Sjálfsvíg
25.9.2009 | 12:54
Eftirfarandi texti er tekinn traustataki af vefmiðlinum Vísi ,
38 sjálfsvíg
Krabbamein er næst stærsti flokkur dánameina, Þriðji stærsti flokkurinn eru sjúkdómar í öndunarfærum og sá fjórði er dauðsföll vegna ytri orsaka. Af þeim voru dauðsföll sem tengdust óhöppum almennt voru alls 63 og í þeim hópi voru 22 konur og 41 karl. Alls létust 16 manns í umferðarslysum. Sjálfsvíg voru 38 á árinu og féllu 11 konur og 27 karlar fyrir eigin hendi. Það er svipuð tíðni og undanfarin ár."
Leturbreyting er mín.
Ef við hugsum þetta aðeins og breytum dánarorsök þessa fólks yfir í eitthvað annað eins og til dæmis umferðarslys, hvað haldið þið að myndu dælast yfir okkur margar auglýsingar í forvarnarskyni ? Eða einhver tiltekin krabbameinstegund ? Það yrði reynt að skima sérstaklega fyrir henni.
Hvar eru forvarnir vegna sjálfsvíga ?
Ég get alveg kinnroðalaust viðurkennt að mér datt ekki í hug fyrr en eftir að sonur minn, Hilmar Már, fyrirfór sér, að svona margir létust af eigin völdum árlega . Og við vitum að þeir eru fleiri en þessir opinberlega skráðu.
Ein kelling pípandi á priki er nú ekki mikið forvörn né kynning á málstaðnum. Nú skora ég á ykkur að flytja þessa færslu mína á facebook og sýna þar með stuðning í verki !
Athugasemdir
Komið á mitt Facebook Ragga mín!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.9.2009 kl. 13:08
Þetta er uggvænleg tilhugsun.
Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2009 kl. 13:27
Já ég verð að viðurkenna að þetta hangir yfir mér daginn út og daginn inn. Hvað ef...... og ég þoli það bara ekki. Fólk á rétt á að fá að lifa mannsæmandi lífi, það er veriðað bera minn son út úr bæjaríbúð, hvert á hann að fara, hvað tekur við. Lítilsvirðingin gagnvart lífi er algjör á Íslandi í dag. Sér í lagi fyrir þá sem eiga við vanda að stríða, eða hafa átt. Fjandinn hafi þessa háheilugu sem þykjast vera ofan á í mannflórunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2009 kl. 18:45
Já segðu Ásthildur...þessar heilögu kýr sem ekkert skilja !!
Ragnheiður , 25.9.2009 kl. 19:17
Þú getur gert margt Ragga mín og hefur gert.Talan er sennilega enn hærri.Ekki er vitað um hversu margir nota bíl við sjálfsvígið.Ég þekki einn sem reyndi þá leið en tókst það ekki.Og mörg dauðsföll eru skráð slys.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 19:29
Þetta eru óhugnanlega háar tölur, ég hafði ekki grun um að sjálfsvíg væru svona mörg á ári.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 22:49
Nákvæmlega. Hvað í ósköpunum ætli þurfi til svo að þetta viðhorf breytist? Margir hafa talað um það undanfarna mánuði að kreppan hafi komið þeim til að endurmeta gildi sín og hugsunarhátt, ætli við fáum að sjá betri viðhorf gagnvart geðsjúkdómum? Ef við fengjum frétt um að 38 manns hefðu farist í umferðarslysum og það væri bara svona svipað og vanalega, don't get me started
Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.9.2009 kl. 23:10
Nú er dóttir mín búin að vera á kotinu í um 10 vikur.....og á þeim tíma eru 5 manneskjur sem hafa farið þaðan, reknar eða hætt meðferð....tekið sitt líf. Að taka sitt líf finnst henni ekki stór aðgerð.....annað sem hún er hræddari við En þau sem eru þarna....fá ekki aðstoð við að ræða akkúrat þetta mál. Engar jarðafarir eða tækifæri til að kveðja, skilja....en ég mun seint vilja kalla þetta slys.
Inga María, 26.9.2009 kl. 23:36
Inga María, það held ég að sé ekki góð aðferð. Krakkar í hennar sporum eru orðin svo meidd andlega að sjálfsvíg er ekki versta sem þau hugsa sér.
Takk fyrir þitt sjónarhorn
Ragnheiður , 28.9.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.