Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
að vera mál...
30.1.2011 | 16:30
og þið sem þolið ekki kvart og kvein verðið bara að vera annarsstaðar..
Ég hef verið í miklu basli með sjálfa mig undanfarið. Svo miklu að ég var farin að efast stórlega um geðheilsuna - urrandi á Steinar sem allir vita sem þekkja , að er alger óþarfi. Mér hefur liðið skást heima með dýrunum - ein.
Ég hef nú oft daðrað við að vera þunglynd í gegnum æfina en aldrei viljað gefa því gaum. Nú var ég farin að hugsa að líklega væri ég lekin á það stig að þurfa að banka vesældarleg upp á á geðdeildinni áður en ég gerði eitthvað sem ekki væri hægt að taka aftur. Það er óásættanlegt !
Ég hef ekki komist neitt - varla druslast í búðir. Eina kvöldvöku í Bessastaðakirkju, hlustaði þar á gospelkór Jóns Vídalíns og þar leið mér vel.
Allan tímann hef ég brotið heilann um hvað sé eiginlega að mér...ég fór í sorgarhóp aðstandenda þeirra sem fremja sjálfsvíg og hafði gott af því, var það virkilega það sem braut mig niður ? Því trúði ég eiginlega ekki - hitti dásamlegt fólk sem var í þessum hræðilegu sporum. Verst að ég hafði mig ekki í síðasta skiptið og missti af þeim þar með..*dæs*
(þetta er nú meira vælið)
Í desember fór ég til gigtarlæknisins. Hann lét mig hafa nýtt lyf vegna þess að í reglum ráðuneytisins verður einstaklingur að prufa það lyf áður en gefið er út lyfjaskírteini fyrir lyfinu sem ég var á áður. Það lyf virkaði vel fyrir mig.
Aukaverkanir af nýja lyfinu eru næstum heil bók, ég las það allt. Ég tók það samviskusamlega samt.
Ein aukaverkunin er þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.
Í gær tók ég það ekki.
Í dag líður mér betur.
En ég er gigtarlyfjalaus. Það er vesen.
Það tók mig of langan tíma að átta mig á að ástæða þessar andlegu kramar var að ég var að taka inn meðal sem hentaði mér ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
að þurfa ekki að vita allt
19.1.2011 | 14:28
og lifa samt ágætu lífi .
Þegar einhver hnýtir í mann, oftast gerist það nú á bakvið mann, og annar aðili heyrir. Sá kemur alveg bröndóttur í framan af hneykslun og færir manni ófögnuðinn á silfurfati. Þá fer maður að stama og reyna að réttlæta sjálfan sig -sprettur af sársaukanum sem hitt veldur. Stundum verður manni á að reyna að svara í sömu mynt. Það er alltaf frekar leiðinlegt.
Mín leið í þessu er afar einföld. Fólk er beðið um að koma ekki með baknagið til mín, þá heyri ég það ekki og verð sannarlega ekkert sár :) Sá sem ætlaði að vera vondur við mig er kyrfilega afvopnaður.
Áramótaheit ; strengduð þið svoleiðis ?
Ég skil sko alveg hugsunina með nýtt ár, nýtt upphaf. Mér finnst ég alltaf byrja með nýtt blað í upphafi árs. Svo er að vanda sig að teikna fallega á það.
Við erum að brasa við að leiðrétta verstu kaup sem við höfum gert. Fengum okkur heilan sturtuklefa í ágúst 2009. Hann er ónýtur eða meira og minna. Nú er næst að útbúa sturtu beint á gólfiðog við kíktum í Álfaborg ...þá var þar útsala. Gerðum fín kaup í flísum og ætlum að kaupa það sem upp á vantar smátt og smátt.
Tókuð þið eftir :minntist ekki á hund, ketti eða hænur í þessum pistli hahaha !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
hvað skal það heita ?
9.1.2011 | 21:36
Árið dagurinn tíminn ?
Nei held nú ekki.
Skaupið var þokkalegt - sérstaklega þótti mér ágætur "boðskapurinn" innrætingin eða hvað skal kalla það, að horfa bjartsýnn fram á veg ! Þið orðið þetta kannski skár í kommentunum.
En í gær var ég á heimleið, hafði verið að enda við að þvo saltið af bílnum mínum. Búandi hér við sjóinn þá er það segin saga að sjórokið getur verið svakalegt .En það sem ég ek, og alls ekki í hægðum mínum á nýskveruðum bíl, þá hlusta ég á Rás eitt (UPPÁHALDSÚTVARPSRÁSINA) og í loftið berst þáttur um Gísla á Uppsölum. Ég hlustaði heim, hljóp svo inn og hlustaði áfram ...
endilega reynið að ná honum á vef Rúv eða í endurflutningi.
Ég er grútfúl yfir að sjá ekki HM í handbolta. Held bara að þetta sé í fyrsta sinn sem ég missi af handboltalandsliðinu á stórmóti. Þetta er alveg glatað!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)