......uhh.....(mér dettur engin fyrirsögn í hug )
11.8.2009 | 20:27
en ætlaði að vera löngu búin að segja ykkur skemmtisögu af Kela kalda og Rómeó músaveiðara. Ég heppin að hann er ekki hausaveiðari.
En ..það hefur ekki rignt mikið í sumar en aðeins um helgina og í liðinni viku. Köttur vill fara út að pissa og gerir það þó það rigni á hann. Svo þarf hann að skoða músaslóðir, undir pallinum og við þetta verður kisi blautur ef það er rigning.
Kisi minn hefur það fyrir sið að kalla mikið þegar hann kemur inn og er ekki sáttur fyrr en honum er svarað. Þá breytist hljóðið í kelið mjá og "gúrrrrr" (Kattaeigendur þekkja þetta hljóð) og hann hlykkjast hér um gólfið. Hann stangar Kelann í bringuna og strýkur sér svo eftir honum öllum, segir aftur Gúrrrrrr og stangar Kela og sömu leið til baka. Þetta gerir hann bara þegar hann er blautur.
Kattarprakkarinn notar hundkjánann einfaldlega sem handklæði.
Þegar hann er þurr þá reka þeir bara trýnin saman.
Athugasemdir
Hehehehehe Keli handklæði
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:37
Kisan er náttúrulega snillingur, og hvutti handklæði.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:08
Hahaha það verður ekki logið á kettina, skemmtileg dýr. Brandur gerir líka upp á milli hundanna sem koma hér í heimsókn. Ótrúlegt hvað hann lætur illa við Kobba greyið en er alveg sama um Sorró. Góð hugmynd að nota hundinn sem handklæði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 09:06
Snillingur hann kisi þinn, bið að heilsa Kela handklæði
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:54
Ljónið mitt gerir þetta hvort sem hann er blautur eða þurr. Það er frábært að hafa bæði kött og hund á heimilinu. Alltaf gaman að sjá þegar mín hittast eftir að við höfum farið frá í nokkra daga, þá er knúsað vel og lengi.
Kidda (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:39
knúsaðu kela og Romeó frá mér
Guðrún unnur þórsdóttir, 13.8.2009 kl. 19:06
hahha.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.8.2009 kl. 21:04
Skemmtilegt
Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.8.2009 kl. 11:32
Frábær snillingur, knús til þín Ragga mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2009 kl. 20:18
hann Rómeó er skemmtilegur köttur
Sigrún Óskars, 15.8.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.