Heilsulaus en
18.3.2009 | 17:14
hryllilega hamingjusöm, ég er búin að ganga frá pöntun á legsteini fyrir hann Himma minn.
Heilsan er þó mun verri en ég vildi og ljóst að hér verða étnar verkjatöflur út í eitt þar til ég kemst að hjá doksanum mínum. Það vill mér til happs að ég þarf þó ekki að bíða nema til mánudagsins.
Hann hefur alltaf pláss fyrir sínar kellur þessi læknir.
Farin að maula parkódín, knúsa kallinn og Lappa sem fór til dýró í dag og það kostaði 17 þúsund kall. Enn ein blóðprufan og hann hefur enn þyngst kallanginn. Hann er náttlega hættur að hlaupa eftir að hann meiddi sig.
Over and out
Athugasemdir
Það verður fallegt að sjá leiðið er legsteininn er kominn elsku Ragga mín.
Farðu nú vel með þig vinan ég veit alveg hvað það er að vera alltaf með verki
þolandi ekki verkjalyf.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 17:21
Til hamingju með pöntun á legsteini. Það er góður áfangi
Hrönn Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 17:42
Ég má taka Parkódín en er annars með NSAID ofnæmi sem kom sér illa núna, í þeim flokki eru allar bólgueyðandi töflur og ég mátti ekki taka svoleiðis eftir áreksturinn um daginn. Það var verra.
Knús Milla mín
Ég set mynd þegar steinninn verður kominn upp hjá honum, elsku kallinum hennar mömmu sinnar.
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 17:44
Guðrún unnur þórsdóttir, 18.3.2009 kl. 18:12
Enn og aftur til hamingju með að loksins geta fengið legstein fyrir Himma Aumingja Lappi, hann er örugglega hverrar krónu virði.
Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 18:44
Já gerðu það elskuleg, ég horfi alltaf á myndina af honum hann er svo fallegur þessi drengur þinn.
Það er slæmt að vera með svona ofnæmi er maður þarf á því að halda að taka þessar já þú veist töflur.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 19:01
Það er góður áfangi að setja stein.Svona táknrænt fyrir ákveðna "sátt"en samt verðum við aldrei sáttar með þessi málalok.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:27
Hef sem betur fer ekki þurft að standa oft í legsteinamálum en mikið óskaplega var mikill léttir þegar það var búið. Þá loks finnst manni að hvíldarstaðurinn sé kominn í horfið eins og sagt er eða eins og Birna Dís segir ákveðna ,,sátt".
Jæja vinkona velkomin í Parkodin hópinn. Ég er að bryðja þetta eins og brjóstsykur því ég vil ekki taka þessar sterku fyrr en ég fer að sofa. Nenni ekki að vera hér í rússi allan daginn.
Farðu nú samt vel með þig.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 20:21
æ það er vont að hafa NSAID ofnæmi - þetta parkódín er svo "stemmandi". Er ekki sjúkraþjálfun inni í myndinni?
Góð að hafa náð þessum áfanga að panta legstein fyrir hann Himma þinn
knús til þín og farðu nú vel með þig
Sigrún Óskars, 18.3.2009 kl. 20:34
Jú sjúkraþjálfun fer að verða inn í myndinni en fyrst þarf hinn læknirinn að redda þessu blöðruveseni (eggjastokkablöðrur!)
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 20:37
Æi þarftu að fara í það líka, en svona er að vera kona
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 20:48
Aumingja þú Ragga mín, ouch. Ég er svoddan hundamanneskja að þegar ég bað lækninn minn um að gelda mig þá hefðuð þið átt að sjá svipinn á honum
Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 21:12
Hmm... Auður... Baðstu lækninn þinn að gelda þig? Og... það gerir þig að hundamanneskju? Nú er ég RINGLAÐUR!!!
Einar Indriðason, 19.3.2009 kl. 08:07
Einar, ekki fá þér hund ! hahaha
Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.