Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
fólk spyr afhverju ?
24.10.2010 | 13:18
á að gera kristinni trú hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum. Svarið er einfalt. Við siðaskiptin var ákveðið að gera landið, Ísland, kristið. Kristin trú er m.ö.o. opinber trú íslendinga .. og það þarf þá að breyta því einhversstaðar áður.
Mér finnst þessi stefna ekki góð. Í raun er málið svo stórt að það ætti að leggja undir miklu stærra atkvæði en þetta mannréttindaráð...það ætti að kjósa um það.
Einn bloggari hefur uppi ljóta fyrirsögn og kallar alla kirkjunna menn ákveðnu nafni, ég endurtek það ekki hér. Samkvæmt tölfræði er ákveðið hlutfall karla níðingar, ákveðið hlutfall kvenna líka. Mig minnir að það sé talað um að það séu 10 af hverjum hundrað karla hópi. Í hverri starfstétt eru þá einfaldlega nokkir....
Á hitt ber að líta að þegar menn í háum embættum gerast berir að slíku þá svíður það einfaldlega sárar, þetta eru menn sem litið er upp til, eru á stalli.
Góðar stundir
Vegið að rótum trúarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
ekki svo utan við mig
22.10.2010 | 14:05
ég tók nefnilega eftir að skipið vantaði.
Þetta virtist vera gott skip - úr mikilli fjarlægð, svona fjarska fallegt :)
Hér er linkur á síðu með myndum af fleytunni - mikill skipaáhugamaður þar á ferð :)
Dreginn til Danmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og svo gengur það bara
19.10.2010 | 21:57
eins og ekkert þess á milli. Hef að vísu verið svolítið föst heima, var með hita sem ég losnaði ekki við. Var farin að éta einum of mikið hitalækkandi fyrir minn smekk hehe miklu betra að éta bara mat. En þetta er að rjátlast af. Í dag ætluðum við gamli að skjótast í nokkur erindi, kaupa tunnu undir hænsnamatinn svo við værum ekki að fóðra mýsnar í vetur. Fengum 2 stórar í Ámunni á Háteigsvegi. Vinnufélagi minn stakk upp á að ég væri að fara að brugga og þá vissi ég hvar ég fengi líklega eitthvað nógu stórt ílát. En eitthvað fór illa um kallinn í bílnum og við enduðum með að renna með hann í Brimborg, þeir tóku hann strax og fundu bilunina fljótt. Þetta er rafmagnssæti og mótorinn datt einfaldlega á gólfið hahaha...en svona er þetta. Festur upp aftur og málið var leyst. En dagurinn fór í þetta. Eitthvað búðaráp með og snöfl. Núna er kallinn að setja vetrardekkin á felgurnar og það verður klárt í skúrnum.
Brrr það var kalt í dag.
Það á að loka Orkunni í Skógarhlíð, áður Skell. Okkur líst nú ekki vel á það enda er það hálf tilgangslaust. Húsið er friðað og ekkert hægt að nota það í !! Hvert fara þá eiginlega mínir menn, Guðmundur og Loftur ? Nágrennið rauk af stað með undirskriftasöfnun en ég held að það skili engu. Samt spes..ný búið að stytta opnunartímann í Garðabæ og líka svona - með engum fyrirvara og svo þetta núna ! Svo þykist maður hafa fullan skilning á að fyrirtækið sé að spara en verður pirraður þegar sparað er í manns eigin nærumhverfi.
Mér tókst að eiga afmæli um daginn. Það er eina sem mér tekst að gera nokkuð skammlaust - enda þarf ég ekkert að gera, þetta gerist bara. Við fórum út að borða með pabba, völdum Humarskipið og það var dásemdin ein...mæli með því !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
endalaus slagur við versta óvin minn
9.10.2010 | 21:59
og mér virðist ekki ætla að takast að hafa betur nema örskotsstund í senn. Ég reyni samt og reyni, berst og basla áfram við þetta. Markmiðið er ekki að verða eins og áður heldur að vera meira en minna í starfhæfu rólegu ástandi. Enn er þetta mest biðsalur - þar til ég verð leyst frá þessu aftur. Það gerist bara á einn hátt.
Bíll merktur einhverju - lykt, lag eða ljóð - sálmur eða orð...allt hnippir þegar í mig.
Dögunum fækkar þó, það er óhjákvæmilegt.
Hafið það gott, ég held áfram að brasa í þessu og reyni að fara áfram en ekki sífellt afturábak eins og lengi undanfarið .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
þetta lítur svipað út og miðbærinn
4.10.2010 | 17:55
áður en hreingerningarliðið kemur á morgnanna um helgar. Mér finnst vera þung undiralda í þjóðfélaginu og ég yrði ekki alveg hissa þó margir mættu á Austurvöll í kvöld. Stemmningin er einfaldlega þannig enda er úrræðaleysi í gangi, gagnvart heimilunum í landinu.
Öll egg kláruðust í 10-11 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mann setur ögn hljóðan
1.10.2010 | 21:26
og ég horfði steinþegjandi á meðfylgjandi myndskeið. Fólk er bálreitt og nú þurfa að finnast færar leiðir. Mér sárnaði svolítið þegar kirkjan gamla varð fyrir skakkaföllum en hún er orðin jafngóð nú.
Margir voru mjög reiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)