Gleðilegt sumar
23.4.2009 | 18:37
mínir kæru bloggvinir sem ég þekki orðið ágætlega alla nema í raun einn sem bættist við í gær eða fyrradag. Ég kynnist þeim bloggvini bara með tímanum.
Á morgun fer ég og fylgi henni Öldu minni hennar síðasta spöl í þessu jarðlífi. Það verður hreint ekki auðvelt. Það er meira að segja svo óhugsandi erfitt að ég næ ekki að gleðjast almennilega yfir að hitta tvo yndislega ömmusinnarstráka sem ég hef ekki séð nokkuð lengi núna blessaða. Þeir eru sex ára töffarar og búa báðir á Hornafirði. Það verður samt æði að hitta þá...
Það er kreppa. Ég ætla að smyrja nesti til fararinnar. Öðruvísi mér áður brá. Kaffi í brúsa og smörrebröd í box. Shit.
Ég kom aðallega til að þakka ykkur veturinn. Þið voruð enn svona.
Á morgun vil ég að þið sendið þessum þremur telpum allan ykkar styrk og Lalla auðvitað líka. Þetta eru ekki eðlileg barnsspor að ganga á eftir kistu móður sinnar.
Hérna er hann Lalli, hann er ótrúlega handlaginn og góður að hjálpa manni við smíðavinnu. Þessi er tekin í fyrra þegar við vorum að laga gluggana hérna heima.
Dagbjört hjá Steinari "afa". Hún er elst.
Hér er Guðmunda, mikið upptekin og mátti ekkert vera að því að vera í betri mynd.
Hérna er Berglind Sara, minnsta spons, varð þriggja ára í febrúar. Þarna sést aðeins í hana Öldu mína.
Guð geymi Öldu, þessa góðu stúlku
Athugasemdir
Gleðilegt sumar, Ragga mín. Ég er ekki mjög aflögufær á þessu sviði, en þú færð samt svakalegt *LOPAPEYSUKNÚS* frá mér. Og ég hugsa til ykkar á morgun.
Einar Indriðason, 23.4.2009 kl. 19:00
Gleðilegt sumar elsku Ragga mín og takk fyrir veturinn .ég mun hugsa til ykkar allra á morgun .knús og kram þín Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 23.4.2009 kl. 19:16
Ragga mín! Þegar þú keyrir fram hjá mínu húsi eldsnemma í fyrramálið, horfðu þá ekki að lögreglustöðinni, horfðu upp í eldhúsgluggann minn. Þar mun loga ljós handa þér
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 19:34
Æði Hrönn mín, búin að segja Steinari þannig að við munum horfa í rétta átt..þú er best
Ragnheiður , 23.4.2009 kl. 19:36
Gleðilegt sumar Ragga mín ég mun kveikja á kertum til þín og elsku barnana og Lalla.
Þetta er alltaf svo erfitt og sárt.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2009 kl. 19:52
Guð blessi Öldu.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2009 kl. 20:04
Æ, þetta er svo sárt. Missir Lalla og telpnanna og ykkar er ofboðslega mikill. Guð veri með ykkur öllum á morgun, ég mun hugsa til ykkar og senda ykkur ljós og styrk.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:31
Hér mun líka loga ljós fyrir börnin hennar Öldu þinnar og manninn hennar. Allar mínar bænir fylgi þér á morgun, hrossið mitt góða.
., 23.4.2009 kl. 20:35
Gleðilegt sumar.
Það er sárt þegar fólk kveður í bloma lífsins samúðarkveðjur
Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2009 kl. 20:44
Elskurnar mínar, kærar þakkir
Ragnheiður , 23.4.2009 kl. 21:24
Gleðilegt sumar Ragga. Samúðarkveðjur til ykkar.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 23.4.2009 kl. 21:26
Elsku Ragga mín, ég mun kveikja á kertum hér á morgun og minn hugur verður með þér og þínum elskan mín.
Guð veri með ykkur öllum
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 21:30
Gleðilegt sumar góði nágranni og bloggvinur.
Gangi ykkur vel á morgun, megi Guð vera með ykkur
Gott hjá þér að taka nesti - miklu betra en sjoppufæðið - svo eru "borðstofusett" (eins og það er kallað á mínu heimili) mjög víða.
Sigrún Óskars, 23.4.2009 kl. 21:47
Já Sigrún mín, gleðilegt sumar yfir til baka. Þessi borðstofusett eru víða, við kannski getum notað þau í bakaleið...
Takk Sirrý
Takk Milla mín
Ragnheiður , 23.4.2009 kl. 22:21
Góða ferð elsku Ragga mín á morgun. Hér munu loga ljós með ósk um kærleik og styrk fyrir ykkur öll á þessari erfiðu og ótímabæru stund
Guð gefi ykkur styrk og huggun
Erna, 23.4.2009 kl. 22:23
Mig langar svo að taka utan um þig núna.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til Lalla og dætranna litlu, til þín Ragga mín, Steinars og allrar fjölskyldunnar. Ég mun hugsa til ykkar á morgun.
Guð geymi Öldu.
Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 22:40
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 22:57
Gleðilegt sumar, og góða ferð á morgun. Það er flott að taka nesti með sér. Það er alltaf erfitt að fylgja ástvinum til grafar, ég ætla að kveikja ljós fyrir ykkur öll sem syrgið á morgun.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2009 kl. 00:56
Mig skortir orð núna en hugsa til ykkar allra.
Ía Jóhannsdóttir, 24.4.2009 kl. 06:47
Mun hugsa til ykkar í dag Ragga mín, ykkar allra
Gleðilegt sumar og takk fyrir samskiptin á liðnum vetri
Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2009 kl. 07:22
Tid erud hjá mér i huga mínum elsku Ragga mín.Tung eru sporin tó verdi tekin.
Hjartanskvedja til ykkar allra og gangi ykkur vel.
Gudrún Hauksdótttir, 24.4.2009 kl. 09:03
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:59
Þú ert í mínum huga Ragga mín elskuleg
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2009 kl. 11:34
Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra hér mun loga á kerti .Kærleikur til ykkar og Guð leiði ykkur í þessum þungu sporum.Kveðja
gaddur, 24.4.2009 kl. 12:06
Elsku Ragga mín ég hugsa til þín.
Ég sakna þess að geta ekki bloggað en svona er lífið.
Kveðja Ásgerður
Ásgerður (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:51
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Megi almáttugur Guð vera með þér og gefa þér styrk.
Gleðilegt sumar
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2009 kl. 16:06
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:59
Knús og gleðilegt sumar Ragga mín elskulegust!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2009 kl. 21:10
Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.