Barið í botninn

og kannski dugði það, kannski fór kanilsnúðamylsnan-það var þó ekki eina problem frúarinnar í tölvumálum. Hverja síðu þarf ég að refresha 7-8 sinnum til að fá hana til að birtast. Ég nenni þó ekki að spá í það, framtíðin er vörðuð vinnu og ég hef ekki net nema í annarri vinnunni.

Lífið virkar þannig að maður reynir að öngla saman fyrir þessu og hinu, sparar þar sem mögulegt er...og allt virðist þetta vera til einskis..mikið vildi ég að ég væri bara á leigumarkaði! En húsinu mínu vil ég halda og við það skal barist meðan hægt er...ég bý á frábærum stað, með frábæra nágranna..og hér VIL ég vera. *Hendimérígólfiðífrekjukasti*

En ég er búin að prjóna helling -segi og skrifa helling....þarf að finna mér tíma til að þvo þetta og setja myndir. Svo þarf ég að fá málin á þeim sem hafa pantað peysur..ég þarf að kaupa Bulky lopa í eitthvað ..sumt fólk þolir ekki lopann og vill peysur sem ekki stingur en samt með lopalúkki.

Við leysum svona mál krakkar....

Ég prjóna mikið léttari lopapeysur núna, bara í tvöföldum lopa..þær koma þrælvel og fallega út.

Man ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira, aðallega að láta vita að það er ekki ástæða til að fara á limingunum þó að ég verði ekki hérna næstu dagana...ég kem aftur, eins og Marteinn Mosdal og nú er að sjá hvort tekst að birta þessa umalltogekkert færslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 12:58

2 identicon

Já, mín kæra, þú kemur alltaf aftur!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það þýðir ekkert frekjan yðar að segjast vilja vera á leigumarkaði og henda sér í svo í gólfið og heimta að vera áfram húseigandi.

Gerðu þetta upp við þig.

Annars sendi ég NÁGRANNANN með orðurnar á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:14

4 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha !

Iss ég heyri kallinn koma kjagandi langar leiðir..með allt orðuglingrið. Fær maður annars orðu fyrir frekjukast ?

húseigandi ....amk þar til ég fer kyrfilega á hausinn hehe

Ragnheiður , 29.4.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband