En hvað þá með veginn ?
6.10.2009 | 11:19
sem átti að troða þarna í gegn, nýja Álftanesveginn ? Það var búið að samþykkja hann og hann var líka kominn með framkvæmdaleyfi eða hvað það nú heitir.
Það átti að vaða með hann í gegnum hraunið þarna og það eru nógar aðrar leiðir til að laga Álftanesveginn.
Væri ég bjartsýn þá héldi ég að hrauninu hefði verið bjargað, ég er ekki sérlega bjartsýn.
Best að leggjast í grams á þessu...ég vil ekki sjá Álftanesveg þarna í gegn sko
Gálgahraun og Skerjafjörður formlega friðlýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann verður friðaður líka og sú eina sem má keyra hann er Yoko Ono á leið sinni til friðarsúlunnar ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 11:41
Jæja, hvernig væri að lesa fréttina og skoða myndirnar sem fylgja, þar kemur greinilega fram að hin nýi Álftanesvegur er fyrir utan friðlýsing, því miður. Sjálfur hef ég gengið um þetta hraun og það er mikil skömm að leggja þarna veg.
Sagt er að hann sé gerður til að færa umferð frá væntanlegu byggingasvæði sem er við gamla veginn, en þar liggur nánast öll vinna niðri. Mjög ólíklegt er að hafist verði handa við byggingu á svæði suð-vestur af veginum í náinni framtíð. þá er spurningin hver er tilgangur vegarins.
Kjartan (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 12:13
Ég skoðaði myndirnar en ég treysti þessu bara ekki alveg eða var að vona að vegurinn yrði ekki lagður eins og til var ætlast.
Það fær fæst að vera í friði ..
Ragnheiður , 6.10.2009 kl. 13:45
góð spurning hjá Kjartani - hver er tilgangurinn með veginum
Sigrún Óskars, 6.10.2009 kl. 16:49
Ég hef aldrei skilið tilganginn með þessum vegi og ég vildi svo óska þess að hann yrði ekki lagður.
Ragnheiður , 6.10.2009 kl. 17:00
Hef svo sem ekkert kynnt mér þetta mál en er á því að það sé óþarfi að leggja veg beint í gegnum náttúruperlur.
Helga Magnúsdóttir, 6.10.2009 kl. 17:37
Góðan daginn mín kæra og láttu þér líða vel í dagþað er kallt núna en fallegt er veðrið ég er fín og er alltaf að dekra við sjálfan mig.....:O))
Knús á þig fallega kona með fallega hjartað og mundu að þú ert Einstök...
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.10.2009 kl. 11:40
Hrönn sagði það sem ég vildi segja svo það dugar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.