Þetta snerti mig afar djúpt í kvöld

og langar mig að koma á framfæri hjartans þakklæti til þeirra sem að þessu stóðu. Ég hef verið meira og minna með tárin í augunum vegna barnanna okkar sem ekki fengu að lifa.

Sjáið til dæmis þennan strák með einfalda drauminn sinn sem ekki rættist

Ég ætla upp í garð og býð ykkur góða nótt.

Sérstakar kveðjur í þessu fallega sumarkvöldi til fjölskyldna fíkla sem fallið hafa frá og til fjölskyldna þeirra sem standa núna á bjargbrúninni. Enginn veit hvoru megin þau lenda

Það ætlar enginn að vera fíkill !


mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gefst upp á að reyna núna á hitta á réttu takkana.

kdda (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þetta er góð auglýsingaherferð. Það þarf alltaf að vera að minna á þennan óþverra, ótrúlega margir sem virðast halda að það sé allt í lagi að leika sér með dóp.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.6.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Birna Dís er hetja - Það ert þú líka.

Megi englarnir vaka yfir þér í nótt

Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2009 kl. 01:38

5 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

þetta er svo sorglegt svo lokar fólk á fíkla ég hef aldrei gert það,þó ég hafi mikla reyslu af þessum viðbjóði.en kannski er ég að gera vitleysu með loka ekki á þá,eg er samt vissu un að einn af mínum fíklum hefði ekki lifað það af ef ég hefði lokað,svo verður hver og einn að meta stöðunu fyrir sig,allir aðstendur fíkla eru hetjur að mínu mati,og að eiga fíkil er óbærileg sorg sem fylgir manni hvert fótspor alltaf !!!!!!!

Anna Margrét Bragadóttir, 30.6.2009 kl. 03:35

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2009 kl. 07:46

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk fyrir hjartað mitt, svona komment frá þér vega meira en þúsund orð hjá mér, til hamingju með ofsafallega herferð.

Og Birna líka, þið hafið greitt of dýru verði en vonandi er einhver von í því fólginn að þau dóu ekki til einskis, ég sit sjálfur og er hálf brugðið að hafa þekkt allt þetta fólk sem fór þessa leið og um leið sloppið sjálfur lifandi.

Það rekur mig áfram til að hjálpa öðrum og tala um þessa hluti.

Einhver Ágúst, 30.6.2009 kl. 09:26

8 Smámynd: Ragnheiður

Áfram með þig Gústi minn, þú veist líklega ekki hvað það er mikil huggun í að sjá þá sem lifðu af. Það skerpir vonina !

Ragnheiður , 30.6.2009 kl. 09:41

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.6.2009 kl. 12:45

10 Smámynd: Daggardropinn

við verðum að ræða þetta, við verðum að gera almenningi grein fyrir því að fólkið okkar ætlaði aldrei að feta þennan grýtta veg.

Fólkið okkar er ekki vont, ekki illa innrætt eða ljótt, fólkið okkar er bara með mölbrotna sál sem þarf svo mikla hjálp.

Einnig þarf að efla bakland aðstandanda, ekki vera dónaleg við mig þegar ég hringi leitandi að systir minni, ekki hreyta ónotum í móðir mína þegar hún leitar upplýsinga um fíknina og meðferðarferlið.

Sýnið okkur skilning og samúð, ekki horfa á mig ljótum augum þegar ég er að tæma íbúð systir minnar af því hún missti hana.

Við erum ekki vondar fjölskyldur, illa menntaðar eða illa innrættar, við erum alveg eins og allir hinir, nema við þurfum að burðast með oft yfirgnæfandi sorg í hjartanu og ský yfir sálinni okkar. 

Knús til þín elsku Ragga mín, og til hennar Birnu líka, synir ykkar eru og verða alltaf lýsandi vitar í óveðri fíknarinnar og blindhríðinni sem við öll erum týnd í þar til fíklarnir okkar finna frið og hjálp og hríðinni slotar.

Daggardropinn, 30.6.2009 kl. 13:30

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Ragga er þetta Friðjón sem er með Himma þarna á myndinni?

Einhver Ágúst, 30.6.2009 kl. 13:37

12 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða mynd er það ?

Ragnheiður , 30.6.2009 kl. 13:44

13 Smámynd: Einhver Ágúst

Efst fyrir miðju, Friðjón litli.

Einhver Ágúst, 30.6.2009 kl. 14:00

14 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 30.6.2009 kl. 14:37

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Örlög þessa unga fólks og nístandi sorg ástvina þeirra, skilur engan eftir ósnortin.

Hlýjar kveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.6.2009 kl. 17:36

16 identicon

Heia Norge elskurnar.Er a Fløro sem er eyja  i Noregi,eg er mjøg satt vid auglysingarnar .erfitt en eg gaf minum strak loford um ad sagan hans mundi ekki gleymast

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 20:15

17 identicon

ja og medal hitinn hefur verid um 30 stig. 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 20:23

18 Smámynd: Einhver Ágúst

Heia Norge Birna mín, mamma er einmitt á Hitra sem er önnur eyja í noregi.....sniðugar stelpurnar.

Einhver Ágúst, 30.6.2009 kl. 21:01

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.6.2009 kl. 23:54

20 Smámynd: Ragnheiður

Gústi ef þú ert að meina myndina hér í borðanum efst þá eru þetta bræður Himma, Hjalti og Björn.

Frábært að sjá þig Birna mín í Norge.

Hjartans þakkir öll fyrir innleggin ykkar

Ragnheiður , 1.7.2009 kl. 00:37

21 Smámynd: Dúa

Góð herferð

Engir sjúkdómar fara í manngreiningarálit. Og burt með fordómana sem svo oft eru á þá leið að uppeldi hafi mistekist, fjölskyldan sé klikkuð eða trash og að fólk eigi að geta bara hætt á eigin spýtur o.s.frv.

Líka löngu tímabært að heilbrigðiskerfið hætti að líta á fíkn sem einkamál viðkomandi þegar leitað er hjálpar og upplýsi fólk um þau úrræði sem eru í boði.

Arg

Dúa, 1.7.2009 kl. 01:08

22 Smámynd: Ragnheiður

rétt Dúa, hárrétt.

Ég berst enn í dag við eigin fordóma og ruglhugsanir, lærðar hugsanir. Ég vinn í því á hverjum degi að henda þeim !

Ragnheiður , 1.7.2009 kl. 02:02

23 identicon

Ég varð að skilja við minn son, ef hann hefði ekki beðið um hjálp við að komast í meðferð þá myndi ég ekkert vita af honum í dag nema það sem ég myndi heyra frá öðrum. Í dag er hann búinn að vera rúma viku á 33A og tæpar 3 vikur í Kotinu. Naflastrengurinn styrktist aðeins við þetta en mun slitna ef hann fellur aftur eða fer ekki í meðferð gagnvart skapofsanum og skemmdarverkunum sem fylgja þeim.

Ég verð að líta svo á að ég hafi mitt val og hann sitt val. Hef grun um að eftir meðferðina í kotinu þá biðji hann um að fá að flytja aftur heim, en ég verð mín vegna að segja nei. Sama hve erfitt það verður. Ég ætla mér ekki að búa framar við ótta um að skapofsinn bitni á mér eða mínum eigum. Það trúa því fáir hvað hann getur breyst og hvernig hann hefur hagað sér td við mig en núna hafa vinir hans nokkrir orðið vitni af því.

Mér reyndist ekki erfitt að skilja við hann því það var vegna reiði í hans garð, hann olli tjóni hérna heima fyrir fleiri hundruð þúsund.

Ég er hætt að skammast mín fyrir að eiga son sem er fíkill og það var léttir. Núna vita báðar fjölskyldur okkar foreldranna þetta og það er léttir að þurfa ekki að vera að verja hann og afsaka. Hann er veikur og verður veikur þar til hann vill sjálfur losna úr þessu, því miður.

Knús og klús handa þér Ragga mín.

Ps, viltu eyða efstu færslunni frá mér.

Kidda (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband