Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

sem betur fer

þá er ekki ein ríkislína í kirkjunni og hún rúmar fleiri skoðanir.Greinin sem þau gagnrýna fór ekki vel í mig. Ég þekki til svona mála og veit vel hvernig minningarnar geymast djúpt innra með sál viðkomandi .  Þessum prestum þakka ég fyrir og er ánægð með þeirra framlag í umræðuna - var farin að bíða aðeins eftir viðbrögðum....

Ég er meðlimur í þjóðkirkjunni og mun verða það áfram.

 


mbl.is Gagnrýna grein sóknarprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugur minn leitar til ókunnrar fjölskyldu

sem þarf að ganga sporin ægilegu í dag. Þau þurfa að jarða drenginn sinn, miklu miklu yngri en Himmi minn var, í dag.

Hversu mikil sorg ! Þessi spor eru svo hræðilega erfið og vond að fara, en maður hefur ekki val. Þetta gerist og þetta gerist hjá rúmum 30 fjölskyldum á hverju einasta ári.

Það er því miður staðreynd málsins. Sjaldan eru þetta þó börn eins og Dagbjartur litli sem er borinn til grafar í dag. Mikið óskaplega hefur hann verið fallegur drengur...það sé ég af myndinni af honum í morgunblaðinu.

Hjá þeim er hugur minn í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband