örstutt færsla
25.4.2009 | 14:59
Jarðarförin fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Ég mun kannski seinna skrifa betur um það.
Í morgun náðum við að safna nægilegum kjarki og fórum með Lappa til læknisins. Um klukkan hálftvö í dag lauk ævi hans.
Lappi
f. 22 apríl 2003
d.25 apríl 2009
Hvíldu í friði kallinn minn, nú ertu hlaupandi um glaður og sæll, heilsan betri og sjónin komin.
Hérna er síðasta myndin sem tekin var af heillakallinum, tekin í morgun-rétt áður en hann fór í bílinn
Athugasemdir
Stórt klús héðan
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:06
Dísa Dóra, 25.4.2009 kl. 15:06
Auður Proppé (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:15
Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:17
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:20
Nú hleypur hann örugglega um glaður og frískur með Himma.
Knús til ykkar.
Marta smarta, 25.4.2009 kl. 15:32
Ía Jóhannsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:44
Nú er nóg komið.
Ég fer fram á það við almættið, Ragga mín, að þú fáir notið sumarsins og að ekki verði meira á þig lagt.
Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:58
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 16:02
Sendi þér hlýjar kveðjur, elsku Ragga mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.4.2009 kl. 16:04
Ég er sammála Önnu! Nú er komið nóg!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2009 kl. 16:07
já nú getur Lappi hlaupið um og leikið sér - en það er alltaf sorglegt að sjá á eftir dýrunum sínum - það veit ég vel.
Hugsa til þín og segi eins og Anna - nú er komið nóg
Sigrún Óskars, 25.4.2009 kl. 16:12
Þetta er nú orðið nóg sem á þig er lagt og ykkur. Kær kveðja þu ert ávallt í huga mínum.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2009 kl. 16:34
ég samhryggist þér elsku Ragga mín .(((((knús)))) til þín
Guðrún unnur þórsdóttir, 25.4.2009 kl. 16:37
Vona að nú sé að birta upp hjá þér alltof mikið lagt á herðar þínar Guð geymi þig.
gaddur, 25.4.2009 kl. 16:39
Elsku kellan mín, veit að þetta hafa verið þung spor í dag að láta svæfa Lappa en hann er núna að komast til Himma eða því trúi ég. Vona svo sannarlega að þessu fari að ljúka þó ég viti að þessu er ekki ólokið enn en vonandi sem fyrst.
Risaknús og risaklús til ykkar allra
Kidda (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 18:40
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 25.4.2009 kl. 20:39
Elsku Ragga mín
Huld S. Ringsted, 25.4.2009 kl. 21:06
Æi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 21:16
Ó mæ god, nú fór ég að gráta
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2009 kl. 22:24
Takk elskurnar fyrir hlýhug og vináttu. Við sem þekktum Lappa sjáum að á þessari mynd er hann ansi ráðvilltur á svipinn. Honum var farið að líða sífellt verr og önnur lausn var ekki í boði. Ekki má maður kvelja vininn sinn. Ég hef grun um að hann hafi verið með hæga heilablæðingu eða heilaæxli. Síðustu dagana og vikurnar hans var hann orðinn mjög óöruggur og geðvondur og það bendir til þess að dýrið kveljist, það má ekki.
Hér heima vantar mikið þó að Keli vinur hans sé auðvitað hér enn og Rómeó kisustrákur. Keli er alveg rólegur yfir þessu, hann skoðaði ólina hans Lappa vandlega þegar við komum heim. Við löbbuðum á kjörstað með Kela í dag og það getur valdið rólegheitum hans núna- að hann sé hreinlega þreyttur.
Takk aftur, þið eruð yndi.
Því miður er okkar basli ekki lokið í bili, einn enn er lagður af stað í mikla baráttu en ekki er okkar að tala um það opinberlega.
Ég tala sem minnst um aðra en mig og Steinar á þessari síðu, krakkarnir okkar meðtaldir. Málið er að ég er að reyna að gæta að þeirra einkalífi og ég má ekkert ryðjast inn í þeirra einkahagi og birta þá hérna. Sá eini sem mér er alveg frjálst að blogga um er Hilmar heitinn. Honum er vísast nokk sama. Á þessu er þó stundum breyting en þá er ég að skrifa um krakkana, sérstaklega Björn, í gamansömum tón og oftast er þá brandarinn á mig hvorteð er.
Mig langaði að skýra þetta hér. Fólk hefur víst misskilið þetta þannig að Himmi hafi verið eina barnið sem skipti máli.
Nú liggur þetta greinilegar fyrir og ég býð góða nótt
Ragnheiður , 25.4.2009 kl. 22:56
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:29
Hvernig líst þér á þennan. hann er aldeilis brosandi.
Sæl Ragga mín.
Vona að þið getið fengið ykkur annan fallegan hund.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2009 kl. 23:33
Rósa mín, þessi er fínn en við ætlum að eiga bara Kelann einan og Rómeó kött. Fáum okkur kannski annan hund seinna meir.
Þú ert yndislegur gleðigjafi og dundar við að finna eitthvað til að gleðja, svoleiðis fólk er dásamlegt.
Ragnheiður , 25.4.2009 kl. 23:51
Ragga mín ég samhryggist þér með hundinn, en samgleðst honum. Ég hef þurft að fara með einn hund og láta avlífa vegna veikinda og það voru þung spor.
Ragga mín þetta með börnin þín skil ég og hef alltaf gert auðvitað elskar þú þau öll og bangsasögurnar eru bara skemmtilegar.
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 08:33
Ef ég get eitthvað gert fyrir þig Ragnheiður..... hvað sem er..... láttu mig þá vita.
Anna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:05
Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:09
Anna mín ,ég geri það.
Takk fyrir hjartað Bidda mín
Ragnheiður , 26.4.2009 kl. 18:26
Ég er alveg orðlaus Ragga mín..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.4.2009 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.