Manni leggst eitthvað til

en maður verður oft bara að sjá það.

Um daginn var ég ekki stór upp á mig andlega, óttalega kjarklaus og þreytt.

Minn maður bauð í bíltúr.

Það eru oft yndislegar stundir, talað um allt og ekkert, höldumst í hendur.....

Nema hann segir ; sko sérðu lóurnar ?!

Ég sé engar lóur og varð eiginlega smá spæld, hugurinn þreyttur og þolið í skuld.

Minnstu munaði að hann sneri við svo ég sæi þessar árans lóur.

En hann gerði það ekki

ég var spæld í þessar lögbundnu fimm mínútur

í dag fórum við aftur í bílinn, að sækja minn bíl og þá sá ég lóurnar, ekki þessar tvær sem hann sá um daginn heldur heilu breiðurnar af lóum hér á Bessastaðatúninu.

Jeyj...þá er vorið komið

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Rómeó fjöldamorðingi er móðgaður. Hann er kominn með bláa glimmeról með bjöllu. Honum finnst hann hálf ræsknislegur með þetta og stórhneykslaður á hávaðanum sem kemur þegar hann hreyfir sig.

Rómeó er æði, ég er svo ánægð með að hafa fengið þennan kisa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kisur eru ótrúlega næm og góð gæludýr, ég get ekki hugsað mér lífið án kattanna minna.  http://www.ii2.org/user.php?nick=huxa&s=images&img=7861860   Hún Rúsína mín drepur ekki bráðina, hún kemur með sprellifandi mýs og fugla til mín.  Ef einhver er veikur hjá mér verða kisurnar sérstaklega góðar við þann veika. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Jón Arnar

gleðilegt vor - lóan er jú ykkar vorboði svo það er líka komið til ykkar

Jón Arnar, 17.4.2009 kl. 01:06

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ó ég vona að ég sjái Lóuna hér, annars kannast ég ekkert við þessa fugla :(           

Erna Friðriksdóttir, 17.4.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Lóan komin til ykkar og Svölurnar til okkar.  Þetta verður gott sumar!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2009 kl. 08:17

5 Smámynd: Einar Indriðason

Litli kisinn á heimilinu, hér í den... Hann færði björg í bú, eins og lög (og kettir) gera ráð fyrir.  Hann náði ekki fuglunum, ekki ennþá..... svo hann lét duga að veiða ánamaðka, og kom með þá mjög hróðugur á svipinn.  Einstaka sinnum færði hann hunangsflugur í búið.........

Einar Indriðason, 17.4.2009 kl. 08:41

6 identicon

Spörrarnir og mótorhjólin eru mínir vorboðar.Ég vakan snemma þessa dagana þar sem ástarlífið í trjánum er hávært.En það er svo gaman af þessum krílum svo það er gott að kettir hafi bjöllur.Faðmlag til þín frá mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:01

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleði og kærleik í vorið elsku Ragga mín, lóurnar eru yndislegar.

Æ, hvað  hann Steini þinn er góður, og maður er heppin ef maður á svona klett fyrir mann.
Knús til ykkar beggja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2009 kl. 13:29

8 identicon

Hélt um daginn að ég væri orðin rugluð þegar ég heyrði fyrst í Lóunni. Ljónið á þessum bæ er með 2-3 bjöllur yfir sumartímann.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:44

9 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Já, vorið er svo sannarlega komið og það birtir til í sálinni.

Varðandi uppskriftina að hringpeysunni sem þú vart að spyrja um, ertu með facebook síðu? Uppskriftin er þar. Láttu mig vita.

Og já, takk fyrir að opna síðuna þína aftur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 17.4.2009 kl. 19:35

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Vorboðinn er svo fallegur og söngurinn dásamlegur.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2009 kl. 21:56

11 Smámynd: Ragnar Emil

Skemmtilegt að lesa bloggið þitt og takk fyrir addið um daginn Yndislegar myndir hjá þér og sorglegt að lesa um son þinn sem lést, þú ert mikil hetja finnst okkur.  

Kær kveðja, Aldís og Ragnar Emil.

Ragnar Emil, 17.4.2009 kl. 23:34

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Nú eru einmitt lóurnar í Bessastaðatúninu - og þá er pottþétt komið vor.

Ég segi eins og Guðrún Emilía - þú ert heppin að "eiga" hann  Steinar að ( og hann heppinn að "eiga" þig).

knús yfir

Sigrún Óskars, 18.4.2009 kl. 09:38

13 Smámynd: Sifjan

Vorið er líka komið hingað á Norðurlandið... loksins :=) 

Sifjan, 18.4.2009 kl. 12:29

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband