"jaxlarnir" mínir
7.7.2009 | 22:56
nei þetta er ekki blogg um tannhirðu heldur var ég að spá í karlana "mína" sem ég vinn með og hef gert lengi. Á yfirborðinu eru þeir miklir kallar, jaxlar af gamla skólanum, dálítið hrossalegir og groddalegir. Sérstakir karlar. Frábærir þegar maður fer að kynnast þeim betur. Sumum nær maður strax en aðra þarf maður meiri tíma í.
Allir eiga þeir svipað leyndarmál, þeir eru mjúkir að innan en það vilja þeir ekki að maður viti.
Á laugardaginn síðasta þegar okkur varð öllum ljóst að Hjalti vinur okkar ætti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsinu þá urðu þeir hnípnir. Þeir sögðu fátt en tónninn var skakkur í húsinu. Allt í einu spratt einn á fætur, stakk sér inn í skáp og sótti nokkur kerti, setti hingað og þangað um húsið.
Honum leið greinilega betur þegar hann hafði gert þetta.
Ef maður spáir í sjónvarpsefnið sem kallarnir horfa á þá á ein stöð klárlega vinninginn og nú ætla ég að leyfa ykkur að giska á hvað þeir horfa helst á.
Ég var rétt búin að skrifa færsluna hér að neðan þegar ég komst að því að annar féll frá sl nótt. Hann var lengi hjá okkur en síðustu árin á H/B . Þetta voru báðir menn í fullu starfi, sá seinni þó eldri en Hjalti okkar allra.
Athugasemdir
Ég get ekki ímyndað mér á hvaða stöð þeir horfa helst..... Sem sýnir náttúrulega bara að það er aaaaaallt of langt síðan ég umgekkst karlmann að einhverju ráði......
Ætla samt að gizka á RÚV.... fimmtudagskvöld?
Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2009 kl. 23:58
Horfa þeir á Omega???
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:13
Sigrún Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 02:27
Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2009 kl. 08:24
RÚV ?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.