ég var að koma úr jarðarför

sem sló öll met í mínum huga. Hún var svo gjörsamlega sniðin að hinum látna, Hjalta Hafsteinssyni vini mínum og þá meina ég vini. Við erum að tala um rallýbíla fyrir utan, flotta athöfn sem sr Pétur í Óháða stýrði...svo kom rúsínan í pylsuendanum. Í minningu vinar okkar allra ók líkbíllinn fyrstur gamla rallýslóð sem liggur gegnum Öskjuhlíðina, rallýbílar fylgdu og áreiðanlega synir hans í þeim fyrsta, svo skröltum við öll hin niðureftir og okkur var fyrirskipað að gefa í og láta helst spóla á leið okkar að hótel Loftleiðum. Karlarnir sem stóðu á þakinu á háskólabyggingunni horfðu hissa á þessa undarlegu hersingu.

Þetta var bara snilld !

Hjalta vin minn kveð ég með sorg í hjarta. Ég hitti hann laugardaginn fyrir veikindin sem skullu á honum á mánudeginum, hann knúsaði vin sinn og á því lifi ég nú. Tónlistin í kirkjunni var frábær, Þursaflokkurinn og Ellen og KK...ég sat uppi og langaftast og tárin láku.

En ef allir sem Hjalti gerði greiða í gegnum árin hefðu mætt þá hefði þurft nokkrum sinnum stærri kirkju undir mannfjöldann.

Ég horfði í kringum mig í erfidrykkjunni og hugsaði með mér ; Innan um þessa kalla ætti hann Hjalti að vera sjálfur..

Guð geymi þig hjartans vinur og styrki Dísu og krakkana...Minning þín lifir með okkur, gömlum félögum og vinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

og nú ertu komin í 1999939

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

1999976 farin út að fá mér fisk.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 18:08

3 identicon

ég sjálf 1,999,988

ég sjálf (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Samúðarkveðjur. 

Anna Einarsdóttir, 14.7.2009 kl. 18:49

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frá upphafi: 2000007

Anna Einarsdóttir, 14.7.2009 kl. 18:51

6 Smámynd: Ragnheiður

og núna er það þotið í ooo25..frábært Anna mín, þú komst næst þessu !

Ragnheiður , 14.7.2009 kl. 18:58

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að borða  2000029 til hamingju.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 19:07

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)

 No 2000377..:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:38

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2009 kl. 01:56

10 identicon

Snilld.Það á að vera partý þegar ég fer heim til míns stráks.Jarðaför er ávallt sorgleg stund en það er hægt að gera svona kveðjustundir magnaðar með einmitt svona rúnti.Það verður erfitt að flytja mig á mótorfáki til grafar en það má rúnta á þeim á eftir bílnum mínum. Ég votta öllum samúð mína.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:01

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er búin að panta Dancing Queen í mína útför! Já, já..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.7.2009 kl. 11:16

12 Smámynd: Einar Indriðason

*Knús* !!

Einar Indriðason, 15.7.2009 kl. 13:07

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þetta hefur verið jarðarfjör en ekki jarðarför. Séra Pétur er mjög skemmtilegur náungi og get ég ímyndað mér að hann hafi getað létt hug þeirra sem voru að kveðja með einhverjum skemmtilegum atvikum úr lífi vinar ykkar sem þið voruð að kveðja.

Guð veri með þér kæra vinkona

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.7.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband