ömurleg frétt !

Mér hefur alltaf fundist fólk sem er vont við dýr vera síðasta sort !

Það er betra að athuga vel sinn gang áður en maður fær sér gæludýr. Sem betur fer eru allflestir dýraeigendur samviskusamir með sín dýr og heppnari en við Steinar sem urðum að svæfa annan vininn okkar í vor, orðinn svo lasinn.

Dýr hafa engan málsvara nema eiganda sinn. Við skulum ekki bregðast trausti þeirra !

 


mbl.is Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað væri réttast af lögreglunni að skilja þetta fífl eftir í litlum 5 fermetra klefa án vatns, matar og klósetts. Leyfa honum að dúsa þar í nokkra daga og gera þarfir sínar á gólfið.

Páll (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Merkilegt að Páli finnst það eðlilegt að gera slíkt við mannveru sem hann getur alls ekki hugsað sér að dýr þarf að upplifa...

Ekki misskilja mig, ég er ekki að verja manninn sem fór svo illa með hundinn, en þegar fólki finnst allt í lagi að brjóta á mönnum á þann máta sem það getur alls ekki gert dýrum þá þarf að fara endurskoða forgangsröðina og/eða hugsunarháttinn.

Þórarinn Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Guðjón Ólafsson

þetta er ljótt mál en nú eru yfirvöld með ekki boðlegar dýrageymslur eins og fljótdalshérað þar er Dýrageymslan í gömlum frystigám rýmið sem hundarnir eru lokaðir inni er gluggalaust og ekki meira en svon 1,5 fermetrar á stærð.

Þetta er besti pyntingaklefi  sem völ er á og þarna tók Héraðsdýralæknirinn á Austurlandi  atferlismat og skapgerðamat á hundi okkar eftir að hún hafi verið ásökuð fyrir að hafa Glefsað í formann golfklúbbs Fljótdalshéraðs að hans sögn við höfum ekki fengið að sjá ennþá áverkavottorð eða nein gögn um málið en Dýralæknirin dæmdi dýrirð klikkað í hausnumenda búið að pynta hana í þessum klefa í nærri sólarhring.

Og  sagði við okkur að við fengjum ekki hundinn aftur og sagðist vilja svæfa hana seinna um kvöldið .

hérna er slóð inn bloggfærslu um þetta mál  http://gutti.blog.is/blog/gutti/entry/888429

Guðjón Ólafsson, 27.6.2009 kl. 22:03

4 identicon

Hreinn viðbjóður, hvernig er farið með dýr  hér á landi.

Ég er sammála  Páli hér að ofan. Loka þenna þjösna inni!!! Og fyrir alla muni, sjá til þess að hann hafi ekki nein dýr !!!!

DisaP (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér leið ekki vel eftir lestur þessara fréttar.  Lygilegt að fólk geti hagað sér svona.  

Ía Jóhannsdóttir, 27.6.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sammála það er ljótur glæpur að fara ílla með dýr Ég samhryggist þér vegna vinsins sem var orðinn svona veikur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.6.2009 kl. 23:55

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Merkilegt að maðurinn var ekki handtekinn fyrir illa meðferð á varnarlausu dýri heldur fyrir að ráðast gegn tveimur fíflefldum löggum með allt ríkisvaldið á bak við sig. Segir mikið um hug valdsins til dýranna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 00:24

8 identicon

Þórarinn, lestu fréttina áður en þú lest það sem Páll hefur að segja.  Hann vill láta loka óþokkann inni án matar, vatns og salernisaðstöðu til að hegna honum fyrir að gera slíkt við hundinn sinn.  Þessi aumingi er ekki almenningur sem ekkert hefur til saka unnið, heldur illmenni sem vanrækir dýr.

núll (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 01:31

9 identicon

Þrátt fyrir að þetta sé ömurleg frétt þykjir mér frábært að yfirvöld hafi gripið inn í , en þó finnst mér sorglegt að hugsa til þess hver framtíð dýrsins getur orðið og eins og Guðjón nefnir með dýrageymslurnar þykir mér sorglegt að hugsa til þess að hundurinn geti verið geymdur í þessum aðstæðum.

Guðjón !!!

Innilegar samúðarkveðjur með hundinn þinn, sjálf á ég boxer hund sem er besti vinur minn, eins og litla barnið mitt og ég elska hann meira en allt. Hundurinn minn er yndislegur, barngóður og gerir ekki flugu mein , gletir ekki, hann er mjög vingjarnlegur og hefur aldrei nokkurn tímann bitið einn né neinn ekki einu sinni legt í slagsmálum við aðra hunda. Samt fæ ég stundum hrikalegt viðmót frá fólki þegar að ég er að labba með hann "hafðu hundinn í múl" og meira þvíumlíkt skil ekki hvað fólk er að angra mig þegar að ég er hreinlega í góðum fíling að labba með hundinn í bandi og hann er hin allra rólegasti og labbar bara með mér. Um daginn var ég líka spurð í göngutúr hvort að þetta sé ekki "sonna" hundur sem að ræðst að fólki að tilefnislausu eins og víst einhver hundur gerði í hlíðunum eða fossvogi !

Ætli þessi snobbaði manndjöfull hafi bara ekki verið að reyna að kenna þér einhversskonar lexíu af því að þú hefur ekki verið með hann í bandi eða hreinlega verið með einhverja persónulega árás á þig og notað hundinn sem vopn !!!

Sá mynd af hundinum þínum og hann var algjört krútt. Ég trúi því 100% að hann hafi ekki bitið manninn, enda eru líka boxer þekktir fyrir að vera afskaplega barngóðir, mannblendnir og ljúfir hundar.

Ótrúlegt að fólk geti bara sagt "þessi hundur beit mig" og þá er hann tekin pyntaður og svæfður. Það var reynt að gera þetta við okkur þegar að ég var lítil bjuggum í litlu fjölbýli með sérinngangi og það var einhversskonar "stríð" í húsfélaginu vegna þess að tvær konur vildu gera óþarfa stór framkvæmdir á húsinu sem að hefðu kostað stórfé, foreldrar mínir voru ekki samþykkir því og þær sendu hundaeftirlitsmann á okkur þegar að við vorum í útlöndum en þá hafði vinur hans pabba sem var öryrki að passa hundinn og hann bjó í íbúðinni á meðan að við vorum úti en við vildum hafa hann heima hjá sér á meðan við vorum úti en ekki stressa hann í nýju umhverfi. Þær sögðu svo að hundurinn sé búin að vera einn heima í 2 vikur og það væri slæm meðferð á dýrinu og gvuð veit hvað !!!!!!!! Þegar að við komum heim beið okkar svo bréf en sem betur fer trúði hundaeftirlitsmaðurinn okkur enda var dýrið sett í sama sæti og við börnin á heimilinu og það var svo vel hugsað um hann að það hálfa væri meira en nóg. Hundaeftirlitsmaðurinn sagði nú sjálfur að honum hefði grunað að það væri verið að reyna að gera okkur illt því að hann sá auglýsingu í sameigninni þar sem að húsfundur var auglýstur og að efni fundarins væri m.a ljúka ágreiningsmáli um framkvæmdir.

En þarna er gott dæmi um það hvað fólk getur verið illt og reynt að nota aumingjas dýrin sem einhversskonar vopn í öðrum deilum.

Ég votta þér mína dýpstu samúð með hundinn Guðjón !!!!

Solla Bolla (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:19

10 identicon

Á Þingvallaveginum beygt út af hjá Hlaðgerðarkoti og keyrt eins langt og hægt er, þar varð sonur minn sem dvelur í kotinu fyrir sjokki. Hann var í langri göngu og kom að girðingu sem nokkrir hundar voru lausir og svo var slatti af þeim í búrum. Þar var sérstaklega einn sem vakti athygli hans og hann reyndi að klappa í gegn um girðinguna, hundurinn var ekkert nema skinn og bein en þáði með mikilli gleði klapp og knús.

Syni mínum datt kelst í hug hundafangelsi miðað við meðferðina sem hann taldi sig sjá á aumingja hundunum. Hann hringdi í mig og bað mig endilega að komast að því hvað þetta væri og tala svo við einhvern og láta vita af þessu. Helst vildi hann að ég kæmi upp eftir og reyndi að fá afhentan þennan sem sem hann hélt að væri hreinlega að deyja þarna af illri meðferð. Hann gengur núna þangað á hverjum degi að hitta þessa nýju vini sína. Ég bíð bara eftir því að hann hringji og biðji mig um að koma með stórann poka af hundamat.

Hefur einhver heyrt af hundageymslu, hundaræktun eða hundahóteli á þessum slóðum. Ef keyrt er áfram Þingvalla veginn þá er komið að smá byggðakjarna og Gljúfursteini.

Hann gat ekki séð neinar merkingar eða neitt þarna upp frá.

Knús og klús á þig Ragga mín

Kidda (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 12:59

11 Smámynd: Ragnheiður

Kidda ég veit ekki hvað þetta er þarna uppfrá. Það ætti að rannsaka það.

Takk öll fyrir innlegg...

Kveðja frá Kela sem er boxerblendingur hér á heimilinu

Ragnheiður , 28.6.2009 kl. 13:47

12 identicon

Ég er algjörlega sammála því sem er verið að ræða hérna fyrir ofan. Hundaeigendur og þar af leiðandi hundar hafa engan rétt þrátt fyrir að við borgum þessi blessuð "hundaleyfisgjöld" virðist alltaf hægt að koma með alls konar ásakanir og leiðindi á hendur hundanna okkar.  Ég átti boxer sem var yndisleg tík, með blíðari hundum sem ég hef þekkt.  Er með litla pug tík núna og hef lent í alls konar vandræðum með hana bara vegna eins: Pug andar svolítið furðulega eins og allir sem þekkja hunda eitthvað vita, það svona hrín stundum í þeim eins og grísum. 

Oftar en ekki er búið að saka hundinn um að "urra á mig" , þegar ég svo reyni að útskýra þetta fyrir fólki þá trúir það mér ekki!!  Það er t.d. leyfilegt hundahald í blokkinni sem ég er í, eftir öllum löglegum leiðum, samt flutti kona inn sem segist vera með ofnæmi og börnin hennar hrædd við hunda, og vill losna við alla hunda sem eru hérna. Bara í mínum stigagangi eru 3 hundar engum til vandræða.

 AF HVERJU er þetta fólk að flytja í blokk þar sem er leyfilegt hundahald??? Hún sigaði umhverfisráði á okkur öll hérna þrátt fyrir að allt væri á hreinu með allt, bara til að vera með vandræði.  Ég borga mín gjöld, stend mína plikt með hundinn minn, en samt er kvartað.

 PS varðandi hundana upp í Mosfellsdal.  Ég man eftir því að það voru haldnir þarna hundar  fyrir einhverjum árum á vegum meindýraeyðis reykjavíkurborgar, sum sé minkahundar - er samt EKKI að segja að þetta séu þeir!!, en ég held að þeir myndu vita þar um hvaða hunda er að ræða eða gætu bent á einhvern sem veit eitthvað um málið . Vonandi kemur eitthvað í ljós með þetta.

kveðja, Eva

Eva (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 14:24

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér, ömurleg frétt!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 00:28

14 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Mér leið mjög illa við að heyra þessa frétt og viðbrögð mannsins voru einnig ótrúleg.

Kolbrún Baldursdóttir, 29.6.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband