Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Í dag ætla ég ekki að vera
10.10.2009 | 12:17
hér fyrir sunnan.
Ég ætla að vera fyrir vestan, í huganum hjá kærri vinkonu minni Ásthildi Cesil. Hennar spor í dag eru þau sömu og ég tók 4 september 2007. Í dag jarðar hún Júlla sinn. Júlla sem alveg eins ég átti og margar aðrar mæður. Júlla sem lífið brást.
Magnþrota baráttu fyrir velferð hans er lokið, baráttu sem er vörðuð erfiðleikum og endalausum hindrunum. Kerfið bregst aftur og aftur og aftur og aftur. Fólk vísar hvert á annað og fer svo heim að sofa í sínu kósí lítla lífi. Mamma fíkilsins stendur enn úti, úrræðalaus.
Sum úrræðin svo fáránleg að það tekur engu tali. Ein mamman komst að því að á meðan hennar fíkill var sviptur sjálfræði þá bar hún ábyrgð á honum að lögum þannig að henni bar að borga það sem hann skemmdi á meðan. Æði!.
Maður hringdi á geðdeild vegna þunglyndis, honum fannst hann verri en oft áður og lyfin ekki að hrífa. Þú kemst að eftir 2-3 vikur var sagt. Maðurinn þakkaði kurteislega fyrir og gekk út og skaut sig.
Afhverju er ekki hugsað eins um hjartasjúklinga og þá sem eru veikir á geði ? Nú vilja einhverjir súpa hveljur og benda á að hjartasjúkdómar séu dauðans alvara....
Hver myndi segja við hjartasjúkling : æj góði reyndu að hrista þetta af þér ! farðu og leggðu þig eða farðu í bíó eða eitthvað !!
Geðsjúkdómar og fíknisjúkdómar eru dauðans alvara!!.
Við þurfum að gæta að öllum okkar, öllum Júllunum okkar. Þeir skipta allir máli, við elskum þá alla.
Þegar við vorum í góðæri og óðum upp í klof í peningum þá höfðum við hvorki fé né áhuga á að sinna fíklunum okkar, ég er að meina samfélagið. Nú er kreppa, hallæri....ég er ekki vongóð.
Elsku Júlli minn, hvíldu í Guðsfriði. Nú ert þú kominn í skjól eins og hann Himmi minn. Látið gott af ykkur leiða þar sem þið eruð og látið ást mæðra ykkar lýsa ykkur veginn áfram þarna eins og var reynt hérna megin.
Hjartans vina mín, Ásthildur, hugur minn er hjá þér og öllu þínu fólki í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
En hvað þá með veginn ?
6.10.2009 | 11:19
sem átti að troða þarna í gegn, nýja Álftanesveginn ? Það var búið að samþykkja hann og hann var líka kominn með framkvæmdaleyfi eða hvað það nú heitir.
Það átti að vaða með hann í gegnum hraunið þarna og það eru nógar aðrar leiðir til að laga Álftanesveginn.
Væri ég bjartsýn þá héldi ég að hrauninu hefði verið bjargað, ég er ekki sérlega bjartsýn.
Best að leggjast í grams á þessu...ég vil ekki sjá Álftanesveg þarna í gegn sko
Gálgahraun og Skerjafjörður formlega friðlýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Já
5.10.2009 | 17:11
en þeim virðist þó fækka.
Athyglisgáfa mín er hins vegar ekki til fyrirmyndar. Við fórum í blómaverslun áðan, vantaði potta og pottahlífar og moldarpoka. Fundum þetta til og fórum í röð á kassa. Á undan okkur voru strákar, með 2 stóra (42 ltr) poka af mold og eitthvað (sem ég man alls ekki hvað heitir) jú..vikurkúlur eða svoleiðis í dren. Annar borgaði með aurum fyrir varninginn meðan hinn horfði flóttalega í kringum sig. Þeir fóru svo út í bíl með dekktum rúðum.
En ég fattaði ekki fyrr en Steinar fór að flissa á leiðinni í bílinni.
Þannig að því miður fyrir mig og lögregluna í Reykjavík, ég er ónýtt vitni !
Lögðu hald á 125 plöntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Yndisleg fyrirsögn-svo greinileg
4.10.2009 | 17:24
en ég ætlaði að gera að stuttu umtalsefni gatnamótin sem þarna var um að ræða. Þetta var hörð aftanákeyrsla við innkeyrsluna í Túnin og að nýrri stórverslun Hagkaupa í Garðabæ. Þarna eru líka gatnamót Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar. Þarna hafa orðið margar aftanákeyrslur og eiga eftir að verða margar enn. Algerlega óásættanlegt að ekki skuli koma aðrein að þessari útkeyrslu á Hafnarfjarðarvegi.
Jú jú öll eigum við að fylgjast með en ef allir væru alltaf fullkomnir í umferðinni þá yrðu aldrei árekstrar.
Önnur slaufa sem truflar mikið ökumenn er af Bústaðabrú til vinstri í átt að Kópavogi. Þarna stöðva ökumenn efst í þessum ramp, snúa sig nánast úr hálslið til að fylgjast með umferð af Bústaðavegi og niður sama rampinn í stað þess að aka aðeins greiðar inná, nota speglana og skjótast inn í röðina þegar færi gefst.
Tveggja bíla árekstur í Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kindagötur hugans
3.10.2009 | 17:50
ég hef verið að spá í það undanfarið að maður er hreinlega allur einn vani. Í lífinu tekur maður ákveðnar leiðir og heldur sig gjarnan við þær. Vill sitja á sama stað heima og gera hlutina í ákveðinni röð.
Þetta er alveg þekkt hegðun til dæmis hjá sauðfé, það sést á kindagötunum um öll fjöll og dali
Ég hef alltaf verið frekar kindarleg sko !
Alveg eins er þetta, a.m.k. , hjá mér þegar kemur að netinu. Ég fer ákveðinn rúnt og skoða ákveðnar síður- það þarf að vera eitthvað alveg sérstakt til að ég bæti við netsíðu eða miðli.
Morgunblaðið barst mér áðan, sunnudagsmogginn
Það er leiðaranum meðal annars beint gegn bloggurum og ekki get ég sagt að það komi beinlínis á óvart. Ég ætla samt að halda ótrauð áfram að blogga þó að leiðarahöfundur haldi því fram að einungis sé um fáa M E N N að ræða sem geti haldið almennilega á penna.
Mogganum til fróðleiks get ég bent á að t.d. ég nota aldrei penna til að blogga með á vefsvæðinu. Ég veit hins vegar ekki hvað þessir gáfuðu andans menn gera...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Óhugnanlegt
3.10.2009 | 12:28
og til að hafa það á hreinu þá átti Hjörleifur Kvaran ekki jeppann sem hellt var yfir. Bílaleigan Aka átti hann.
Heiftin er svo mikil að fólk er farið í þann gír að skaða fólk og skemma bara eitthvað út í loftið.
Ég kann ekki við þetta- mér finnst þetta ömurlegt !
Sýra notuð í fleiri árásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Út úr doðanum
2.10.2009 | 14:56
kom svo loksins ákvörðun. Ég ætla ekki að sverja að hún hafi verið meðvituð en hún kom, eins og ljósgeisli á undan hverju spori.
Ég ætlaði að lifa lífinu fallega, í minningu hans.
Ég ætlaði að nýta mér hið lærða æðruleysi og umburðarlyndið sem kom með í pakkanum og hefur vaxið við hverja raun.
Stundum gekk þetta svakalega vel en aðra daga var ljóstýran svo veik að ég varla sá hana...en áttaði mig oftast og leitaði eftir litla leiðarhnoðinu mínu.
Rosalega er annars erfitt að vera ....eins góður og maður getur verið!
Stundum vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera en þá reyndi ég að gera mér í hugarlund að hann sæti hérna, við hlið mér, og hann hefði skoðun á málinu sem ég þyrfti þá að túlka einhvernveginn. Þannig slompuðumst við áfram, dag í senn.
Nú eru liðin meira en tvö ár.
Hér er ég, enn. Oft viljað vera í sömu vídd og hann en það er þó sjaldnar en í upphafi þegar ég kvaddi hvern dag með eina ósk á vörunum, ósk um dauða. Nú þakka ég dagana og tek móti þeim næsta með gleði í hjarta.
Stjórnmálaástand nær ekki almennilega inn fyrir skelina, það eru í raun ofsalega fáir efnislegir hlutir sem ná inn.
Ég hef nýlega komist í samband við systkini mín sem ég vissi um þegar ég var orðin fullorðin. Jenný föðursystir alveg ómetanleg hjálp í að upplýsa um þau á sínum tíma - og svo bókin Hreyfilsmannatal. Mér finnst þetta æðislegt. Og þetta er einmitt dæmi um hvar hjartað í mér slær, það slær í átt að fólki. Ekki neinum dauðum hlutum né ástandi mála sem ég sé ekki að neinn leysi í bráð.
Ég mæli með síðunni hennar Íu þessa dagana, skrif hennar auka manni skilning. Hún fjallar um erfiða æfi sonar síns, Júlla, sem fallinn er frá.
Afsakið, linkurinn var ekki réttur- held að hann virki núna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég þekki konu
1.10.2009 | 13:04
sem kölluð er Eyja.
Ætti ég að hringja í hana ?
ég man annars ekki eftir umferðareyju í Stóragerðinu...hm...
Ók undir áhrifum og yfir eyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég er ekki með í því
1.10.2009 | 12:04
en áskil mér rétt til þátttöku síðar.
Það gekk mikið á í pólitíkinni í gær. Ég sat gapandi og fylgdist með. Svo kom Kristján Júlíusson og mér leið eins og fluga hefði flogið upp í mig. Það sem karlinum tókst að fæla mig frá því nokkru sinni að veita honum nokkurt brautargengi !! Og ég sem kaus sjallana margoft...ó nei aldrei meir sko.
Ég sit heima og bíð eftir amerískum hjónum sem vilja skoða lopapeysur. Ég á ekki mikinn lager en ég á nokkrar og vonandi fækkar þeim um eina eða tvær.
Greiðsluverkfall hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)