Ég bý í sveit

og á sauðfé á beit

og sællegar kýr úti á túni

Nei..skrambinn..þetta er Steinar

En ég bý samt í sveit....

Ég vaknaði skelfing seint í dag, alveg orðin þreytt enda mikið búin að vinna undanfarið. Eina sem dugar þegar ég vakna með bakið fast er að labba með Kelann minn og það gerðum við.

Við hittum ungan mann og annan hund, þeir léku sér saman....voða sport að hlaupa og hlaupa.

Þá heyrðum við í hana.

Við fórum með unga manninum að skoða hanann...þeir eru reyndar fimm.

Ég hef aldrei fyrr séð hund missa gjörsamlega trýnið á jörðina en það gerði Kelinn. Hann var algerlega steinhissa á þessum hana...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:-)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hana nú

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 13:09

3 identicon

Tína var voðalega spennt þegar hún hitti loksins hesta og kindur en varð svo skelfingu lostin af hræðslu. Miklu betra að horfa á svona dýr út um bílgluggann. Hún hefur séð íslenskar hænur og hana en var ekkert sérstaklega hrifin, það koma svoddans óhljóð úr þeim dýrum þegar þau tala

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband