Út úr doðanum
2.10.2009 | 14:56
kom svo loksins ákvörðun. Ég ætla ekki að sverja að hún hafi verið meðvituð en hún kom, eins og ljósgeisli á undan hverju spori.
Ég ætlaði að lifa lífinu fallega, í minningu hans.
Ég ætlaði að nýta mér hið lærða æðruleysi og umburðarlyndið sem kom með í pakkanum og hefur vaxið við hverja raun.
Stundum gekk þetta svakalega vel en aðra daga var ljóstýran svo veik að ég varla sá hana...en áttaði mig oftast og leitaði eftir litla leiðarhnoðinu mínu.
Rosalega er annars erfitt að vera ....eins góður og maður getur verið!
Stundum vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera en þá reyndi ég að gera mér í hugarlund að hann sæti hérna, við hlið mér, og hann hefði skoðun á málinu sem ég þyrfti þá að túlka einhvernveginn. Þannig slompuðumst við áfram, dag í senn.
Nú eru liðin meira en tvö ár.
Hér er ég, enn. Oft viljað vera í sömu vídd og hann en það er þó sjaldnar en í upphafi þegar ég kvaddi hvern dag með eina ósk á vörunum, ósk um dauða. Nú þakka ég dagana og tek móti þeim næsta með gleði í hjarta.
Stjórnmálaástand nær ekki almennilega inn fyrir skelina, það eru í raun ofsalega fáir efnislegir hlutir sem ná inn.
Ég hef nýlega komist í samband við systkini mín sem ég vissi um þegar ég var orðin fullorðin. Jenný föðursystir alveg ómetanleg hjálp í að upplýsa um þau á sínum tíma - og svo bókin Hreyfilsmannatal. Mér finnst þetta æðislegt. Og þetta er einmitt dæmi um hvar hjartað í mér slær, það slær í átt að fólki. Ekki neinum dauðum hlutum né ástandi mála sem ég sé ekki að neinn leysi í bráð.
Ég mæli með síðunni hennar Íu þessa dagana, skrif hennar auka manni skilning. Hún fjallar um erfiða æfi sonar síns, Júlla, sem fallinn er frá.
Afsakið, linkurinn var ekki réttur- held að hann virki núna
Athugasemdir
Þetta er góð ákvörðun elsku Ragga mín, en ég skil hvað þetta hefur verið erfitt. Ég las pistilinn hennar Íu áðan, hann er góður og bréfið fallegt frá syni hennar. Kærleikskveðja á nesið litla og vona að veðrið sé ekki voða vont.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 15:01
p.s. ég er viss um að hann Himmi þinn er ánægður með þessa ákvörðun.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 15:01
Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 15:02
Hugljúf færsla, stjórnmálin eru hégómi einn í samanburði við lífið
Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 15:35
góð færsla hjá þér og góð ákvörðun
kveðja yfir
Sigrún Óskars, 2.10.2009 kl. 22:40
Fallegur texti frá móður, sem hefur misst mikið, en sér nú út úr sortanum. Þó ekki væri nema fyrir ástina og þessar fallegu minningar, sem þú átt um drengin þinn.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 17:16
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.