Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fór í uppréttingu í dag
13.2.2008 | 17:52
Fór nefnilega að láta laga hárið og ég er ekki frá því að það hafi rést helling úr mér í leiðinni. Steinar sótti mig og var að hugsa um að keyra framhjá konunni á planinu. Svo glotti hann og stoppaði ; hvar eru krullurnar ?
Æj ég skildi þær eftir þarna sagði ég. Hvenær koma þær aftur ? spurði hann. Á morgun þegar ég er búin að sofa svaraði ég. Þá kom gullkorn dagsins ; það er ekki víst, þú fórst á nýja stofu og þær gætu verið lengur að rata heim !
Hann tók mynd af herlegheitunum.
og framhliðin fyrir Ásdísi
Hvað er konan með í
kvöldmat ?
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Undarlegt
13.2.2008 | 09:56
ég er hérna en ég er gersamlega klumsa.
Mér finnst ég vera á gangi í æfintýraskógi, tunglsljósið glitrar á stíginn, greinar trjánna reyna að krækja í mig. Ég verst auðvitað fimlega.
Var ég búin að minnast á að ég er klumsa ?
Lappi fékk útbrot í gær.
Steinar sótti mig í vinnuna og þegar við komum heim þá var Lappi í forstofunni. Steinar hafði ekki náð að smella aftur búrinu hans. Lappi afar hróðugur. Við erum að spá í að hafa hann bara lausan heima. Hann gerir aldrei neitt af sér, annað en sumir aðrir (hóst Keli)
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mikill fréttadagur að líða
11.2.2008 | 19:17
Það var beðið eftir afsögn Villa en hún kom ekki.
112 dagurinn er í dag og það var rætt við BB, hann var í góðum gír og var skapi næst að stofna 112 línu fyrir pólitíkusa.
Hérna er ég þannig í sveit sett að ég heyri í þyrlum LHG. Það er greinilega fast orðið í hausnum á mér að heyri ég þyrlu fara þá setur að mér ugg. Það kom á daginn áðan. Nýkomin úr vinnunni og ég heyrði í þyrlunni. Ef eitthvað þá er ég heldur minni í mér gagnvart hörmungum og slysum. Kjarkurinn ekkert merkilegur.
Hvaða hús mynduð þið tilnefna sem ljótasta hús Reykjavíkurborgar ?
Mín tilnefning er hús Orkuveitunnar á Bæjarhálsi.
Ég er ekki viss um hvað ég ætti að segja ykkur meira...hálf hugmyndalaus enda mikið að gera þessa vikuna. Við ætlum að halda árshátíð næstu helgi og við erum að smala saman vinningum fyrir happdrætti og leggja lokahönd á þennan undirbúning. Ég fékk gjafabréf í klippingu og litun í jólagjöf frá vinnunni minni og það ætla ég að nota í vikunni. Maður má víst ekkert vera með margra sentimetra rót. Ég ætlaði að láta litinn vaxa úr og vera bara þreytt og gráhærð en núna frestast það og svo verð ég kannski komin á allt aðra skoðun næst þegar kemur að því að hressa upp á litinn. Björn minn sagði ekki skipta máli hvort ég væri gráhærð eða ekki, ég væri bara mamman hans og svo fékk ég knús, bangsaknús.
Steinar búinn að vera á spani í dag að redda varastykkjum í bilaða bílinn sinn, hann var að reyna að finna ódýrara stykki en hjá umboðunum en það held ég að hafi ekki gengið. Það fara margir peningar í svoleiðis.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
undarleg frétt
11.2.2008 | 11:29
Útkall vegna bruna í ofni á útfararstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ljósið litla
10.2.2008 | 02:27
Fékk þessa senda í dag með kveðju frá litlum sætum ömmusnúð. Hann er ótrúlega mannalegur. Hann á líka flottasta verndarengilinn, Hilmar Má.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Dagurinn í dag
10.2.2008 | 00:11
er akkurat búinn. Hann fór í bráðómerkilega hluti. Steinar lagði sig um hádegið svo hann gæti ekið eins og berserkur í alla nótt. Ég vakti hann um 3 leytið og þá var ég búin að baka lummur (takk Fjóla,snilldaruppskrift). Hann horfði á mig ringlaður ...ég benti honum kurteislega á að í dag hefði ég ætlað að sannfæra hann um að hann ætti bestu konu í heimi. Hann glaðvaknaði..
Annars hef ég lítið gert, bara þetta venjulega...hugsað um Himma minn og spjallað við hann í huganum. Það er notalegt. Svo púslaði ég helling. Er með stórt púsl núna sem ég var að púsla þegar Keli kom á heimilið , þá hvolpur. Fann eitt nagað púsl og flissaði heilmikið yfir því, prófaði að sýna Kela það og hann kannaðist ekkert við málið. Hann óþægðaðist í dag og stökk enn og aftur yfir girðinguna, hljóp svo eins og elgur um hverfið en kom strax þegar Steinar hringlaði í keðjunni hans og kallaði ; Bílinn !. En skringilegt fannst honum að vera settur inn í forstofu en ekki í bílinn, fattaði ekki þennan brandara. Þeir voru nýkomnir úr gönguferð. Birtust hérna eins og tveir ísbirnir og snjómaðurinn ógurlegi, það gerði heilmikið él á þá meðan þeir reyndu að skrönglast heim aftur. Nú fer Keli bara út í keðju þar til við verðum búin að breyta girðingunni fyrir neðan. Hann er svoddan auli að hann passar sig ekkert á bílum og ég held að nágrannarnir vilji ekkert endilega keyra yfir hans hátign.
Ég horfði á spaugstofuna og þó það ætti að skjóta mig þá man ég ekki eitt atriði úr henni. Horfði líka á laugardagslögin og er alltaf að verða hrifnari af Erpi, þessi strákur er snillingur. Gísli borgnesingur er líka þrælskemmtilegur þáttastjórnandi. Ragnhildur Steinunn leit út fyrir að hafa farið óvart á þjóðminjasafnið eftir fatnaði en það gerir ekkert til, hún ber hvað sem er eins falleg og hún er. Lögin ? Njah..nenni ekki að skrifa um þau neitt.
Jæja ég hafði svosem ekkert að segja en ég ætlaði að bjóða góða nótt og takk fyrir fallegar kveðjur í dag.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hræddur hundur
8.2.2008 | 22:43
Steinar er heima. Hann átti að fara ferð í kvöld sem blásin var af vegna veðurs, sem betur fer. Mér er illa við svona rok og er fegin að hafa hann. Nú brá samt svo við að Keli heimtar að hann sé í fanginu á Steinari. Það tók okkur nokkra stund að fatta afhverju hann er svona hræddur. Hann heyrir í þrumunum blessaður og heldur að þetta séu flugeldar.
Akkurat núna bilast veðrið og við Keli ætlum að skjálfa saman úr hræðslu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja
8.2.2008 | 20:05
orkuskotið entist fram að hádegi en þá gengdi ég Kela og lagði mig hjá honum. Það er svo gott að kúra með hann ,mjúkan og hlýjan mmmmm...besti hvuttinn.
Nú er náttlega kolvitlaust veður en það vissuð þið áreiðanlega. Mikið vatnsveður og hávaðarok. Ég sat áðan lengi og hugsaði um hvað ég gæti ímyndað mér góða hlið á þessum vondu veðrum í vetur. Það kom eftir umhugsun. Þegar við keyptum húsið þá vissum við um gluggaleka. Í öllum þessum gusugangi þá vitum við nákvæmlega um stöðu gluggamála hérna og framkvæmdir eru fyrirhugaðar í sumar.
Ég er alltaf að hugsa um Himma, auðvitað. En mamma hefur leitað mikið á hugann líka. Það eru rúm 5 ár síðan krabbinn tók hana. Ég hefði sko þegið að hafa hana hérna lengur og jafnvel ennþá, en í mér togast hitt. Ég hefði ekki viljað láta hana þurfa að upplifa lát Hilmars. Æj maður er endalaus flækja öðruhvoru.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ætt á fætur
8.2.2008 | 10:37
og allt of snemma. Hvað ég er eiginlega að vilja uppá dekk, það skil ég ekki.
Hérna er komið hið morralegasta slagveður, Keli alltaf að kíkja útum stofugluggann milli þess sem hann kvartar í mér. Hann nennir ekki svona snemma á lappir og er alltaf að spyrja mig um að koma upp í aftur. Ég bara nenni því ekki. Ég er svo ánægð með þessa smáorku sem ég hef fengið. Það mætti halda að eldingin í gær hafi lent í mér bara.
Steinar hélt náttlega að ég væri orðin galin, elding hvað ? Hann horfði á mig vorkunnaraugum frá púsluborðinu. Það entist ekki lengi. Skruggan kom stuttu seinna.
Annars varð uppi fótur og fit í morgun á heimilinu. Gestur Einar var að spila eitthvað lag og sagðist spila það fyrir konur. ,,Ha?" sagði Steinar ,,er konudagur ?" Ég hef bara ekki hugmynd segi ég. Hann setti upp gleraugun og skoðaði dagatalið. Iss nei, það er ekki fyrr en tuttugasta og eitthvað....Léttirinn sást langar leiðir. Hann fór nefnilega að gera sig breiðan (andlega breiðan) fyrir nokkru og þóttist alltaf gefa mér blóm á konudaginn. Ég horfði frekar ráðvillt á hann og benti kurteislega á að það hefði hann ekki gert nema fyrstu 2-3 árin. Einhverra hluta vegna skiptist um umræðuefni Nú held ég að sé plott í gangi. Hann lætur mig venjulega ekki hafa endanlega vinninginn í svona málum, hehe...Stay tuned.
Talandi um útvarpið, þessi þáttur sem kemur á eftir morgunútvarpinu er að gera útaf við mig. Hann er grútleiðinlegur. En það er líklega vegna þess að mér finnst svo gaman að morgunútvarpi rásar 2. Mér er annars engin vorkunn fyrst ég nenni ekki að standa upp og slökkva.
Ég ásamt rest af þjóð horfði á Kastljós í gær, ég horfði á Svandísi taka alveg u-beygju í REI málinu. Núna eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir og allir vinna saman í að þvo óhreinindin hver af öðrum. En vegna þess að íslendingar eru með gullfiskaminni þá mun þetta ekki hafa baun að segja í kosningum næst. Þar kemur hins vegar nýtt tæki að notum. Ég skora á kláran bloggara að hafa dagbók sem hliðarsíðu með svona fíaskói, bæði í borg og ríki og birta svo dæmið fyrir kosningar. Fjármáli hljómaði eins og Bjartur í Sumarhúsum í gær, hann réði sko hvort kennaralúsirnar fengju kauphækkun en ekki menntamálaráðherrann( ráðfrúin) . Dýralæknirinn á Arnarhváli er ansi mikill vargur, hann er eins og hann sé fastur í bakkgír. Er þetta fólk ekki saman í flokki ? Er framsóknarheilkennið smitandi ?
Jæja ég er farin að finna mér eitthvað að gera, nýta þessa orku sem ég eignaðist. Nú var hirt úr mér blóð í gær (það var ekkert mál, mér er sama um nálar) en mér datt í hug í morgun bartskerar og þessar lirfur (man ekki nafnið á þessu í bili) sem notaðar voru til að hressa fólk við í gamla daga....ég veit vel að í dag eru þetta kellingabækur, en mér datt þetta samt í hug.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Næstum hlaupin út í glugga
7.2.2008 | 23:46
áðan, hélt að nú væri sko Séð og Heyrt komið til að taka mynd af mér í tilefni þess að áraraðir eru síðan ég birtist á forsíðu dagblaðs.
Nei nei þá var það bara elding.......hnuss.....
og spæld fer ég að sofa...
gúd næt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)