Vaknaði með Himma í morgun
12.10.2009 | 11:11
sem er frekar spes..hann er búinn að vera rúm 2 ár í gröfinni sinni. Ekki er hann eins og Jesú sem tolldi ekki í gröfinni..Himmi minn er kyrr þar.
Ég vaknaði með hann í huganum..fór fram og setti útvarpið á og þar var verið að spila lagið "hans" Leiðin okkar allra með Hjálmum.
Þetta hefur ekki gerst lengi.
Mér dettur í hug að aðstæður Cesil minnar valdi þessu. Hún er enn í alverstu sporunum og trúir áreiðanlega ekki frekar en ég gerði að þetta mun verða bærilegra en það tekur tíma.
Í dag fer Tumi aftur í sprautu. Hann og Rómeó sofa saman í sófanum, það er í fyrsta sinn. Það er hvasst hérna og dýrin eru þreytt, einhver lumbra í þeim og vilja sofa hringuð saman með breitt ofan á sig.
Athugasemdir
Njóttu dagsins ljúfa mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 12:02
Langt síðan ég hef heyrt þetta lag.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 12:04
Öll lög með Hjálmum, minna mig á Himma þinn.
Rödd söngvarans er svo sérstök.
Anna Einarsdóttir, 12.10.2009 kl. 17:38
Rödd söngvarans er svona letileg -eins og röddin hans Himma var
Ragnheiður , 12.10.2009 kl. 20:56
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2009 kl. 00:47
Ég fór með dýragarðinn minn í bólusetningar og ormahreinsun fyrir rúmri viku síðan. Svo var ein gelding gerð á fresskettinum, þremur dögum seinna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.