Að festast ekki í sporunum

það krefst þess að ég sé að hugsa um það alltaf öðru hvoru (afsakið að ég er ekki að skrifa um Icesave og Borgarahreyfinguna og það allt )

Ég kannast við sorg annarra. Ég hef séð þegar fólk festist í sorginni, ég skil það alveg. Mín leið hefur verið mörkuð þessu hænuskrefum og stundum nokkur afturábak.

Ég reyni að komast hjá því að særa nokkurn en það hefur ekki tekist alveg fullkomlega. Mér finnst að fólk eigi rétt á að hafa allt aðra skoðun og lífsýn en ég. Í mínu lífi hef ég vanist því að þegar beðist er afsökunar á broti að þá taki viðkomandi það til greina. Í bloggi hér meðan allt var lokað vorum við að ræða meðal annars fyrirgefninguna. Það komu ýmsir vinklar á það. Nú er ég einmitt að reyna það á eigin skinni hvernig það virkar að biðjast afsökunar og því er ekki tekið. Ég er ss enn í sápumeðferðinni (þegar ég var krakki þá var oft talað um að troða sápu í túlann ef maður var mjög dónalegur í orðum)

Þetta hef ég verið að spá í í morgun en svo laust niður í hugann....bíddu, bíddu...þér kemur þessi manneskja ekki við ? Afhverju ertu að spá í þetta ?

Það er þó alveg satt. Væri þetta einhver sem skipti mig máli þá væri ég farin á staðinn og búin að gera gott úr öllu.

Hitt er alveg skýrt, ég braut af mér þarna og amk í eitt annað skipti hér á moggabloggi sem ég veit um.

Maður á ekki að blogga reiður, það er ljóst.

Ég er hinsvegar skárri í dag en í gær. Samt er vondi dagurinn nær nú. Mér finnst þetta samt vera auðveldara en í fyrra. Hver dagur er þó skref í átt að sólinni. Ég þokast út úr skugganum. Við fórum og borðuðum saman í tilefni afmælis hans pabba, fjölskyldan mín er frábærasta lið í heimi.

Þegar krakkarnir voru litlir þá gat ég varla beðið eftir að þau yrðu stór og flyttu að heiman, núna gæfi ég mikið til þess að geta smalað þeim undir vængina aftur og haft þau í skjóli.

Já meira var það ekki núna ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Oh..hvað ég skil þig varðandi börnin.  Gamla stórfjölskyldu-búsetuformið er eitthvað sem mér finnst eftirsóknarvert...ekki jafn viss um að drengjunum mínum finnist það jafn spennandi

Ég efast ekki um að þú ert búin að gera þitt til að laga "ástand/samskipti" og myndi því ekki vera að hafa áhyggjur af því meir

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 17:03

2 identicon

Það fer skánandi sem betur fer og þegar ég lít til baka undrar mig hversu vel þetta gengur þrátt fyrir allt.

Ég mundi líka vilja getað smalað mínum krökkum saman undir mína vængi.Batinn kemur hægt en svo örugglega ,með sveiflum út og suður.Gremju,reiði,gleði,hlátri og gráti.Sumir umbera mann í sorgarkastinu en aðrir ekki.Þannig er það.Svo gerir maður mistök,sumir fyrirgefa aðrir refsa endalaust.Þannig er það bara.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 18:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2009 kl. 20:41

4 identicon

Knús og klús mín kæra vinkona

Kidda (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þeir sem ekki geta fyrirgefið manneskju í sorgar eiga ekki afsökunarbeiðnina skilið....

Gangi þér vel Ragga mín

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2009 kl. 03:11

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Hrönn.
Maður á að fyrirgefa á þess að vera með kröfur, svo er spurning Ragga mín hvort það sé ekki nægilegt að biðjast fyrirgefningar í hljóði.

Kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2009 kl. 17:21

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

... skil þetta svo ofurvel með ungana undir vænginn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.8.2009 kl. 19:00

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín elsku Ragga þú ert góð og elskuleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2009 kl. 13:21

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2009 kl. 20:46

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já veistu að langafi minn og langamma byrjuðu sinn búskap í Hænuvík, en það var stutt, þau fluttust svo að Hvallátrum.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2009 kl. 21:20

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gengur þó hægt fari, þú ert þó að þokast jafnt og þétt út úr skugganum, og ferð brátt að sjá til sólar.   Þú átt mína virðingu mín kæra bloggvinkona.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband