Meira að segja ég

fór að velta þessu fyrir mér um daginn, hvort það væri ekki bara betra að fara eitthvað annað ? Nefndi þetta lauslega við húsbóndann en fékk nú litlar undirtektir.

Annars er svo mikið að gera í að fylgjast með fréttum að það er ekki nokkur leið að finna sér frétt til að blogga um. Ég hef þó a.m.k. ákveðið að segja ekki upp Mogganum, sama hvort D.O. kemur sem ritstjóri eða ekki. Samúð mín er þó hjá þeim blaðamönnum og starfsmönnum sem sagt hefur verið upp í dag. Þetta var viðbúið enda rekstur í Hádegismóum greinilega þungur. Ég varð pirruð við Moggann þegar hann hækkaði um 3-400 kall í einni hækkun en ákvað að druslast áfram sem áskrifandi. Sjáum til.

Ég ætlaði að smella eggjum á pönnuna í gær - frekar erfitt að borða meðan munnurinn á mér er að lagast eftir tannlækninn á þriðjudaginn. Pannan á eldinn, sótti egg í ísskápinn og svo barði ég ákveðið á skurnina til að brjóta hana. Jú skurnin brotnaði en eggið harðneitaði að koma út. Fyrst hélt ég að eggið væri svona rosalega ónýtt að það væri orðið að köggli. Nei þá hafði húsbóndinn, þessi elska, soðið nokkur harðsoðin egg í eggjabakkana í ísskápnum. Hann var ekki vinsælasti maðurinn á heimilinu í heilar fimm mínútur!

Ég ætla samt að elda kvöldmat í kvöld - ég bara brytja smátt og kyngi ef ekki vill betur, ég bara nenni ekki að vera banhungruð einn daginn enn !

En ekki hafa áhyggjur, þetta er að lagast sko

Fréttir eru í útvarpinu núna og tilkynnt að ekkert kalt vatn sé á Álftanesi, ég sem átti eftir að fara sturtu eftir hundalabbið og æfingarnar. Ég fékk mér myndband frá Hreyfingu og er að liðka mig til hér heima. Ég er enn að reyna að ná af mér aukakílóum sem ég nenni ekki að bera lengur. Það gengur svona og svona...við fórum svo til næringarráðgjafa, systurnar, og fengum mikið af góðum ráðum þar. Ég vigta mig alltaf vikulega og í morgun var ég aftur komin í þá tölu sem hefur verið lægst hjá mér en það er kannski ekki alveg að marka -takmarkað át.

Talandi um fréttir, í hádegisfréttum var verið að rifja upp ár til baka og þar komu veikindi ISG í umræðuna. Samkvæmt samtali við hana þá eru leifar af þessu meini enn til staðar og ekki útséð með að hún þurfi í geisla. Ber sig samt vel. Það er hennar stíll. Ég óska henni alls hins besta og góðs bata.

Ég hitti Kvennalistakonu um daginn og sagði við hana, mikið vildi ég að þið væruð til taks í dag. Maður veit ekki hverju maður á að trúa ! Já sagði hún og brosti ; þetta hafa fleiri sagt við mig !!

Talandi um að trúa, mér líst ekkert á þennan kristilega flokk- aðallega vegna þess að mér líst ekki á tvo forsprakkana. Ég er samt trúuð og fer talsvert í kirkju, bið og bögglast um með minn Guð í farteskinu. En þessir menn..nei takk !

Svo um hinn trúnaðinn..ég hlustaði á Má seðlabankastjóra áðan og ég hlustaði á Vilhjálm (fórnarlamb?) og ég trúi Má frekar. Nágranni minn hér á norðurnesi talaði við Bloomberg í gær. Mér fannst kallinn bara segja hlutina eins og þeir eru. Bankarnir störfuðu eftir regluverki ESB og fóru í gegnum glufur á þessum reglum. Það var áreiðanlega siðlaust og af því súpum við seyðið. En það er rétt hjá ÓRG að af þessu þarf að læra og bæta í götin svo fari ekki fleiri þjóðir á hausinn út af svona málum.

Vá !! hvað þetta varð langt eitthvað.

Afsakið

Farin .................


mbl.is Margir flytjast úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

við vorum einmitt að spá hvort ekki væri ráðlegt að gefa bankanum húsið og flytja eitthvert út - bankinn eignast húsið með þessu áframhaldi. Unglingurinn heyrði þetta samtal og sagði þvert nei !! Hugsuðum ekki meira út í það - enda mundi bankinn ekki taka við húsinu strax - vill bara að við borgum og borgum á meðan þeir (og ríkisstjórnin) hækka bara lánin.

Gangi þér vel í aukakílóa-aftektinni

Sigrún Óskars, 24.9.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef þrisvar sinnum áður flutt til annarra landa og ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarið.

En ég er orðin of gömul (lesist þreytt) og sé mig ekki hafa þá orku sem þarf í málið.

En það er í alvörunni ekki verandi hérna og væri ég yngri stæði ég og pakkaði í gám í þessum skrifuðu orðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband