Enn kemur ekki myndin

sem ég veit að margar munu gleðjast yfir, það er nokkuð sem ég er að gera í höndunum og minnir á gamla tíð. Set hana inn um leið og verkefnið verður búið. Prjóna frekar hægt þessa dagana...ætla að fara meira í dund og allskonar fyrst takmarkinu er náð. Hætta að prjóna í kappi

Sko ég get sett það hérna, strákarnir sem hafa aðgang lesa bara ekki lengra.....

Þessar eggjastokkablöðrur sem eru að kvelja mig eru svona 2-3 ára gamalt vandamál. Það fylgir þessu hræðilegur sársauki - eins og glóandi teini sé stungið upp í r****** á manni og upp í kvið. Ég svaf næstum af mér barnsfæðingu 1987 og er þekkt fyrir að sofa verulega fast en ég vakna þegar blöðrurnar springa. Næstum á veinunum. Þessu fylgir (amk hjá mér) mikil blæðing með kraftmiklum krömpum sem valda stórflóði, ég þarf nánast að sitja í vaskafati meðan þetta lætur svona. Þetta hættir ekkert af sjálfu sér þegar þetta fer svona alla leiðina eins og núna, þá þarf ég að fara til læknisins og fá lyf til að regulera þetta upp á nýtt og vona svo það besta að næst springi bara blaðran eins sárt og það nú er, í staðinn fyrir allt þetta vesen.

Eins og þetta sé ekki nóg í einu þá fékk ég eitt af verri gigtarköstunum í dag, ofan í hitt ruglið. En mér til mikillar gleði þá er ég bara hálfónýt, það er neðri hlutinn sem lætur eins og fífl, efri hlutinn er að mestu leyti í góðu lagi.

Það er snilld.

Alltaf að finna björtu hliðarnar á öllu.

Á maður að kvarta undan exemi ?

Nei nei þetta fer að verða eins og blaðsíða úr handbók landlæknis um kvilla miðaldra kvenna.

Farin að sofa...

GúddnætTounge

 

Víjjj


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ógvöð.....

Fyrirgefðu Ragga, ég hló eins og parkóbullari þegar ég las þetta. Veit samt að þetta er hrikalega sárt. Dóttir mín fær svona blöðrur og hún kastar upp af sársauka þegar þær springa þannig að ég veit að þetta er sárt.

Það var bara svo fyndið hvernig þú sagðir það........

Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já þetta er hreinlega það versta í heimi, tómt vesen að vera með þetta ...hefurðu hugmynd um hvað veldur þessu rugli?

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Sigrún Óskars

ég hló líka - þú ert eitthvað svo fyndin - en ég var ekki að hlægja af óförum þínum, þú átt alla mína samúð, þetta er svo sárt.

þú hefur allavega skemmtilegan húmor -

Sigrún Óskars, 18.3.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Ragnheiður

í mörg ár hafa vísindamenn reynt að finna malið í kisunum með engum árangri. Hvaða heilvita köttur malar upp á borði með fullt af glápandi skríl og sterk ljós á sér ?

Þetta datt mér í hug áðan þegar þið voruð búnar að komast að því að húmorinn í mér, er geymdur í efri endanum.

En nú fer ég áreiðanlega að ZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzz

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff djöfuls pína.  Vona að þú lagist á nóinu.

Ömurlegt.

En það er samt hægt að brosa af raunum þínum.

Hahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mínar kisur mala allar mikið, hvar sem er hvenær sem er.  En þú óheppin að hafa svona blöðrur.  Ég hef aldrei fengið svoleiðis.  Ein dóttir mín fékk svoleiðis einu sinni og átti hún mjög bágt þá. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:26

7 Smámynd: Auður Proppé

Úff, ég krosslagði fætur og fór öll í húnt þér til samlætis að lesa þetta, ouch hlýtur að vera hræðilega sárt.  Annars sit ég hérna eldsnemma að morgni og get ekki sofið.  Skil þig með frelsið á blogginu hérna inni hjá þér núna  

Á ég kannski að setja ævisöguna mína hérna í athugasemd hjá þér, nægan hef ég tímann en mun drepa alla úr leiðindum  Vona að þér líði betur í dag. Hehe, þetta var nú samt ferlega fyndin lýsing hjá þér.

Auður Proppé, 19.3.2009 kl. 04:28

8 Smámynd: Auður Proppé

átt að vera hnút ekki húnt

Auður Proppé, 19.3.2009 kl. 04:29

9 Smámynd: Einar Indriðason

Ég var að lesa nokkrar síðustu bloggsendingar frá þér.... (ég las þessa bara að hluta, alveg satt!)  Og ... mér finnst alveg kominn tími til að setja örlítið *Knús* á þig, svona allt yfir allt, með FB og "venina" og allt það!

Einar Indriðason, 19.3.2009 kl. 08:04

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Úff ég segi nú eins og Auður fór hér í hnút en brosti samt út í annað um leið.  Gott að hafa húmorinn í lagi á svona stundum. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2009 kl. 09:32

11 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ouch!! Þetta er hrikalega sárt. Mér varð bara hálfillt. Ég fékk svona blöðrur á yngir árum, en þær voru hreinsaðar burt í speglun. Ætla þeir ekkert að gera neitt slíkt til að létta á þessu. Það getur verið hættulegt ef stórar blöðrur springa er mér sagt. Dúllan mín, þú átt alla mína samúð.

knús og kveðjur, Silla

Sigurlaug B. Gröndal, 19.3.2009 kl. 10:19

12 Smámynd: Daggardropinn

held ég þurfi að skila "ég er kona" skírteininu mínu, afhverju í fjandanum vissi ég ekki að hægt væri að fá blöðrur á eggjastokkana!!!! hljómar hörmulega en halelúja að þú ert með húmorinn í lagi Ragga, það hjálpar nebblega stundum

Daggardropinn, 19.3.2009 kl. 11:26

13 identicon

 sorrí ég hló líka.Ég þekki þetta vel.Var svona en ekki lengur.ER FRJÁLS OG LAUS.Hallelúja hehehehehehe.Fór í eina pena aðgerð og allt var tekið,tek svo eina litla pillu,(Madonna tekur víst það sama til að vera ung hahaha)og á ferlega gott líf ALLAN MÁNUÐINN.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:50

14 Smámynd: Dísa Dóra

hahhaha já ég hló smá líka.  Eins gott Ragga mín að þú hafir húmorinn í efri endanum eins og þú segir hehe.

Knús á þig og vonandi finnst einhver varanleg lausn á þessu ógeðisblöðrum hjá þér

Dísa Dóra, 19.3.2009 kl. 14:59

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu elskan þú ert náttúrlega búin að þráast við að fara til læknis í allt of langan tíma, á sínum tíma er þetta gerðist hjá mér(Arg að vera kona) þá fór ég ekki fyrr en ég stóð í blóði mínu við símann í vinnunni, vinkona mín sem vann hjá læknamafíunni í mjódd hringdi og fékk tíma á nótime og ég komin á
skoðunarborðið eftir klukkutíma
En hvað með elsku giktina ertu eitthvað að gera henni gott? nei bara spurði veit að ég er leiðinleg, en þú skilur.
 Efri hlutinn á mér er yfirleitt til friðs mena núna á hann að fá meðhöndlun, en bara öðru megin því ég er búin að vara á hækju síðan fyrir jól svo þá fer allt í skrall eins gott að þetta er ekki sömu megin og gangráðurinn.
En ég segi alltaf aðrir hafa það ver en ég
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 15:22

16 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei ekkert þráast við að fara til læknis, fékk tíma á mánudag og hringdi í gær um leið og þetta fór að láta svona við mig. Hefði kannski átt að reyna að komast hraðar að en þetta er allt í lagi

ég geri ekkert með þessa gigt nema þykjast ekki þekkja hana. reyni að labba hinumegin á götunni og svona þegar hún er með í för

Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 15:29

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er gott meðan þú kemst upp með að þekkja hana ekki, sko gigtina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 15:57

18 identicon

Vissi að við ættum fleira sameiginlegt nema að mín köst voru þægilegri. Komu ekki við blæðingar en svo gífurlegur sársauki í svona 2-3 tíma.Kannski eru til fleiri en ein gerð af þessum fjanda.

Sem betur fer hef ég verið laus við að vera "kona" núna í eitt ár og þvílíkur lúxus og sæla.

Vona að þú sért laus við þetta núna,

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:17

19 Smámynd: Ragnheiður

Kidda mín, þetta kemur ekki með blæðingum. Þær eru búnar fyrir nokkrum dögum en þetta veldur blæðingum og ruglar allt kerfið í mér þegar blöðrurnar bara stækka og stækka og vilja ekki springa. Þá fæ ég eitthvað lyf sem slær á þetta og restartar í mér hormónakerfinu..

Ég er aldeilis ekki laus við þetta, húki hér sárkvalin og hef ekki ráð á neinu...

Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband