Í dag ætla ég ekki að vera
10.10.2009 | 12:17
hér fyrir sunnan.
Ég ætla að vera fyrir vestan, í huganum hjá kærri vinkonu minni Ásthildi Cesil. Hennar spor í dag eru þau sömu og ég tók 4 september 2007. Í dag jarðar hún Júlla sinn. Júlla sem alveg eins ég átti og margar aðrar mæður. Júlla sem lífið brást.
Magnþrota baráttu fyrir velferð hans er lokið, baráttu sem er vörðuð erfiðleikum og endalausum hindrunum. Kerfið bregst aftur og aftur og aftur og aftur. Fólk vísar hvert á annað og fer svo heim að sofa í sínu kósí lítla lífi. Mamma fíkilsins stendur enn úti, úrræðalaus.
Sum úrræðin svo fáránleg að það tekur engu tali. Ein mamman komst að því að á meðan hennar fíkill var sviptur sjálfræði þá bar hún ábyrgð á honum að lögum þannig að henni bar að borga það sem hann skemmdi á meðan. Æði!.
Maður hringdi á geðdeild vegna þunglyndis, honum fannst hann verri en oft áður og lyfin ekki að hrífa. Þú kemst að eftir 2-3 vikur var sagt. Maðurinn þakkaði kurteislega fyrir og gekk út og skaut sig.
Afhverju er ekki hugsað eins um hjartasjúklinga og þá sem eru veikir á geði ? Nú vilja einhverjir súpa hveljur og benda á að hjartasjúkdómar séu dauðans alvara....
Hver myndi segja við hjartasjúkling : æj góði reyndu að hrista þetta af þér ! farðu og leggðu þig eða farðu í bíó eða eitthvað !!
Geðsjúkdómar og fíknisjúkdómar eru dauðans alvara!!.
Við þurfum að gæta að öllum okkar, öllum Júllunum okkar. Þeir skipta allir máli, við elskum þá alla.
Þegar við vorum í góðæri og óðum upp í klof í peningum þá höfðum við hvorki fé né áhuga á að sinna fíklunum okkar, ég er að meina samfélagið. Nú er kreppa, hallæri....ég er ekki vongóð.
Elsku Júlli minn, hvíldu í Guðsfriði. Nú ert þú kominn í skjól eins og hann Himmi minn. Látið gott af ykkur leiða þar sem þið eruð og látið ást mæðra ykkar lýsa ykkur veginn áfram þarna eins og var reynt hérna megin.
Hjartans vina mín, Ásthildur, hugur minn er hjá þér og öllu þínu fólki í dag.
Athugasemdir
Orð skrifuð af innsæi þeirrar sem þekkir sporin.
Guð gefi að ráðamenn hlusti á mæður þessa samfélags.
Anna Einarsdóttir, 10.10.2009 kl. 12:24
Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur en þú gerir og er þér hjartanlega sammála.
Yndislega falleg skrif til vonkonu þinnar og votta ég henni mína dýpstu samúð
Móðir fanga á Litla Hrauni (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:18
Elsku Ragga mín, þú orðar þetta svo vel
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:45
Elsku Ragga mín í annað skiptið í dag græt ég, ég grét í morgun er ég fór inn á síðuna hennar Ásthildar minnar, en það er gott að gráta maður þarf að losna við spennuna, en sorgin fer ekki hún bara dvínar með tímanum.
Hjá okkur og Dóru minni er búið að vera kveikt á kertum í allan dag.
Ég segi eins og þú við verðum að gæta að öllum okkar Júllum hvort sem þeir eru kvenkyns eða karlkyns, en það verður erfitt að opna augu þeirra sem eiga að vinna í þessum málaflokk, þeir bara skilja þetta ekki.
Takk fyrir þessa grein
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2009 kl. 19:00
Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2009 kl. 21:49
Hér loga kertaljós handa elsku Júlla og fjölskyldu hans og ósk um að elsku fögru englar Guðs yfir þeim vaki,verndi og veiti góðan styrk og von um að elsku Júlli finni frið í hjarta sínu
Hugur minn er hjá þeim
Hjartaknús í hús og ljúfar kveðjur.Linda Linnet
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2009 kl. 23:09
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2009 kl. 23:49
Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2009 kl. 01:59
Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2009 kl. 07:42
Falleg skrif
Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2009 kl. 14:03
Vel skrifað
Anna Margrét Bragadóttir, 11.10.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.