5.8.2009 | 12:25
Við höfum séð það hér á Moggabloggi að bloggurum er hent út en oftast fá þeir nú tíma til að taka saman síðuna sína.
Ég er reyndar á því að það eigi ekki að henda fólki út og sakna að lesa síður og skoða myndir hjá bloggurum sem ekki eru hér lengur.
En hvernig er með facebook ? Mega þeir bara henda fólki út skýringalaust og án nokkurs fyrirvara ? Fólk fær ekki einusinni tækifæri til að afrita síðuna eða neitt.
Vitið þið hvernig þetta virkar ?
Eins og sést í kommenti við næstu færslu þá var vinkonu minni skutlað út af facebook. Hún fær engar skýringar en allt í einu finnst síðan hennar ekki.
Hjálpið okkur að skilja þetta
Athugasemdir
Væri fróðlegt að vita hverjir taka slíka ákvörðun, er þetta bara eins og að senda inn lögbannskröfu ?
Finnur Bárðarson, 5.8.2009 kl. 12:41
Hef ekki grænan grun mín kæra. En gaman væri að fá svar við þessari spurningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 13:35
Dúa lenti í þessu. Held hún sé með netfang sem hægt er að fá skýringar eða heimta opnun aftur!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2009 kl. 15:03
Það er rétt Dúa hefur útskýringar, það voru og eru fleiri að lenda í þessu og fólk veit ekki neitt.
Heidi var hent út, en opnað daginn eftir, þannig var með fleiri.
Verst að maður hefur engan til að leita til með svör.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 16:28
Þekki þetta ekki en sendi þér spennandi e-mail fljótlega.Sennilega gerum við CD með einu lagi í tilefni dagsins.Þetta er að hlaða utanum sig.Verð í sambandi öðru hvoru megin við helgina
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:39
Birna, sendu það í gegnum facebook póstinn, held að emailið mitt sé enn í ruglinu
Ragnheiður , 5.8.2009 kl. 21:40
Dúþrúður Draumur Dramakvín...
Merkilegt þetta einelti á hana & hænur einz & Röggu Klázúlu.
Ekki verðum við fyrir þezzu zaklauzu zweidadrengirnir...
Steingrímur Helgason, 5.8.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.