Ung og falleg stúlka geislaði af gleði í dag

og það er gaman að fá að vera með í slíku. Hitta fólkið hennar og sér í lagi ÖMMU...ég segi ÖMMU með stórum staf vegna þess að Ásta ljósa var sko AMMA hans Himma. Þetta er kona sem er góð í gegn.

Ég er hinsvegar dauðþreytt og ekki af þessari veislu sem líklega hressti mig meir en nokkuð annað. Ég fór heim og í auðveldari fatnað, tók með mér Pattann minn og Anítu og við fórum til Öldu. Þau fóru svo heim en ég sat áfram hjá Öldu með prjónana . Hún svaf öðruhvoru en vildi svo líka skreppa út að reykja, ég get svarið það, ef hún reykti ekki þá væri hún löngu lögst niður og færi ekki framúr meir. En hey..ég er ekki að segja þetta til að breiða rósrauða blæju yfir að ég sé byrjuð aftur, ég er ekki byrjuð aftur og það er ekki á áætlun hjá mér.

Patti minn átti voða erfitt með Ölduna sína svona lasna. Kallanginn minn, hann er svo góður.

Ég veit ekki hvað ég skal segja meir..ég er ofsalega þreytt í bili en það skánar þegar ég legg mig niður á koddann með kallinn minn, hundana og köttinn...dreg í mig skilyrðislausa ást,styrk, kjark og þor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 29.3.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Sigrún Óskars

ekki dónalegt að eiga svona kall (og dýrin)  sem gefur þér ást, styrk, kjark og þor  án skilyrða - njóttu þess bara  þú átt það svo sannarlega skilið

Sigrún Óskars, 29.3.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða nótt ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kraftmikil og falleg síðasta setningin í blogginu þínu. 

Sofðu vel.

Anna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 22:59

6 identicon

Það er dásamlegt að geta dregið í sig svona skilyrðislausa ást, styrk, kjark og þor. Ég þekki það mjög vel.

Góða nótt og sofðu rótt

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Auður Proppé

Knús á þig elskuleg.

Auður Proppé, 30.3.2009 kl. 08:20

8 identicon

Alda er heppin að eiga þig að svo mikið er víst.Þú ert yndisleg Ragga mínSendi þér faðmlag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:28

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Elsku Ragga mín..það var svo yndislegt að sjá ykkur öll í gær takk fyrir að koma og ver með okkur þið eruð bara yndisleg..

Ég ætlaði að spyrja .þig hvernig Alda hefði það en auðvita gleymdi ég því þarf bara að heyra betur í þér sem fyrst hugsa mikið til hennar Öldu og fjölskyldu hennar...

Farðu vel með þig knús til þín frá okkur hér 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.3.2009 kl. 10:37

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín þú ert svo heppin að eiga Steina þinn og öll dýrin þau vita ef eitthvað er að.

Ljós og orku til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 12:52

11 Smámynd: Daggardropinn

Daggardropinn, 30.3.2009 kl. 21:05

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Kærlegs kveðjur til þín og þinna  Mikið er fólk heppið að eiga þig að

Erna Friðriksdóttir, 30.3.2009 kl. 21:11

13 Smámynd: Auður Proppé

Þú ert yndisleg Ragga mín.

Auður Proppé, 30.3.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband