Frábær dagur

og ég alveg orðin fótalaus, mér er svo sannarlega nær- allt of þung kellan!

Ég vann sl nótt og komst ekki í bólið fyrr en um fimmleytið, ég er ekki vön að vaka svona lengi. Í gær hafði ég séð auglýsingu um safnadaginn og ákvað að fara og skoða söfnin a.m.k. hér í Hafnarfirði og stillti vekjarann svo ég svæfi ekki af mér daginn. Vaknaði á undan vekjaranum, auðvitað. Það var alveg brjálað veður !

Ákvað að bjóða pabba með og við töltum um Byggðasafnið í Hafnarfirði, skoðuðum Siggubæ og hús Bookless bræðra (það kom pabba nokkuð á óvart að rekast á bækur þar í hillu ) Siggubær er alveg dásamlegur ...

lýsing hans er svona :

Efst við Kirkjuveginn í skjóli Hellisgerðis liggur lítill bær sem kenndur er við síðasta ábúandann, Sigríði Erlendsdóttur. Bærinn er einn fárra svokallaðra bæja sem enn eru til í Hafnarfirði.

Siggubær er dæmigerður timburbær klæddur með bárujárni en bæjirnir svonefndu voru veggjalágir svo til allir undir súð og höfðu einungis glugga á göflunum. ........

til að fá framhald þá skreppið þið til Hafnarfjarðar. Sigga var kjarnakona, framsýn og félagslega sinnuð. Sannkölluð alþýðuhetja og íslensk baráttukona.

Við skoðuðum Sívertsen´s húsið og þar eru styttur af húsráðendum og vinnukonu sem gera manni nánast bilt við. Vinnukonan auðvitað í eldhúsinu og húsmóðir við dekkað borð í betri stofu. Karlinn sat og las..

Við ætluðum að skoða Beggubúð sem er þarna á bakvið en þar var allt læst.

Okkur langaði ekki að skoða gúttó né myndlistasýningu í Hafnarborg.

Við stoppuðum til að fá okkur ís í hitanum og ákváðum svo að storma til höfuðborgar og skoða sjóminjasafnið. Okkur til láns þá gátum við skoðað vandlega varðskipið Óðinn með góðri leiðsögn Guðmundar vinar hans föður míns. Hann auðvitað gerði ekki annað en að hitta fólk sem hann þekkti, ég var mest hissa á að hann skildi ekki lenda á kjaftatörn við vaxmyndirnar sem voru hist og her um söfnin til að bregða manni...nei þetta er nú bara spaug hehe.

En .....ég var alveg uppnumin að skoða skipið og þrammaði upp og niður og út og suður um allt skip. Vélarnar voru alveg magnaðar og þetta eru einu vélar þessarar gerðar sem enn eru í lagi í heiminum -held ég. Ég var svo heppin að vera krakki á þorskastríðsárunum og mínar hetjur voru varðskipsmenn, ég var dugleg að lesa blöðin og sökkti mér í allar fréttir af baráttunni á miðunum. Það er svona að vera félagslega fatlaður, maður les þá bara eða gerir eitthvað sem útheimtir ekki félagsskap annarra-lítið varið í það.

Svo brokkuðum við um allt sjóminjasafn og ég sá að ég sjálf gat hæglega orðið safngripur og pabbi passaði ágætlega inn í sumar aðstæður þarna á safninu. Úti í horni voru nebblega frystihúsakellingar að vinna í bónus og þarna passaði ég í.

Við sluppum þó af safninu og skoðuðum aðeins á bryggjunum- skipin. Fundum 2 rússnesk sem eru til sölu hjá skipamiðlara í Álaborg- væri ég hann þá færði ég skipin eitthvað annað til að selja þau. Sáum tvo hrörlega hvalbáta, líklega þá sem sukku um árið- kolryðgaðir alveg.

Við skiluðum pabba heim.

Segiði svo að Steinar taki ekki eftir ! Hann rak augun í nautasteik á góðu verði á gamla A-Hansen í Hafnarfirði. Og við þangað.

Nautasteikin er ágæt og kostar ekki nema 1500 fyrir manninn- kíkið á það.

En þá var komið að enn meiri skemmtun fyrir mig. Lalli hennar Öldu minnar er í Reykjavík og hann og stelpurnar voru hérna hjá mér í kvöld. Það er svo frábært að hitta þau. Lalli kom með talsvert af myndum sem hann hafði lofað mér, myndir af Öldu hraustri, Öldu veikri og myndir af stelpunum. Nú á ég fulla tölvu af myndum...víhí... en þið krakkar mínir - ef þið sjáið þetta og ég man ekki eftir að tala um það, þá megið þið fá myndir hjá mér af henni DindDind okkar.

En núna er ég orðin stein...uppgefin...

Mæli með söfnum landsins- þetta er ekki bara fyrir túristana.

Ég stakk í dag uppá við pabba og Steinar að við skryppum á safnið á Hnjóti Whistling það gekk ekki alveg upp í dag en vonandi kemst ég seinna í sumar- ég verð að komast ....Crying

Halló !! Þið verðið að fylgjast með teljaranum hérna, það er gaman að sjá hver kemst næst 2.000.000.-

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spennandi dagur hjá ykkur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.7.2009 kl. 02:59

2 identicon

1999344. það er gaman á söfnum,eða er það aldurinn

Húsbandið mitt vaðrá Óðni á sínum tíma,kafari og bátsmaður (og hinum skipunum líka).Mikið vorum við bæði fegin er hann kom í land

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:16

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 13.7.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessu kannast við þetta ég bjó lengi í Hafnafirði

Kristín Katla Árnadóttir, 13.7.2009 kl. 21:32

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

1999840  vááá skildi þetta koma í dag??  hjartanskveðja til þín elsku Ragga.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband