Hvaða skít sem við viljum nú kasta þá...
25.6.2009 | 22:41
skulum við hafa hugföst nokkur atriði.
Ég segi bara eins og er til dæmis hjá mér. Við tókum lán til að kaupa hérna og fengum "aðstoð" í bankanum (bankamenn eru víst í unnvörpum að fara í áfallahjálp en það er önnur frétt) og þar á meðal nákvæman útreikning á greiðslubyrði téðs láns. Á minnsta kosti 2 eða þremur A4 blöðum. Þar með vorum við komin með nokkurskonar áætlun sem við höfðum til hliðsjónar.
Þetta gekk alveg glimrandi og enn tekst okkur að borga þrátt fyrir að Steinar hafi misst aðra vinnuna og ég veit að þetta verður allt í lagi í allt sumar.
EN...tölurnar á blaði sem við fengum úr bankanum eru alls ekki líkar tölunum sem koma núna á greiðsluseðlunum...og við erum að tala um að það muni miklu.
Fyrst og fremst ber maður sjálfur ábyrgð á sínum skuldbindingum- auðvitað. En leiti maður til fagmanns þá á maður að treysta ráðleggingum hans..er það ekki ?
Ef um annarskonar hluti væri að ræða þá væri hægt að leita réttar síns og þá vopnaður blaðinu sem manni var afhent til að byrja með en nei- ekki gagnvart bönkum eða íbúðalánasjóði.
Svo sitja hinir aularnir- sem bankarnir jafnvel vildu alls ekki lána, einhverra hluta vegna- og brjóta hjá sér rúðurnar með dómhörku.
Ok verði þeim að því.......
Farin að labba með Kela þannig að ef það stendur til að stela innbúinu þá má það ekki taka meira en hálftíma og byrjar að telja núna.
Farrah Fawcett er dáin og líka Michael Jackson
hér hefur skolfið í kvöld en ferfætlingum er alveg sama um það
Fjölskylda á hringekjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta er nú meiri dagurinn. Fegin er ég að sleppa við skjálftana ykkar. Það er að létta til hérna, kannski verður sól á morgun. Hafðu það sem best mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 23:09
Það er ekki fyrir venjulegt fólk að gera fjárhagsáætlanir á Íslandi enda þykir orðið sjálfsagt hér á landi að áætlanir standist ekki. Því miður.
Ég var að vinna í banka í nokkrar vikur í haust... akkúrat þegar hrunið varð. (ekki samt mér að kenna) Þá var starfsfólkinu boðin áfallahjálp ! Kommon... hversu margir þurfa ekki heldur á áfallahjálp að halda heldur en starfsfólk í bönkum ? Mér fannst það allavega alveg fráleitt, hafandi gengið í gegnum ýmsa margfalt erfiðari hluti á minni lífsleið, án áfallahjálpar.
Anna Einarsdóttir, 25.6.2009 kl. 23:09
Guðrún unnur þórsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:38
Það eru ótrúlega margir að lenda í vandræðum þessa dagana, þegar hver einasta afborgun af láni er hærri en sú síðasta. Svo eru það verðhækkanirnar á nauðsynjavöru. Ekki hjálpar það til.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:42
Hverjum vildu bankarnir ekki lána?
Endilega segðu frá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2009 kl. 01:39
Leikreglurnar eru þannig að Lánveitandi getur rétt þér plagg með „áætlun“ um greiðslubyrði á verðtryggðu láni og þú skrifar undir sem Lántakandi. Hentu síðan ofan á lánið 20% verðbólgu og gífurlegri vaxtahækkun sem Lánveitandinn nýtur góðs af. Á móti hefur þú sem Lántakandi rýrnaðan kaupmátt vegna þess að launin þín eru ekki verðtryggð. Bættu síðan ofan á það launalækkun eða atvinnuleysi vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Það eru þúsundir manna í þessum sporum og það er það ekki vegna þess að það gerði eitthvað vitlaust. Nema að treysta ráðgjöfum sínum í bönkunum. Og stjórnvöldum. Svona spilareglur þekkjast ekki í siðmenntuðum löndum.
Annars hlýtur einhver að láta reyna á þetta fyrir dómsstólum. Þetta er ekkert annað en vörusvik, maðkétið mjöl!
Ævar Rafn Kjartansson, 26.6.2009 kl. 12:09
Já maður er hættur að skilja neitt í þessu, borgar bara það sem maður getur, og þegir svo og dæsir.......
Marta smarta, 26.6.2009 kl. 12:47
Ævar, nákvæmlega. Væru þetta annarskonar viðskipti þá gengi þetta aldrei upp.
Guðrún, Ásdís, Jóna Kolla og Marta takk fyrir innlegg.
Jenný ; ég hef ekki lista yfir alla þá sem fengu ekki lán. Það nægir að lesa t.d. moggabloggið til að sjá suma þeirra sem orðum mínum er beint að.
Til dæmis svona setning skrifuð á innsoginu : en ég sko, á ekki einu sinni flatskjá !
Og þar með telur fólk sig stikkfrí.
Og nú er ég aftur farin í vinnuna
Ragnheiður , 27.6.2009 kl. 15:13
Ég vissi fullkomlega við hvað þú áttir, mig langaði einfaldlega til að heyra það svona beint út sagt.
En það er töluverð alhæfing sem felst í því að útskýra skoðanir fólks á þennan máta.
Eru þá allir sem finnst að kaup á lóð og tveimur húsum, vera töluvert glæfralegt og það sé kannski ekki svo sniðugt svona m.t.t. ábyrgðar á sjálfum sér, að tjá sig vegna þess að þeir eru vanskilamenn sjálfir?
Annars veit ég ekki hvað ég er að röfla yfir þessu, skiptir litlu.
Og b.t.w. ég á ekki flatskjá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2009 kl. 20:10
Við erum flest í sömu súpunni.
Enginn sem sá hrunið fyrir
Dúa, 27.6.2009 kl. 20:29
Ha hver keypti hvað og fékk ekki lán og...?
Nú er ég úti á túni og jafnvel að bíta gras bara
Dúa, 27.6.2009 kl. 20:32
Ah asssakið en ég náði þessu núna
Fólkið sem keypti lóð og hús án þess að vera búið að selja húsið sem þau áttu? Af því að fasteignasalinn LOFAÐI þeim að lóðin og húsið myndi seljast.
Ég á heima í steinhúsi, reyndar með gluggum og leyfi mér að kasta einhverju eins og : Common sense is not that common
Assssakið fjölda athugasemda vegna fattleysis
Dúa, 27.6.2009 kl. 20:36
Hellingur af kommentum og ég má ekki veraðí að spá í þær.
Takk fyrir innlegg
Ragnheiður , 27.6.2009 kl. 22:54
Sko ! Best að drífa sig að koma þessu á mál sem fólk almennt skilur.
Fólk er með fagmenn með sér sem ráðleggja og aðstoða við að plana hluti. Allt fer til fj......
Þetta getur einfaldlega komið fyrir hvern sem er.
Um daginn skrifaði ég um skömmina við að fara í þrot. Einhverjir töldu að slíkt tal væri ekki viðeigandi, það væri engin skömm að fara í þrot við þessar aðstæður sem nú eru uppi á landinu. Mér sýnist annað og þarf ekki annað en að skoða krækjur með ákveðnum fréttum af fólki sem er að fara illa út úr fjárfestingum. Það er alveg kássa af liði sem situr heima og hlakkar yfir þessu.
Það er svo ansi undarleg pólítík að bara "sumir " megi gagnrýna en ekki aðrir og bara "sumt" en ekki annað.
Þegar ég fer að leggja mig niður við að hlakka yfir óförum annarra viljiði þá endilega hnippa í mig, þá verð ég komin yfir mín eigin mörk.
Góða nótt
Ragnheiður , 27.6.2009 kl. 23:08
Ég hef svo mikla og flókna skoðun á þessu máli að það þarf eiginlega sjálfstætt blogg um það.
En ég skal hnippa í þig ef mér finnst þú vera farin að hlakka yfir óförum annarra - sem ég held að verði nú seint og hugsanlega verð ég sofnuð þá
Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.