Þegar skipt er um skoðun svo snarlega að það er vont
22.4.2009 | 19:18
Hafið þið lent í því ?
Sjálfstæðismenn hafa löngu reynt að setja undir þann leka með því að líma fyrir túlann á Hannesi Hólmsteini í ákveðinn tíma fyrir kosningar.
Nú sýnist mér á öllu að vinir mínir , VG, verði að gera það sama með Kolbrúnu Halldórsdóttur. Sleppa olíuvinnslu á Drekasvæðinu ! Ekki nema það þó !!
Ég var búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa, nú eru runnar á mig nokkrar grímur. Það eina sem ég veit er að ég mun alls ekki kjósa það sem ég er "vön" að kjósa, Sjallana. Nei takk. Ég er kragaatkvæði sem strauk.
En nú fer ég að klippa í sundur rosalega flotta design peysu, síða svarta með hettu, spes ermum og bara æðisleg.
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Ég sendi þér skilaboð áðan en veit ekki hvort þú hafir fengið þau. Ég skrifaði fyrirspurn hjá bloggara sem er Vinstri Grænn um þetta mál og sendi þér afrit.
Ég segi eins og þú. Skásti kosturinn af öllum slæmum var V-G en ef það má ekkert í þessu V-G kompaníi þá er alveg eins gott að skila auðu.
Þarna sáum við smugu að geta aflað þjóðinni gjaldeyristekjur og að við gætum náð að borga skuldir og ná okkur á strik aftur.
Ætli Kolbrún Halldórsdóttir leikkona verði ekkert vör við alla sem eiga bágt í kringum hana núna síðan í okt? Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru í vandræðum með að úthluta til einstaklinga og var mér sagt frá einum vini mínum sem fær bara úthlutað einu sinni í mánuði vegna þess að skjólstæðingum hefur fjölgað en á móti vantar aukið fé til að kaupa mat fyrir skjólstæðingana.
Hvers vegna fá ekki þessi samtök aðstoð frá hinu opinbera til að greiða götu þeirra sem minna mega sín.
Alveg bit á þessu.
Guð veri með þér og gefi þér styrk
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:42
Rósa mín, hafirðu sent þau hérna innan moggabloggkerfis þá virkar það ekki hjá mér. Ég hefði haldið að það kæmi sér vel fyrir þjóðfélagið í heild að reyna að ná í þessa olíu þarna og þetta er úti í ballarhafi. Ég skil bara ekki hana Kolbrúnu...
Takk fyrir komuna Rósa mín, bænirnar þínar og styrktarorðin
Ragnheiður , 22.4.2009 kl. 22:01
nei ég hef ekki lent í því en ég er reyndar búin að ákveða mig en samt fylgist ég með umræðuni .knús til Ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:17
Gunna mín
Ragnheiður , 22.4.2009 kl. 22:31
Ragga: Hefur þú kosið Sjallana? Nú missti ég andlitið ofan í lyklaborðið.
Ésús minn.
Og hættu að éta yfir lyklaborðinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 22:36
Það er ekki almennilegt "missa andlitið" nema maður lendi með hökuna á annarri skyrtutölu.
Ég hef verið staðfastur sjalli í allt of mörg ár...
Ég hætti bara að éta, það er ekki spurningin
Ragnheiður , 22.4.2009 kl. 22:42
Það eru fífl í öllum flokkum,mis áberandi þó..Svarta síða kápupeysu með hettu????????
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:14
Þið eruð dásamlegar
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:26
Iss, Kolbrún ræður engu um þetta. Eins hrikalega og ég er á móti olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, finnst mér ekki spurning um að við eigum að finna olíuna ef hana er að finna á Drekasvæðinu. Við höfum í raun ekki margra kosta völ eins skuldsett og við erum eftir útrásarbjánana og þau stjórnvöld sem leyfðu þeim að "leika sér".
Og það er miklu eðlilegra að skipta um skoðun í pólitík eftir því sem maður þroskast og stjórnmálamenn vanþroskast........ heldur en að kjósa eitthvað sem maður hefur alltaf kosið - sama hvað.
Sjálfstæðisflokkurinn út.
Samfylking, Vinstri Grænir og Borgarahreyfing inn.
Anna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:34
Sammála með Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum vegna þess að þá áttu Rússar að vera með í dæminu. Skipin þeirra eru nú ekki til fyrirmyndar og siglandi á ryðkláfum á Vestfjarðarmiðum þýddi umhverfisslys fyrr heldur en síðar. Líst betur á að við gerum þetta sjálf og verðum í samstarfi við þjóðir sem hafa öryggismál í 100% betra lagi en Rússar.
Drekasvæðið er víst vel staðsett veðurfarslega og hefur það verið útskýrt fyrir mér en ég treysti mér ekki að útskýra það.
Vona að við getum nýtt þær auðlindir sem guð vill gefa okkur, gefur okkur gjaldeyrir, borgum skuldir og við getum lagað stöðuna hjá okkur.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:07
Ég er líka fyrrverandi sjalli, sem strauk til Borgarahreyfingarinnar. Þar finn ég hljómgrunn fyrir mínar skoðanir í dag.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2009 kl. 01:52
Þetta kemur mér ekkert á óvart, það sem hefur komið mér að óvörum undanfarin ár er hvað Kolla mín er ´búin að hanga lengi inn á þingi. Annars bara sendi ég góðar kveðjur inn í hlýtt og gott sumar Ragga mín.
Ía Jóhannsdóttir, 23.4.2009 kl. 05:47
Ég get ekki hugsað mér olíuhreinsistöð fyrir vestan.
Jóna Kolla, það er líka ágætur valkostur að kjósa O.
Takk öll fyrir innlegg og gleðilegt sumar ..
Ragnheiður , 23.4.2009 kl. 07:47
ekki veit ég hvað skal kjósa - skila kannski auðu
Gleðilegt sumar
Sigrún Óskars, 23.4.2009 kl. 08:59
Autt atkvæði er dautt atkvæði.
Ég hvet alla til að kjósa skársta kostinn til að koma í veg fyrir að versti kosturinn fái brautargengi.
Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 09:32
GLEÐILEGT SUMAR !
Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 09:32
Mikið er ég sammála ykkur. Ekki olíuhreinsistöð fyrir vestan, ef það er olía á drekanum þá eigum hiklaust að nýta okkur hana og fara norsku leiðina.
Ég ætla að kjósa O.
Þú verður að setja inn mynd af svörtu peysunni þegar hún er tilbúin.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:34
Ég segi eins og Jenný: Varstu Sjalli? Það hefur þá einn og einn almennilegur leynst í þeirra röðum þótt það færi ekki hátt. Gott að þú sért snúin af villu þíns vegar og búin að sjá ljósið.
Helga Magnúsdóttir, 23.4.2009 kl. 19:19
Helga ; takk (held ég ) hehehe
Ragnheiður , 23.4.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.