Umhugsun

Þegar maður er staddur í einhverjum aðstæðum þá gerir maður ráð fyrir að hlutirnir gangi svona eða hinsegin fyrir sig. Maður hefur eitthvað plan, einhvern grun um framhaldið.

Þegar ég missti Himma þá stappaði Birna Dís í mig stálinu og lofaði mér að þetta myndi lagast . Já já skrifaði ég henni til baka en trúði henni alls ekki- ég get viðurkennt það núna.

Núna eru liðin rúm 2 ár síðan Hilmar Már Gíslason var borinn til grafar.

Ég hef lesið pistlana hennar Ásthildar og ég sé núna hvað Birna átti við. Ég er komin óravegu frá þessum hræðilega vondu sporum sem ég var í ....alveg óralangt.

Margt verður aldrei eins.

Fólk má ekki skilja þetta sem svo að ég hafi gleymt Himma, alls ekki. Hann er með mér hvert sem ég fer, ég ímynda mér hann á öxlinni..hann er í hjartanu mínu. Ég mun elska hann alla æfi. Ég mun sakna hans alla æfi.

En mér er samt að batna, hægt og hægt, feta ég mig fram í ljósið. Ég sé gleðina og ég vil vera með í henni.

Góða nótt...

á morgun ætla ég að vakna glöð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Á morgun ætla ég líka að vakna glöð....... af því að þú ert glöð. 

Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú hefur kennt mörgu fólki mikið.  Mér finnst að þú ættir að fá Fálkaorðuna.  Grínlaust !

Anna Einarsdóttir, 13.10.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ein hetja mín, allténd...

Steingrímur Helgason, 14.10.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:44

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir þinn kærleik og hlýju til okkar sem eru þér næstum ókunnug.

Ía Jóhannsdóttir, 14.10.2009 kl. 08:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ætli ég verði þá ekki líka að vera glöð... úr því að þið tvær þurfið að glíma við þessa kæti.

Annars vona ég grínlaust að Cesil kíki á þig og lesi þessi orð. Staðar sem hún er í núna og þú varst í þá, er hræðileg.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 09:34

6 identicon

Hræðilegur staður að vera á en svo byrjar þetta að lagast pínulítið,svona hænuungafet.Svo mætir maður (ég er þessi maður)einhverjum sem eru í sömu vondu sporunum ,og þá áttar maður sig á batanum sínum.Og góðu stundunum fjölgar ,en svo hægt en örugglega.Ég á enn sorgarstundir sárar og kem til með að sakna og syrgja míns stráks alla mína æfi .Það er orðið bærilegra sem betur fer.Ég MAN svo mikið vel er ég les blogg Ásthildar,og þekki sögu Júlísar,hún er aðeins öðruvísi en saga Hauks míns en samt sama sagan.Ragga er svo mikill stuðningur við mig ,ég get ekki lýst því með neinum orðum,það er svo sérstakt.Ég er bara nýlega laus við þunglyndið svarta sem var að murka úr mér lífið.Það kom þegar minn strákur dó.Takk elsku Ragga fyrir hjálpina sem skrif þín veittu mér og örugglega öðrum líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 10:41

7 identicon

Vona að þú hafir vaknað glöð í hjarta.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 10:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragga mín og Birna Dís.  Ragga mín ég upplifði sorgina með þér þegar þú misstir þinn son.  Það má því segja að með því að leyfa okkur að fylgjast með þér og þinni sorg, hafir þú að einhverju leyti varðað minn veg líka.  Auðvitað er aldrei hægt að undirbúa mann alveg undir svona áfall.  En það er samt sem áður svo huggunarríkt að vita af mæðrum sem hafa gengið í gegnum það sama og ég, eins og þú og Birna Dís. 

Það gefur mér líka góða von að sjá að þú ætlar að vakna glöð á morgun.  Einhvern morgun mun ég líka geta vaknað glöð og laus við þetta farg trega og sársauka.  Innilega takk báðar tvær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2009 kl. 11:02

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2009 kl. 11:45

10 Smámynd: Ragnheiður

Elskurnar- takk fyrir að vera eyrað og vinirnir sem ég hef svo oft þurft. Það er ómetanlegt.

Ragnheiður , 14.10.2009 kl. 11:59

11 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 14.10.2009 kl. 12:20

12 identicon

Takk fyrir bloggið þitt, það er svo gott að lesa það... styrkir okkur sem enn erum svo lánsöm að eiga "öðruvísi" börnin okkar í baráttu okkar... Farðu vel með þig, knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:33

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín, þú ert bara yndisleg og hef ég nú svo oft sagt það , en manni þykir nú samt gott að heyra það.
Birna Dís, Ásthildur og þú eigið þetta sameiginlegt núna, en maður veit aldrei hver er næstur.
Að hafa fengið að lesa þessi blogg er ómetanlegt og ég er svo glöð að þú ert glöð.

Stöndum svo vörð um þá sem eru að berjast, allavega þá sem við vitum um.
Kærleik til þín ljúfust

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.10.2009 kl. 12:52

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband