Ahh já

það var rétt, hér er bloggsíða. Kanilsnúðamylsnan undir space bar er enn að hrekkja mig og tefur fyrir stórbrotnum bloggum á meðan..já eða þannig sko.

Það er búið að handtaka árásarmenn og vitorðsmenn í Arnarnes málinu. Það er gott.

Forsíða moggans í dag, ekki hægt að stöðva útbreiðslu (svínaflensunnar) vakti hjá mér bæði óhug og spurningar. Afhverju er brugðist svona seint við ? Er ekki þessi alþjóðaheilbrigðisstofnun til þess að bregðast hraðar við ? Ekki þar fyrir, það er áreiðanlega erfitt að stoppa svona flensur alveg. En mér finnst bara koma svo hratt að þeir tilkynni að þetta stefni í heimsfaraldur.

Ég ætlaði að gera eitthvað á facebook áðan en þá virkaði hún eiginlega ekkert, gat ekki breytt statur eða neitt. Hrmpf...ég var reyndar að breyta netinu hjá mér hérna heima, minnkaði það mikið niður enda er hér ekki lengur strákur að spila WOW.

Keli er alveg sæmilegur og það fer nákvæmlega ekkert fyrir honum einum. Lappi hefur greinilega verið "drifið" hérna í hundadeildinni. Keli og Rómeó eru að verða góðir vinir og enn meir eftir að Lappi skinnið safnaðist til feðra sinna. Það er dálítið tómlegt að hafa ekki Lappa kall...

En nú man ég ekki meira í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keli kallinn saknar félaga síns.Gamli labradorinn minn varð afar dapur þegar félagi hans og sambýlingur fékk annað heimili.En gott að kisi og Keli eru vinir.Þetta rán og árás er sérlega ógeðfelld.Eigðu góðann dag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já nú tekur bara hversdagsleikinn við kosningar afstaðnar og þjóðin búin að kjósa ,,yfir sig" það sem það taldi rétt.  Búið að ná innbrotsþjófum og bíddu já þetta með flensuna, pínu óhugur í minni en hva við getum varla farið að loka okkur inni fyrir svona smáræði, the live goes on my friend.

Ía Jóhannsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla ekki að missa mig í flensupælingar, er nógu brjáluð samt.

En heyrðu; ryksugaðu friggings lyklaborðið, það geri ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snúðu lyklaborðinu við og sláðu því létt við borðið...

Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2009 kl. 17:12

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Hæ. Ég er bara aðeins að kíkja á þig.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.4.2009 kl. 18:27

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

innlitkvitt og knús til þín Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:42

7 Smámynd: gaddur

gaddur, 28.4.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband