Kvöldsaga
3.8.2009 | 00:40
þar sem við hjónakorn þurftum nauðsynlega að bregða okkur af bæ til böðunar áðan þá kom ýmislegt upp í hugann þegar við ókum áleiðis heim að því loknu.
Við vorum að spá í geimfarann hjá NASA sem þvældist um í geimnum í sömu brókinni í heilan mánuð. Konan kom þessu ekki heim og saman enda ómöguleg komist hún ekki í hreinar brækur tvisvar á dag. Kallinn er alveg rólegur með eina á dag..gott og vel.
Hahaha hló Steinar, hann sagði hinum ekkert frá þessu fyrr en þeir voru lentir
Mér finnst það nú ekki skrýtið , sagði ég og það örlaði á hneykslun í rómnum, hann hefur búist við að þeir myndu skutla honum umsvifalaust út ! Maður er sko í alvarlegu klandri þegar maður er aleinn í himingeimnum í skítugum nærbuxum.
Afhverju ætli hann hafi gert þetta spurði ég Steinar.
Þetta er einhver rannsókn sagði hann spekingslega.
Já og hvað ? var þá annar kall á jörðinni jafnlengi svo það væri hægt að rannsaka mun á bremsuförum í heilan mánuð? spurði ég í framan eins og Ari í Aravísum
Nei það hefur áreiðanlega ekki verið svoleiðis rannsókn sagði Steinar þolinmæðin uppmáluð
Hvernig þá ? spurði "Ari"
löng þögn í bílnum, þögnin hélt áfram....
Dettur þér eitthvað í hug annað spurði ég
..nei , eiginlega ekki sagði Steinar.
Hvað dettur ykkur í hug ?
Athugasemdir
Ari sem vísurnar voru samdar um er víst frændi minn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.8.2009 kl. 02:24
Sigrún Óskars, 3.8.2009 kl. 08:50
Mér dettur ekkert í hug með brækurnar, en þeir eru margir Ararnir og bara gaman að þeim, hvernig gengur annars með sturtuna? er Steinar farinn? Knús á Kelmund og Rómeo og peysan er sko vel notuð hér !! takk enn og aftur fyrir mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 12:09
samanburðarbremsufar hehehehehe
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:13
Ég held þeir hafi verið að rannsaka hvort að fjærbuxurnar sem geimfarinn var í þyldi nærbuxurnar... eða hvort þær væru eins og tómatar og agúrkur sem þola illa návist hvors annars...
Brattur, 4.8.2009 kl. 19:58
Ég er með gubbuna í hálsinum við tilhugsunina. Ragnheiður biskupsdóttir þótti víst með fádæmum pjöttuð þar sem hún skipti um nærföt einu sinni í mánuði. Svona breytast tímarnir og mennirnir með. Ætli hún hafi bara brotið úr þeim einu sinni í viku?
Helga Magnúsdóttir, 4.8.2009 kl. 20:03
Hahahahahaha Helga þú drepur mig ! Heldurðu ekki að ég heiti eftir nákvæmlega þeirri mætu konu, sérðu bara hvað okkur Ragnheiðunum fer fram hahaha
Brattur, það gæti verið
Ásdís flott að heyra, kallinn er hér enn...fer fyrir helgina
Ragnheiður , 4.8.2009 kl. 22:10
Hahaha Jóna Kolla, sá hefur verið þreytandi frændinn sá
Birna hehehe
Sigrún þetta var smá sýnishorn af undarlegum hugsunarhætti í framhúsinu hahaha
Ragnheiður , 4.8.2009 kl. 22:12
Nei Ragga mín mér dettur ekki neitt í hug til ad stydja svona samanburd á nærbuxum og nærbuxum....
En Ararnir eru vída og mis gódir hehe.
veistu tad er búid ad læsa sídunni minni á Facebook og hún finnst ekki lengur.Sennilega búid ad eida henni.Hafa teir leyfi til a dgera svonalagad er mér spurn.Konan er mjög reid núna
Endilega elskuleg láttu vita á FB .Get jú ekki komist til ad hitta vini mína.
Kannski ef umrædan um síduna mína fær hljómgrunn tá kannski opna teyr aftur ..veit samt ekki .Langar ekki ad stofna nýja sídu í ödru nafni,fer í pirrurnar á mér.
Hjartans knús til tín elskuleg frá okkur í Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 08:56
Ég sé þetta núna Guðrún mín, Gunna Jóh var búin að vekja athygli á þessu.
Ragnheiður , 5.8.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.