vinnutörnin búin þessa vikuna
20.4.2009 | 00:11
og ég kemst í tvo daga í hina vinnuna...
Dagarnir eru bara erfiðir, Alda mín í huganum hverja stund. Það er svo erfitt að eiga að kveðja hana, ég hef engan haft meira samband við í gegnum tíðina en hana - hún hefur alltaf verið þarna innan seilingar.
Ég talaði við Lalla í kvöld og það er svo gott að tala við Lalla, þar er svo mikill Öldubragur á því. Hann skilur hvert orð sem ég segi og ég skil hann til baka.
Á föstudag leggjum við land undir fót og erum búin að ráða hús og hunda-kattapassara á meðan. Við förum austur og fylgjum Öldu síðasta spölinn hennar.
Bílstjórinn sem flutti lik hennar austur viknaði á leiðinni. Lalli fylgdi á sínum bíl. En svo komu bílar að austan til að fylgja Öldu heim í hinsta sinn og úr varð þessi fallega fimmtán bíla líkfylgd. Bílstjórinn táraðist og sagðist ekki fyrr hafa fengið slíkar viðtökur þegar hann hefði flutt lík heim.
Ó hvað mig kvíður fyrir föstudeginum
Athugasemdir
Knús og kveðjur Ragga mín
Sigrún Jónsdóttir, 20.4.2009 kl. 00:17
knús til þín Ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 20.4.2009 kl. 00:23
Þetta er svo vont,ég veit ekki hvað ég get sagt til að hugga þig en ég er til staðar fyrir þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:52
Sæl Ragga mín.
Megi almáttugur Guð gefa þér styrk á föstudaginn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 00:58
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 01:00
Knús á ykkur til baka.
Birna mín, kærar þakkir fyrir það...í sumar hittumst við
Rósa mín, takk fyrir bænirnar þínar og fallegu myndirnar
Ragnheiður , 20.4.2009 kl. 01:02
Knús á þig Ragga mín
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2009 kl. 01:15
Sendi þér hlýtt faðmlag og ljós Ragga mín.
Ía Jóhannsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:04
Það er svo sorglegt og sárt að fólk skuldi deyja svona ungt. Missir og söknuður þeirra sem eftir sitja er ólýsanlegur.
Ragga mín.
Anna Einarsdóttir, 20.4.2009 kl. 08:16
Innilega knús og kveðjur til þín elsku Ragga mín. Megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 08:52
Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 09:09
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:29
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:20
Knús knús til þín frá mér.....:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.4.2009 kl. 12:45
Elsku Ragga mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2009 kl. 14:12
Það er svo fátt sem hægt er að segja til huggunnar á svona sorgarstundum elsku Ragga mín, ég hugsa til þín og sendi þér kærleikskveðjur
Kv Erna.
Erna, 20.4.2009 kl. 17:12
Gangi ykkur vel á föstudaginn - hugsa til þín
Sigrún Óskars, 21.4.2009 kl. 22:49
Takk Sigrún mín, Haukur frændi minn kemur heim síðdegis til að passa hvuttana og Rómeó...þeir meika ekkert að vera einir svona lengi ræflarnir
Kær kveðja yfir girðinguna
Ragnheiður , 21.4.2009 kl. 23:53
Haukur dýragarðsvörður, það er ekkert nýtt hehe.
Haukur Atli Hallgrímsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:47
Haukurinn minn, þú getur áreiðanlega sótt um í dýragarði bráðum. Kominn með fína reynslu hehe
Ragnheiður , 22.4.2009 kl. 22:02
hahaha, alveg mjög líklega.
Haukur Atli Hallgrímsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.