Fyrir allan peninginn í heiminum

fengirðu mig samt ekki til að gerast þingmann á Íslandi, ég er til í að skoða önnur lönd en Ísland. Ég hef hugsað mér nánast til óbóta um þetta Icesave og er loksins komin að niðurstöðu.

Við erum að tala um banka í einkaeign sem nýtir sér greinilega einhverjar glufur í reglugerðum evrópu. ( Pétur Blöndal er með betri skilgreiningu á þessu en ég og hann er áreiðanlega í símaskránni) Til hvers var bankinn seldur  ef ríkið bar eftir sem áður ábyrgð á honum ?

núnú áfram með þetta. Seðlabankinn vill meina að við ráðum við baggann. Hverjar eru hans forsendur ..jú, áætlun um verðmæti eigna fallins banka, ég endurtek áætlun. Við höfum séð núna undanfarið þá þróun að eignir sem einhver eru virði eru seldar á spottprís en mest af áætluðum eignum er líklega verðlaust. Hlutabréf í fyrirtækjum sem eru eða við það að falla.

Mér finnst þetta hreint ekki traustur grunnur.

Við erum bara í svo ferlega vondum málum.

Ég segi nei við Icesave. Við erum betur sett án klafans. Geri Bretar og Hollendingar athugasemd þá mega þeir hirða útrásaraulana sem komu okkur í þetta vesen. Hirða þá og reyna að finna peningana sem þeir struku með


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skil alveg þetta með þingmanninn heheh... innlit að morgni

Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2009 kl. 10:56

2 identicon

Ég veit ekki hvort ég vildi verða þingmaður,það er þó meiri aur þar en á örorkunni minni svo það yrðu þokkaleg skipti.NEI segi ég líka við icesave og ESB.Og þoli ekki hrossakaup og svik eins og eru framin á alþingi daglega  í ÖLLUM FLOKKUM .Er annars góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi líka nei við Icesave.  Punktur og basta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Held að við getum, því miður, ekki bara sagt nei við Icesave. Við verðum að vera gildandi á meðal annarra þjóða. Getum ekki bara látið varpa okkur út í ystu myrkur.

Helga Magnúsdóttir, 10.8.2009 kl. 19:01

5 identicon

Mikið er ég sammála þér. Segi algjört nei við Icesave og ESB. Hef enga trú á að við verðum látin gjalda glæpa örfárra um ókomin ár.

Ég segi reyndar nei líka við öllum þessum erlendu lánum sem fyrirhugað er að taka. 

Knús og klús fyrir nóttina

Kidda (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað segjum við nei við IceSlave. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.8.2009 kl. 01:03

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er þeirrar skoðunar að við getum ekki sagt nei við Icesave. Við verðum að semja um þessa skuld svo hægt verði að halda hér áfram. Hér hefur allt atvinnulíf verið frosið síðan í október þegar Guð blessaði Ísland og það breytist ekki fyrr en við erum búin að losa okkur við þessa vitleysu.

Hvort við getum svo staðið við samninga verður bara að koma í ljós! Það verður þá bara að endursemja......

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband