta greina mig en vegna akkurat eins atriðis í mínum persónuleika þá mun ég ekki gera það. Þegar ég var krakki þá þróaði ég með mér mannafælni (held að í dag heiti það félagsfælni) og því fer fjarri að hún hafi nokkuð batnað með árunum. Í reynd alveg þveröfugt. Ég virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að umgangast fólk...og líður illa með að þurfa að gera það. Ég svitna og mér verður flökurt. Hefðu verið til tölvur þegar ég var krakki og unglingur þá hefði ég farið inn í herbergið mitt og lokað á eftir mér. Ég að vísu gróf nefið í bókum og hef enn afskaplega gaman að bókum.
Nú hugsar einhver og afhverju gerir hún ekkert í þessu ?
Mín spurning á móti ; afhverju ætti ég að gera það ? afhverju má ég ekki vera eins og ég er ?
Það er hinsvegar enginn undanskilinn hjá mér í þessu. Ættingjarnir falla alveg jafnt undir þetta eins og kunningjarnir. Ég virðist einfaldlega ekki tengjast fólki. Ég sé heldur ekki, hvorki fyrir mig né aðra, gagnið í þessu. Hvað hefur fólk út úr samskiptum við mig ? Og hvað hef ég út úr samskiptum við fólk ?
Það eru tvær alveg jafnveigamiklar hliðar á þessu.
Gísli á Uppsölum hvað ?
Ég á hinsvegar ekki í neinum erfiðleikum með að eiga samskipti við fólk í gegnum bloggið eða FB. Þá er fólk líka í þessari hæfilegu fjarlægð við mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bidda þó !
24.6.2011 | 19:26
ég er lokuð úti hahaha...hvurslags...!?
Það er allt ágætt að frétta hjá mér. Hef ákveðið að gera smá breytingar á lífinu mínu en það er ekkert sem skemmtilegt er að blogga um.
Nenni ekki að blogga um veðrið, ef þið viljið vita um það þá bara skreppið þið út fyrir ykkar eigin útidyr :)
Njótið lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
hvað veldur ?
1.6.2011 | 01:27
Ég ætlaði að setja inn komment hjá einum bloggara og þá kom að það mætti ekki úr þessari tölvu....hmm..hugsaði ég og hnussaði bara ; viðkomandi missir bara af þessari snilld...! En svo ætlaði ég að skoða síðuna hennar Áslaugar og BANG...Forbidden on this server....hef ég verið að senda fólki einhvern óþverra eða hvað er í gangi eiginlega ? nú er ég með bara svona netpung í vinnunni en ég hef aldrei lent í þessu fyrr.
Mér finnst verra að lenda í svona.
Í dag mættum við bíl sem Himmi hafði átt. Það var skrautleg saga í kringum þennan bíl - og Himmi lenti í heilmiklu veseni. Þar var hann reyndar saklaus skinnið. Þá varð ég mér á að hugsa um hversu margir voru vondir við hann og tárin láku bara. Hann var svo meinlaus skinnið - angans kallinn minn.
Sakna hans alla daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)