16 nóvember 1985 - 16 nóvember 2009
15.11.2009 | 15:19
Á morgun ætti ég að baka pönnsur
Hann á afmælisdag á morgun hann Himmi.
Ég sat áðan í heimabankanum og stillti greiðslu til morgun. Textinn blasti við mér ; greiðslan verður framkvæmd 16 nóvember og hjartað tók aukaslag.
Þessi dagur er og verður erfiður.
Við vinnum að því núna að finna tíma, fjölskyldurnar, til að hittast bráðum af þessu tilefni.
Hilmar Már Gíslason hefði orðið 24 ára á morgun. Guð geymi hann og blessi og styðji okkur sem erum hérna megin.
°°°°°°°°°°°°°°°°°
Um daginn var ég að spá í framhaldslíf. Ég held að við lifum áfram í þeim sem þekktu okkur, vinum og ættingjum. Smá saman fjörum við út og gleymumst, verðum ekki annað en lína í ættartali einhvers grúskara. Rykfallin lína. Þrátt fyrir þetta óttast ég ekki dauðann, ég kemst örugglega að þessu þá....en eitt veit ég þó, ég losna við söknuðinn úr brjóstinu
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Þið megið setja ljós á kertasíðuna hans í tilefni dagsins á morgun
Athugasemdir
Ef þú ferð úr þessu jarðlífi með söknuðinn, munt þú fæðast í næsta lífi með hann með þér, þessu hef ég trú á.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2009 kl. 16:52
Ég hef ekki trú á neinu næsta lífi þannig að það truflar mig ekki.
Ragnheiður , 15.11.2009 kl. 17:28
Málið er að ég er sannfærð um að við lifum áfram. Fyrst bara svona sem við sjálf, en svo þroskumst við í burtu. Ég er líka sannfærð um að ástvinir okkar taki á móti okkur þegar við förum sjálf. Fyrir þessu hef ég nokkra sönnun. En það er ekki hægt að yfirfæra hana yfir á aðra.
Elsku Ragga mín, en hve ég skil þig. Ég er strax farin að plana 8. júlí afmælisdag sonar míns. Þá verður haldinn sýning á verkunum hans. Það er alveg ákveðið. Þangað til mun ég bara þrauka eins og þú hefur gert með svo miklum glæsibrag. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2009 kl. 18:47
Það hafa allir sína trú Ragga mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2009 kl. 19:26
Ég er sammála þér hvað framhaldslífið varðar, við lifum í þeim sem muna okkur og dofnum síðan eftir því sem þeim fækkar.
Helga Magnúsdóttir, 15.11.2009 kl. 21:00
16.nóivember er góður dagur, var góður dagur því þann dag fæddist hann sonur þinn. Haltu í þá hugsun og þetta verður dagurinn hans. Kveiki á kerti!
kv.
Inga María, 15.11.2009 kl. 23:00
Elsku vina strákarnir okkar eru hjá Guði.Sælir og glaðir með nýja lífið sitt.Þar sem engin vonska er.Við hittum þá þegar okkar tími kemur.Sorgin verður í brjósti okkar alla tíð,en það þýðir ekki að við getum ekki átt gott líf.Afmælisdagarnir eru erfiðir þegar ekkert afmælisbarn er lengur.Ég hringi á morgun ,faðmlag til þín gullið mitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 23:30
Þrátt fyrir allt þá er þetta góður dagur því í dag fyrir 24 árum fæddist Himmi. Verð með þér í huganum í dag mín kæra.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 07:46
Sammála þér ,góður dagur því þetta er dagurinn hans Himma
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 11:18
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:18
Valdís Skúladóttir, 16.11.2009 kl. 21:22
Dúllzan mín...
Steingrímur Helgason, 17.11.2009 kl. 00:26
Anna Margrét Bragadóttir, 17.11.2009 kl. 00:50
Knús knús og ljúfar kveðjur.......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2009 kl. 15:07
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Guð blessi þig Ragga mín og gefi þér styrk og kraft.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2009 kl. 16:04
Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2009 kl. 17:30
Takk elskurnar
Ragnheiður , 18.11.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.