Biðinni lauk

í gær. Elskulegur félagi og vinur lést í gær eftir viku á sjúkrahúsi. Hann virðist hafa fengið hjartastopp undir stýri á hjólinu sínu.

Ég hitti hann laugardaginn fyrir slysið(veikindin) og knúsaði hann, aldrei þessu vant. Þá vorum við systur snemma á ferðinni og hann hitti okkur báðar á BSR. Í dag er ég fegin að hafa knúsað hann. Hann var að vísu staddur í því herbergi sem ég stoppa ekki lengur í, reykherberginu.

Guð geymi þig elsku karlinn minn.

Samúðarkveðjur til allra aðstandenda.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Ég hef ekki verið í stuði til neins undanfarið - hef bara hangið og gert sem minnst en í gær rauk í mig áhugi á að gera eitt herbergið í húsinu upp. Það þarf að mála, setja gólfefni og hillur, þetta á að vera aðstaða fyrir dótið sem fylgir prjónakonunni. Ég ætla að geyma allar nóturnar sem fylgja þessu og birta hvað kostar að gera upp eitt svona smáherbergi. Það er svona 6 fm.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Það er eins og ég hafi skipt um hund. Keli situr hér dagana langa í garðinum, geltir sjaldnast á nokkurn mann lengur og fer ekki einu sinni að girðingunni þó einhver mannaferð sjáist. Hann vappar um laus heima þegar við erum ekki hérna og passar köttinn vin sinn. Bráðum kemur nýr kisi hérna, ég ætla að taka einn kettlinginn hjá Hjalta svo hann þurfi þá ekki að vesenast með að koma út nema fimm kisum. Hann ætlar að eiga einn sjálfur. Ef þið vitið um einhvern sem vill eiga kisu þá hnippið þið i okkur. Það komu sjö hálfgrindvískar kisur eftir að kisan hans týndist þar þegar Hjalti var að heimsækja pabba sinn.

obb obb obb...

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég veit ekki hvað ég ætti að skrifa meira hérna inn...........jú, ég er alveg ferlega ósátt við að Kastljósið er í fríi. Það hefði nú verið nær að skipta inn varamanni og setja mannskapinn í frí einn í senn. Það er gjörsamlega vonlaust að hafa það í fríi. Þetta er eina umfjöllunin af viti í fjölmiðlum ! Ekki nenni ég að horfa á sápuóperuna hinu megin, það er svo langt í að ég nái að fyrirgefa þeim "lifandi minningargreinarnar" um auðjöfrana. Það á að mínu viti vinninginn yfir taktleysi eins fjöldmiðils og sá fjölmiðill gjaldfelldi sjálfan sig í allri opinberri og vitrænni umræðu þar með...

KASTLJÓSIÐ TIL BAKA - STRAX !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Samúðarkveðja

Margrét Birna Auðunsdóttir, 7.7.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragga mín

Votta þér samúð mína vegna vinar þíns. Ég votta aðstandendum öllum samúð mína.

Megi almáttugur Guð styrkja aðstandendur á þessum erfðu tímamótum.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2009 kl. 20:57

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Elsku Ragga. Ég votta þér samúð mína vegna vinar þíns.

Helga Magnúsdóttir, 7.7.2009 kl. 21:06

6 identicon

Samúðarkveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband