Hálfuppgefin

og ég var að koma frá henni Öldu. Þetta sígur allt áfram, við hittum Siggu systir þar. Hjalli og Aníta komu með okkur og við ákváðum að kíkja svo við hjá herrunum Birni og Arnari. Þeir búa saman rétt við Hlemm. Það var huggulegt hjá þeim. Þeir tilkynntu roggnir að þeir hefðu verið að steikja sér fisk.

Þóttust flottastir alveg.

Ég er alveg orðin þreytt. Þar er svo sárt að horfa á Öldu veikari og veikari. Og vita fullvel að hverju dregur. Ég fékk svo símtal frá manninum hennar í kvöld þegar ég var á heimleið. Hann veit ekkert enda læknarnir ekkert haft samband við hann. Ég hvatti hann til að koma suður, hafa samband við læknana í fyrramálið og vera svolítið stífur við þá og krefjast svara og skýringa frá þeim. En umfram allt koma suður og vera hér með henni.

Ég er ósátt við að hafa þurft að vera sú sem sagði honum hvernig komið er. Það er ekki mitt hlutverk. Ég gerði það samt með mikilli nærgætni.

Og orkan skreið burtu.

Góða nótt mínir kæru bloggvinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Auður Proppé

Auður Proppé, 22.3.2009 kl. 23:27

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er rétt hjá þér, þetta á ekki að vera þitt hlutverk vinkona og mér finnst að læknarnir ættu að ræða málin betur við fjölskyldu hennar.  En ég veit þó að þú hefur tjáð þig á eins nærgætinn hátt og hægt er við þessar aðstæður.

Eigðu góða nótt. 

Anna Einarsdóttir, 22.3.2009 kl. 23:29

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 23.3.2009 kl. 00:35

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 00:44

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mázki ekki þitt, en líklega fáir sem að gætu það betur Ragga mín.

Knúz í þinn garð.

Steingrímur Helgason, 23.3.2009 kl. 01:01

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 07:37

9 Smámynd: Sigrún Óskars

 knús

hann ætti að biðja um "fjölskyldufund" en þar er farið yfir hvernig komið er og hvað er hægt að gera.

Sigrún Óskars, 23.3.2009 kl. 09:39

10 Smámynd: Erna

Hugsa til þín Ragga mín

Erna, 23.3.2009 kl. 10:50

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sendi þér hlýjar kveðjur og hvítt ljós Ragga mín.

Ía Jóhannsdóttir, 23.3.2009 kl. 11:19

12 Smámynd: Ragnheiður

Já ég veit Sigrún, hann er bara í 400 kílómetra fjarlægð en hann kannski kemur núna suður.

Takk elskurnar

Ragnheiður , 23.3.2009 kl. 11:26

13 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:43

14 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 23.3.2009 kl. 16:14

15 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:42

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Kom hér og hef ekki komið mjög lengi sendi knús til ykkar og eitt svona líka

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.3.2009 kl. 22:23

17 Smámynd: Tína

Blessuð hjartað mitt. Tek undir með Steingrími. Ég sendi þér alla þá orku sem ég bý yfir. Guð geymi þig og þína og veiti þér styrk.

Tína, 24.3.2009 kl. 09:49

18 identicon

Segi eins og Steingrímur hér að ofan. En þetta var ekki endilega þitt að segja frá en því miður varð einhver að gera það og sennilega hefur engin verið hæfari til þess nema þú elsku vinkona. Vonandi verður þetta til þess að hann komi í bæinn og verði hjá henni það sem eftir er.

Sendi þér alla orku sem ég get og meira til.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 11:14

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sendi þér orku Ragga mín, farðu vel með þig elskan það er bara til ein þú.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2009 kl. 20:46

20 Smámynd: .

Hrossið mitt góða .... allar góðar vættir haldi utanum þig og þína ..... fast.

., 25.3.2009 kl. 09:06

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín eigðu eins góðan dag og hægt er.
Sendi þér ljós og orku
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2009 kl. 11:41

22 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 25.3.2009 kl. 13:20

23 Smámynd: Ragnheiður

Ég er hér að laumast um í mínu eigin kommentakerfi. Ég er búin að fá svo mikið ógeð í bili.

Þið sem lesið á facebook sjáið hvers vegna það er

En að Öldu, það var fundur með læknunum í dag. Lalli kom í gær suður. Í fundi dagsins kom fram að meinið er komið í lifur, lungu og bein. Áætlunun hljóðar upp á framhaldslyfjagjöf enda nýhafin ný meðferð.

Kær kveðja til ykkar sem lesið og áttið ykkur á skilaboðunum hér.

Ragnheiður , 25.3.2009 kl. 20:47

24 Smámynd: Auður Proppé

Elsku vinkona, þetta eru hræðilegar fréttir, þær verstu sem hægt var að fá.  Ég finn svo innilega til með þér, Öldu og fjölskyldu hennar.  Vonum að hún fái góða meðferð til að lina verkina.  RISAknús á þig og kærleikur.

Auður Proppé, 25.3.2009 kl. 21:41

25 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 25.3.2009 kl. 21:44

26 Smámynd: Ragnheiður

Auður mín, þess vegna þoldi ég ekki færsluna hennar Helgubitru. Þó að þeirri sneið væri auðvitað beint að þér eins og við vitum þá stakk hún auðvitað hnífi í fleiri.

Hatrið er svo blint að hún sést ekki fyrir.

Aumingja Aldan mín

Ragnheiður , 25.3.2009 kl. 21:51

27 Smámynd: Auður Proppé

Það er einmitt það sem mér þykir svo miður og líður hræðilega illa að henni tókst að særa svona marga, hún var of upptekin að særa mig að hún sá ekkert út fyrir það.  Hún var ekki ein á bak við þetta við vitum það.

Knús og kærleik til þín elskuleg, ég ætla að fá að kveikja á aukakerti núna fyrir Öldu á síðunni hans Himma.

Auður Proppé, 25.3.2009 kl. 21:57

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð blessi ykkur öll elsku Ragga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2009 kl. 22:03

29 Smámynd: Erna

Mikið er þetta dapurlegt og ósanngjarnt Ragga mín.

Sendi þér mínar innilegustu kveðjur og þú mátt vita að til þín hugsa ég

Guð gefi þér góða nótt. 

erna

Erna, 25.3.2009 kl. 22:16

30 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

   Hugsa til ykkar  , kærar kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 25.3.2009 kl. 23:59

31 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 26.3.2009 kl. 08:54

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Peysan hjartað mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2009 kl. 12:35

33 identicon

Já, hún er rosalega falleg þessi peysa. Hún klæddist henni lögreglukonan í dönsku þáttunum "Forbrydelsen"

Kærleikskveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:23

34 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi peysa er alveg yndisleg.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 14:31

35 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég skil vel að það hafi tekið á að þurfa að flytja slíkar fréttir. Ég held nú samt að það væri betra að fá þær frá þér en mörgum öðrum.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2009 kl. 19:26

36 identicon

ég var hér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:55

37 Smámynd: Ragnheiður

Alda átti frábæran dag í dag og alveg ágætan í gær, þær eru að ná tökum á verkjastillingunni. Ég er sæl með þetta. Maðurinn hennar er hérna fyrir sunnan og ég er líka sæl með það.

Kæru vinir, þakka ykkur fyrir kveðjurnar, þær hjálpa mér helling að standast þetta álag. Ég verð að standa upprétt í gegnum þetta. Ég kann þetta ferli orðið, búin að sitja tvisvar við dánarbeð krabbameinssjúklings. Þetta er samt svo ömurlega erfitt, ósanngjarnt....

Ragnheiður , 26.3.2009 kl. 21:33

38 identicon

Sendi þér kærleik, ljós og styrk, Ragga mín.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:09

39 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.3.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband