Dularfullt
22.3.2009 | 11:23
Sko ég hætti að reykja..allt í góðu með það.
Ákvað að stökkva á vigtina til að hafa yfirsýn yfir vambarpúkann þegar upp yrði staðið.
Það er þekkt að þegar fólk hættir að reykja þá fer það að fitna, fáir sleppa við það.
En jæja , ég var x5.2
Stuttu seinna var ég x7.4 - mig minnir eftir 3 vikur
áðan var ég x6.2
Ég virðist hafa bætt aðeins á mig en er á bakaleið aftur.
Ég settist og hugsaði í smástund. Svo kveikti ég á perunni, líklega hefur þetta leiðindaástand sem ég bloggaði um um daginn (ekki nærri mér með opinn eld og svoleiðis) og er enn viðvarandi verið einfalt merki um að meltingin er loksins að virka.
Núna borða ég líka á morgnanna - ekki mikið en borða þó. Borða yfir allan daginn en aldrei mikið í einu.
Næst er að fara að hreyfa sig meira. Framkvæmdastjórinn vill senda mig í líkamsrækt.
Athugasemdir
Þetta er víst rétta aðferðin, að borða oft yfir daginn og lítið í einu. Ég borða oft yfir daginn en mikið í einu. Til hamingju með reykleysið, FRÁBÆRT hjá þér, ég vildi að ég væri eins sterk á svellinu. Knús í daginn þinn.
Auður Proppé, 22.3.2009 kl. 11:30
Ég bætti á mig 10 kg á einu ári við að hætta á smók.Ég var of mjó miðað við aldur en mátti við 5 kg .En þekkið þið eina konu sem er sátt við kílóin sín?Ég þekki eina.Hún hefur misst 50-60 kg og er 70 kg í dag.Flott kona og PASSLEG
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.