skipta tímanum
5.12.2009 | 21:58
í lífi manns er ekkert auðvelt. Vinnan er mikill truflanavaldur -eins og hér í blogginu. Ég hef bara ekkert getað bloggað vegna vinnunnar ! Bæði dettur mér ekkert í hug í vinnunni -sko annarri vinnunni og í hinni vinnunni hef ég ekki netsamband plús það að ég er þrælbundin þagnarskyldu og má segja frá fæstu sem fyrir augun ber.
En nú er ég hér, enn og aftur lasin eins og hver annar aumingi- eða var það annar hver aumingi?
Veit það ekki og er eiginlega alveg sama.
Ég hef ekki farið í garðinn til hans Himma míns lengi en ákvað að þjóta um daginn - örstutt- var auðvitað á leið í vinnuna, hvað annað? Aðal ástæðan var að ég vildi sjá ljósið hjá honum, krossinn sem ljósafyrirtækið setur upp fyrir jólin. Það er einn örfárra reikninga sem stokkið er á hér á heimilinu og borgaður um leið og hann dettur á forstofugólfið. Ég var verulega ánægð með ljósið, nú er kominn steinninn hjá honum og þá skipti smá smekkvísi máli og það tókst þeim að gera. Ljósið passar vel við steininn og englana hans.
Ég hef verið lasin undanfarið en ekki með svínaflensuna held ég. Fékk loks greiningu á þetta og var sett á meðul. Nú er að sjá hvernig þetta fer svo í framhaldinu. Mér leiðist hinsvegar þetta ástand alveg hroðalega- ég er ekki nema hálf í hverju verki og það er ekki skemmtilegt !
Strákskottið mitt er að standa sig gríðarlega vel og ég er svo sátt við hann og það sem hann er að gera. Þegar menn virka eins og hann þá sér maður að kerfið virkar fyrir suma. Það gleður áreiðanlega þá sem vinna í kerfinu. Allt undir rós hehehe..
Afsakið bloggleysið...lofa ekki bót og betrun, það kemur í ljós.
Við erum að fara í endurbætur á eldhúsinu - búin að kaupa skápa á hluta og komin með verð á restina. Bara þessi hluti leggur sig á nærri 550 þúsund en það er með ofninum sem við vorum búin að kaupa. Það er ekkert smá sem svona hlutir hafa hækkað !
Farin að borða ís.
Heyri í ykkur
Athugasemdir
Namm ís!
Til hamingju með pattaling. Það er gott að heyra að hann stendur sig!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2009 kl. 22:10
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.12.2009 kl. 01:02
gott að heyra að allt gangi vel hjá "strákskottinu"
sendi þér batakveðjur yfir hliðið og gangi ykkur vel í eldhústilstandi. ég stend sjálf í þessu - er með allt eldhúsið inni í stofu.
Sigrún Óskars, 6.12.2009 kl. 12:24
Það er svo jóló hjá okkar strákum.Ég var þar í dag.Það eru 4 jólin mín án Hauks míns og það svíður ferlegaí hjartað og það geta ekki keypt og gefið honum jólagjöf.Við verðum svo skrítin í sorginni.Faðm til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 18:57
Gleðst með þér yfir stráksskottinu. Garðurinn er algjört æði þessa dagana, erum þarna flest kvöld með vasaljós því litlir fjölskylumeðlimir eru að leita af draugum, vofum, öndum eða englum en finna bara falleg kerti, ljós og hlýju.
Inga María, 6.12.2009 kl. 22:58
Frábært að heyra að strákskottinu gengur vel og að hann sé sáttur.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 09:56
Gott að heyra að drengurinn er að standa sig vel Ragnhildur mín. Og það er örugglega góð tilfinning að endurbæta eldhúsið. Vonandi höldum við húsinu mínu og getum endurbætt það einhverntímann á næsta ári. Núna er allt úrelt og þarfnast viðgerða.
Knús á þig inn í daginn elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 14:14
Rétt að kæla sig niður í hita leiksins.
Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2009 kl. 15:45
Gott að heyra að drengnum gengur vel, ég mundi alltí einu eftir kertasíðunni hans Himma þíns í dag. Svo nú er ég líka búin að kveikja á kerti.
Góðan bata Ragga mín.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 22:33
Knús í hús og ljúft faðmlag fylgir með handa þér
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2009 kl. 19:29
Valdís Skúladóttir, 9.12.2009 kl. 20:13
Sæl Ragga mín
Mikið er leiðinlegt að heyra með heilsuna þína, svipað hérna megin.
Frábært að það gengur vel með strákinn þinn.
Megi almáttugur Guð lækna þig og blessa verk handa þinna.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2009 kl. 23:05
Raggz, við lifum flenzuna af, fólk einz & okkur fær öngvin ómerkileg umgángzpezd lagt niður til lengdar...
Steingrímur Helgason, 9.12.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.