Mamman tuðar í barninu
19.4.2009 | 00:25
og aldrei læri ég að stundum er bara best að segja ekki neitt...
Í gær kom Bear með föt til að setja í vél
Hann hringdi til að fá leiðbeiningar á þvottavélina
Mamman leiðbeindi.
Mamman kom heim og þá var þvottur í vél og enginn Björn, vélin löngu búin
Mamman svaf og þurfti að nota vél um morguninn (kelmundur gubbaði í bólið sitt )
Þvottur Bear´s fór í þurrkarann, mamman pirruð...
Hringdi í Bear og sagði að þetta "virkaði ekki"
Menn sem kæmu að þvo ættu að þvo, setja í þurrkarann og bíða eftir þessu öllu saman.
Nú væri mamman sko búin að setja í þurrkarann !
Björn þagði svolitla stund og spurði svo : Hvað virkaði ekki ? með háðstón í röddinni.
°°°°°°°°°°°°°°
mamman lét plata sig, björninn kom þvottinum á kelluna og allir bara hamingjusamir, er það ekki bara ?
Athugasemdir
Hann er útséður hann Björn, kann greinilega að spila með mömmu sína
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:33
Já Jóna, ég held að ég hafi verið plötuð fyrir allan peninginn þarna !
Ragnheiður , 19.4.2009 kl. 01:43
Ég segi nú bara 1-0 fyrir mínum elskulega bróðir Svona á að gera þetta hehe
Hjördís (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 02:28
heheeheh Björninn góður! Hortugheitin uppmáluð..........
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2009 kl. 10:29
það er ótrúlegt hvað börnin hafa "tögl og haldir" á okkur mömmunum þau kunna þetta frá fyrstu tíð.
Sigrún Óskars, 19.4.2009 kl. 11:42
Gísli minn sem sér um alla þvotta á þessum bæ, lætur ekkert plata sig, hann bara sér um þetta og það vita englarnir mínir þeir vita einnig að honum finnst þetta skemmtilegt, enda ekki að marka við erum komin af vinnumarkaði og höfum allan heimsins tíma.
Kærleik í daginn þinn ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2009 kl. 11:51
Bangsinn góður hefur kunnað alveg á þetta.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 11:53
Ég er búin að taka aftur við þvottinum hér á heimilinu. Það var nefnilega pínu álíka og hjá Birninum þegar minn elskulega var að böglast við stórvaskið hehehe..
Ía Jóhannsdóttir, 19.4.2009 kl. 14:00
knús á þig elskulegustþú ert einstök ljúfa elsku Ragnheiður mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.4.2009 kl. 19:26
knús til þín Ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 19.4.2009 kl. 20:57
hmm... löngu búin að læra á svartan ruslapoka og setja hann svo fyrir utan hún...fullur af blautum þvotti..)
Inga María, 19.4.2009 kl. 23:15
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:48
Ó Inga María...ég þarf að læra greinilega hehe
Mér finnst þetta svo gott á mig annars..
Ragnheiður , 20.4.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.