Skipulagslagaskógurinn
26.4.2009 | 22:40
Er greinilega verulega undarlega vaxinn, líklega eins og skógurinn í æfintýrinu um Hans og Gretu. Hér innst í minni götu er hús, sannkallað góðærishús. Það var byggt þegar allt var í full sving...en seldist ekki þó það lækkaði úr 115 millum niður í 99.9 og boðið væri langt hagstætt lán á 75 millur . Nú er nýjasta spilið, þarna á að koma sambýli fyrir aldraða...flott mál. Seint verð ég á móti slíkum húsum en ég fór að spá. Nú er ég fremst í götunni og öll umferð inn götuna verður að fara framhjá mér. Grenndarkynningin vegna þessa sambýlis var í 3 næstu húsin við það. Nú gefur auga leið að einhver slík starfsemi innst í götu bætir miklu við umferð. Ég vona að íbúar þessa húss verði ánægðir hér í götunni okkar en lýsi frati á svona skringileg skipulagslög. Ég hefði hinsvegar alveg samþykkt þessa starfsemi, bara svo það sé á hreinu.
(3. 0811078 - Blikastígur 19 - sambýli fyrir aldraða.Lögð fram niðurstaða grenndarkynningar um umsókn á breytingu á notkun húsnæðis úr íbúðarhúsi í sambýli fyrir aldraða að Blikastíg 19 skv. fyrirliggjandi umsókn Einars Jónssonar dags. 24.11.2009. Ein athugasemd barst. Erindið var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla nánari gagna um málið)
Athugasemdir
Skrítin vinnubrögð þetta.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:48
Birna mín, ég var að koma ofan að og kom við hjá Hauksa líka. Þeir lágu þarna bara fallegir og góðir þessar elskur.
Ragnheiður , 26.4.2009 kl. 22:51
Alltaf jafnmerkilegar þessar grenndarkynningar og hvernig að þeim er staðið ef ég vissi ekki hvar þú byggir þá hefði ég getað haldið að þetta hefði verið á Akureyri!!
Huld S. Ringsted, 26.4.2009 kl. 22:56
Hehe já ..ég botna ekki í þessu, hefði skilið þetta ef umræðuefnið væri skjólveggur.
Ragnheiður , 26.4.2009 kl. 23:08
Spúúkí vinnubrögð.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2009 kl. 02:25
Innlitskvitt og kveðjur....:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:21
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:52
Það mætti halda að þú byggir í Kópavoginum. Manni finnst nú samt lágmark að kynna þetta öllum íbúum götunnar þó svo að líklegt væri að allir myndu samþykkja svona breytingar.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:18
Það skríta við þetta er að skv. lögum þá þarf ekki grendarkynningu vegna sambýlis fyrir geðfatlaða eða þroskaheftra.
Sigrún Óskars, 29.4.2009 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.