Ah
31.3.2009 | 00:25
Ástkær sambýlismaður rifjaði upp gamla takta á heimleiðinni. Upp úr eins manns hljóði tilkynnir hann hógvær að það sé að síga værð á hann. Viðbragðið úr hinu sætinu létu ekki á sér standa : ,, á að fara að byrja á því aftur ? Búinn að aka leigubíl í 20 ár um borgina steinsofandi ?
Hann skaut þarna setningu inn í og sagði : Og ekki lent í neinu..
Framsætisfarþeginn kominn í ham og hélt áfram : og hvað er málið með það ? Svo kemur einhver auli, sofnar einu sinni og bang, beint á staur og hausinn af ?? Ég skil ekkert í þér að hafa rukkað fólk fyrir að fara með þér steinsofandi um alla Reykjavík ! Þú hefðir átt að borga fólki fyrir að þora með þér !!
Önnur setning barst undan stýrinu : Ekki bara í Reykjavík
Framsætisfarþeginn var orðinn í framan eins og hamstur, ekkert nema kinnarnar og áfram hélt ræðan um stórhættulega og bráðónýta ökumenn en svo leit kellingin til hliðar.
Þar sat umræddur óbótabílstjóri og hristist af hlátri. Það er nú ekki ónýtt að fá svona skemmtiatriði á heimleiðinni hló hann.
Kva, maður verður nú að geta talað við þig sagði ég varlega og gaut á hann augunum.
Hinsvegar er þetta rétt hjá mér og löngu leyst. Hann var illa haldinn af kæfisvefni þegar við fórum að búa saman. Til læknis var hann sendur (rekinn) og fékk bipap vél til að sofa með. Síðan er hann oftast ágætlega vakandi þegar hann keyrir en þannig var það ekki áður fyrr.
Kæfisvefn er stórhættulegur.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Hér er ég annars dauðuppgefin en frábært að koma heim í hreint hús. Svo sátum við Keli eins og tveir greifar í sófanum meðan pabbinn setti hreint á rúmið. Nú er Keli lekinn út af en mamman bloggar og pabbinn er á facebook.
Ég fór til Öldu í kvöld, þaðan er allt við það sama bara.
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:35
Anna Margrét Bragadóttir, 31.3.2009 kl. 01:08
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 08:10
hahah... eins og hamstur í framan
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 08:41
Þú ert sko með húmorinn í lagi, frábær lýsing.
Auður Proppé, 31.3.2009 kl. 09:10
Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2009 kl. 09:59
Hefði viljað vera fluga i bílnum að hlusta og horfa.
knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:54
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:54
Sigrún Óskars, 31.3.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.