Ég er ekki með í því
1.10.2009 | 12:04
en áskil mér rétt til þátttöku síðar.
Það gekk mikið á í pólitíkinni í gær. Ég sat gapandi og fylgdist með. Svo kom Kristján Júlíusson og mér leið eins og fluga hefði flogið upp í mig. Það sem karlinum tókst að fæla mig frá því nokkru sinni að veita honum nokkurt brautargengi !! Og ég sem kaus sjallana margoft...ó nei aldrei meir sko.
Ég sit heima og bíð eftir amerískum hjónum sem vilja skoða lopapeysur. Ég á ekki mikinn lager en ég á nokkrar og vonandi fækkar þeim um eina eða tvær.
Greiðsluverkfall hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 12:05
Þú ætlar semsagt að mæta í vinnuna, þótt allir vinnufélagarnir séu í verkfalli, svo bara njóta kjaranna þegar árangur næst.
Axel Pétur Axelsson, 1.10.2009 kl. 12:22
Axel Pétur, það er ekki það sama
Ragnheiður , 1.10.2009 kl. 12:27
Fólk sem ætlar að taka þátt seinna, getur alveg eins sleppt því.
Þetta virkar ekki nema með samstöðu allra, að hver og einn ætli að finna sér tíma "seinna" er tilgangslaust.
Að dreifa aflinu hjálpar aðeins bönkunum í rányrkju sinni.
En ég er viss um að þeir sem ekki taka þátt, munu samt taka fagnandi árangrinum, þótt hann sé annarra.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:36
"
En ég er viss um að þeir sem ekki taka þátt, munu samt taka fagnandi árangrinum, þótt hann sé annarra.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:36"
Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður. En ég hef bara ekki trú á að það skili neinu svona greiðsluverkfall, ég verð hreinlega að játa á mig heigulshátt og ég bara þori þessu ekki. Ég má heldur alls ekki lenda á neinum vanskilalistum vegna vinnunnar minnar...hversu sanngjarnt sem það nú er.
Gangi ykkur vel sem takið þátt í þessu af heilum hug..
Ragnheiður , 1.10.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.